16.11.2008 | 10:38
Fundur með Bjarna Ben
Í gær var opinn fundur um efnahagsmálin, gjaldmiðilinn og fjárhagsstöðu bæjarins á Hótel Selfossi. Bjarni Benediktsson var sérstakur gestur og fjallaði hann um aðdraganda bankhrunsins, stöðuna og leiðir fram á við. Fundurinn var hreinskiptin og mjög þarfur enda brennur ófremdarástandið á mörgum. Þorsteinn Garðar formaður Óðins stjórnaði fundinum en vegna mikils áhuga lengdist hann um klukkutíma. Harðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til áratuga sögðu sínar skoðanir umbúðalaust. Svona fundur er mikilvægur til að fólk fái að tjá sig og svo lýðræðisleg umræða sé virk. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er innan skamms og því mikilvægt að sem mest umræða verði á næstu vikum og mánuðum.
Nú er aftur kominn tími funda, skoðanaskipta og ekki síst; aðgerða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Þurfum ný andlit til að leiða alla stjórnmálaflokka.
Tori, 16.11.2008 kl. 13:56
Opin umræða er nauðsynleg en hún verður að fara fram víðar en á landsfundi. Eftir fréttir föstudagsins er klárt að ESB og evran fá mikið pláss á fundinum.
Það er líka þörf fyrir "opinn fund" meðal almennings. Ég tók saman smá blogg um Maasticht á mannamáli sem innlegg í það, þ.e. nauðsyn þess að almenningur fái góðar og hlutlausar upplýsingar svo umræðan í samfélaginu öllu geti orðið bæði góð og málefnaleg. Gildir þá einu hvar í flokki menn standa því þetta er ekkert smámál.
Haraldur Hansson, 16.11.2008 kl. 16:54
Harðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til áratuga sögðu sínar skoðanir umbúðalaust.
Eyþór, gætir þú sagt okkur aðeins frá þessum skoðunum sem komu fram hjá þessum stuðningsmönnum ?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 18:04
Sæll Gunnar. Margir telja kerfið hafa brugðist og uppsveiflan verið byggð á sandi. Menn voru ekkert endilega á því að ESB væri lausnin en ræddu valkosti. Gallar á ESB voru frekar áberandi en hitt.
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2008 kl. 18:42
Þakka fyrir þetta Eyþór. Já banka- og fjármálauppsveiflan var svo sannarlega byggð á sandi, en ekki á Sandi við Miðfjörð því síðast þegar ég sá til var þar myndarbúskapur :) En íslendingar voru ekki einir um það, svo mikið er víst. En við erum þó einir um að hafa byggt upp stærsta fjármálakerfi heimsins, miðað við hagstrærð, á einungis 6 árum. Bóla var það heillin. Kerfið náði ekki að þróast með, svo mikill var hamagangurinn. Þetta vitum við næst. Easy does it.
Það er gott að Kárahnjúka rafmagnið selst vel í dag og útflutningur hefur aukist svona mikið. Allir atvinnuvegir Íslands - nema fjármálastarfsemi og uppkaup á eignum erlendis sem núna bíða afhroð - ganga framúrskarandi vel. Eftir að kaupæðis verslunarverðir til útlanda hafa lagst mikið af þá mun almenn verslun einnig blómstra. En það þyrfti þó að setja ríkið á megrunarkúr og kaupa handa því nýtt magabelti stærð 2001 eða svo.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 18:58
Já ríkið er orðið þurftafrekt og stórt. Nú þarf það að endurskoða rekstrarkostnað til að mæta ágjöfinni.
Sama er að segja um sveitarfélögin. Hjá okkur í Árborg hafa skuldir vaxið hratt og eru nú að nálgast 2x árstekjur. Ekkert er eftir af rekstrartekjum í fjárfestingar og tap er fyrirsjáanlegt upp á ca 20% af heildartekjum.
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2008 kl. 19:17
Já þetta er ekki gott Eyþór.
Bæjarfélagið sem ég bý í er er alveg ágætlega statt, enda býr hér einungis venjulegt lágtekjufólk og bændur svo bæjar- og sveitarfélagið hefur alltaf hagað sínum rekstri eftir því. En við hliðina á mér er "ríka bæjarfélagið", en þar er verið að taka völdin af bæjarfélaginu því það eyðir 200% meira en það þénar. Ríkið mun taka yfir og setja þeim reglurnar. Ég bjó þar fyrir 10 árum síðan og í enda fjárlagatímabils var til dæmis slökkt á perunum í öðrum hverjum ljósastaur í bænum til að spara. Svo illa var komið. Stóra bæjarfélagið við hliðina á mér er svo Árósar kommúna en það er víst verst rekna bæjarfélag í landinu. Samtals 200.000 manns á hausnum bæjarfélagslega séð. Þetta mun allt versna til mikilla muna hérna á næstunni því núna mun stór aukið atvinnuleysi og minni skattatekjur vinna verkin í stórum stíl.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 20:50
Við höfum um langan tíma fylgst með þegar sveitarstjórnarmenn hafa komið fram í fjölmiðlum og tuggast á því að sveitarstjórnir standi svo illa að þær geti ekki sinnt lögbundnum verkefnum.
Þeir minnast hins vegar aldrei á að fjármunir sveitarfélaganna hafa runnið viðstöðulaust til ólögbundinna verkefna. Með öðrum orðum, þeir hafa stundað atkvæðaveiðar með skattfé almennings.
Svo dæmi séu tekin má minna á að í Reykjavík var OR látið standa undir gæluverkefnum í netþjónustu og risarækjueldi. Nú er OR með skuldsettustu fyrirtækjum og getur ekki fjármagnað nauðsynleg verkefni til að verjast kreppudraugnum.
Hvenær skyldi Reykjavíkurborg þurfa að slökkva á götuljósunum? Skyldi sökinni skellt á núverandi borgarstjórn eða mun einhver muna eftir þætti R-listans í falli OR?
Ragnhildur Kolka, 16.11.2008 kl. 21:07
Sæl Gunnar og Ragnhildur. Þar sem ég var í borgarstjórnarflokki D-listans hér um árið og upplifði hvernig skuldsetning R-listans magnaðist get ég upplýst það að fjölmiðlar og almenningur hafði lítinn áhuga á þessu vandamáli enda var R-listinn lífsseigur.
Skuldir í dag eru skattar á morgun en undanfarin ár hefur það ekki truflað kjósendur. Kannski verður bankahrunið til þess að fólk endurmeti þetta?
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2008 kl. 21:18
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll frændi minn
Ég sé að þetta hefur verið góður fundur og vonandi árangursríkur fyrir framtíðina.
Ég trúi því að það komi betri tíð með blóm í haga.
Ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar.
Ég vona að þú viljir telja upp blessanir í lífi þínu fyrir okkur bloggfélaga þína.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:06
Ég er hræddur um að endurmat sé óhjákvæmilegt Eyþór. Það er búið að hlaða byrgðum og skyldum á sveitarfélögin í mörg ár. Það var bara tímaspursmál hvenær kæmi að niðurskurði þótt mig hafi ekki órað fyrir áfalli í þessari mynd.
Sjálfur hef ég rekið mitt fyrirtæki án þess að íþyngja sveitarfélaginu um eina krónu. það ekki viðtekin venja hér. Ég hef þó varað kollega mína við þessu til margra ára en fyrir daufum eyrum. Ég vil kollegum mínum svo sannarlega allt hið besta en staðreyndin er sú að allir þeir sem byggt hafa rekstur sinn á greiðslum frá hinu opinbera fram að þessu og falla ekki undir algjöra grunnþjónustu í samfélaginu, þurfa nú að vera viðbúnir að mögulega þurfi þeir að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sínu.
Ef að bestu spár verða að veruleika þá sleppa sveitarfélögin kannski með skrekkinn ásamt þeim sem á þau sig reyða. Persónulega lærði ég það fyrir mörgum árum að stilla upp fyrir "worst case scenario".
En ekki er til endalaust af peningum og erum við nú að læra það. En það er ekki hægt að bæta endalaust skyldum á sveitarfélögin og var þetta löngu orðið ljóst. Núverandi ástand bætir einungis í það sem fyrir var.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.