24.11.2008 | 09:59
Nýr gjaldmiðill án ESB
Olli Rehn sem fer með stækkunarmál ESB hefur sagt að Ísland geti gengið í Sambandið á fyrri hluta næsta áratugar. Eins og við vitum flest eru íslensk fyrirtæki og heimili í þeirri stöðu að svo löng bið eftir lausn í peningamálum dugar ekki.
Umræða um nýjan gjaldmiðil í stað krónunnar hefur farið vaxandi og skal engan undra eftir fall bankanna. Einhliða upptaka hefur verið rædd af nokkrum fræðimönnum og dæmi um slíkt gefa von um að þetta sé raunhæf leið. Reyndar má jafnframt segja þá leið að vera með eigin gjaldmiðil (300 þúsund manns) í opnu alþjóðlegu hagkerfi bjartsýna. Í þeirri stöðu sem við erum í nú er nauðsynlegt að skoða kostina yfirvegað áður en hundruðir milljarða fara í að verja gengi krónunnar.
Evran virðist vera nær útilokuð miðað við það sem ESB hefur sagt. Við höfum fengið að kenna á samtakamætti ESB varðandi Icesave málið og nú hefur verið fullyrt að einhliða upptaka evrunnar færi ekki vel í ESB. ERGO: Við getum varla hætt EES samningum með því að skipta krónum út fyrir evrur.
Þá er það norska krónan, svissneski frankinn og dollarinn. Af þessum gjaldmiðlum erum við með langmest viðskipti í dollar en olían, álið, orkan og hluti ferðamennsku og sjávarútvegs er í dollar. Kostnaður heimilanna og fyrirtækjanna við lán í krónum er gríðarlegur. Gengistap og gengisáhættan er það sömuleiðis. Þá er verðtrygging ill nauðsyn sem nú gengur af mörgum efnahagslega dauðum. Þetta eru allt ástæður til að skoða málin með opnum huga og fordómalaust.
Íslendingar hafa áður tekið stórar ákvarðanir í efnahagsmálum. Upptaka verðtryggingar er ein þeirra en mér er hugleikin önnur ákvörðun sem var útfærsla landhelginnar og efnahagslögsögunnar sem var einmitt ákveðin og framkvæmd einhliða. Í framhaldi af því og á vettvangi SÞ fylgdu svo aðrar þjóðir á eftir.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Heimastjórnarmenn geta ekki haldið áfram að vonast til þess að fá allt án þess að gefa neitt í staðin.
Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 10:01
Sæll Gestur. Hvað ertu tilbúinn að gefa fyrir evruna?
Eyþór Laxdal Arnalds, 24.11.2008 kl. 10:29
Sem minnst...
En ætlum við að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli þyrfti að liggja með 1-2.000 milljarða í gjaldeyrisvarasjóði, sem kostaði okkur líklegast 20-30 milljarða á ári, afar varlega reiknað.
Tækjum við einhliða upp mynt annars lands, eins og Bandaríkjadals, nytum við ekki verndar seðlabanka þess ríkis þyrftum við einnig að eiga gjaldeyrisvarasjóð.
Þannig að þetta þarf að vega og meta. Svarið við kostnaðarspurningunni fæst ekki nema í gegnum aðildarviðræður. Auðvitað sýnir ESB ekki á sín spil, frekar en við.
Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 10:48
Gjaldeyrisvarasjóðurinn sem Gestur nefnir 2.000.000.000.000 kr er það sem hugsanleg þarf miðað að við að ísland eigi að vera Alþjóðleg fjármálamiðstöð með efnahgsreikning í bakastarfsemi upp á 15.000.000.000.000 kr.Það er hinsvegar liðin tíð ætla ég að vona. Efnahagsreikningur Nýu bankann er hinsvegar ekki nema um 4.000.000.000.000 kr og skrítið að halda fram að gjaldeyrisvarasjóðurinn þurfi að vera helmingurinn af því. érstaklega í ljósi þess að þessir nýu bankar starfa nánast eingöngu innanlands.
Guðmundur Jónsson, 24.11.2008 kl. 11:22
Ef einhverjar viðræður þá við Seðlabanka Bandaríkjanna um að við tökum upp USD.
Þetta er eins og margar smáþjóðir hafa gert. Gætum jafnvel tekið USD um einhliða.
Tori, 24.11.2008 kl. 11:22
Góð grein Eyþór,.maður er henni algjörlega sammála því fyrr sem við tækjum upp Dollar því betra/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.11.2008 kl. 11:34
Nú er um að gera að skoða málin fordómalaust. Ég hef reynt að fá tölur yfir gjaldeyrisviðskipti okkar í inn- og útflutningi en Hagstofan hefur ekki þessar tölur. Við vitum þó að við erum að flytja inn olíu og ýmsa hrávöru inn fyrir tugi milljarða í USD. Rafmagn og ál er svo í USD líka. Einu tölurnar eru um löndin en það segir ekkert til um gjaldmiðilinn sem notaður er í viðskiptin en það hlýtur að vera aðalatriði. Markmiðið hlýtur að vera að ná stöðugleika í gjaldmiðilinn og ná vöxtum niður. Alþjóðleg fjármálamiðstöð hlýtur að vera fjarlægt markmið...vona ég.
Eyþór Laxdal Arnalds, 24.11.2008 kl. 11:37
Ágæti Eyþór. ER algjörlega sammála, að við skoðum upptöku dollars. Ég bloggaði smá grein þann 12. nóv. s.l. um upptöku á dollar og tel þann kost vænlegri og mun ódýrari leið, en ætla að ýta Íslensku krónunni á flot. Mín trú og von er, að almenningur í landi þessu eigi enn eftir að fækka, sem vilja inngöngu í ESB.
Þorkell Sigurjónsson, 24.11.2008 kl. 12:23
Ég vil alltaf nálgast umræðuna á þann veg að best sé að hafa tekjurnar og útgjöldin í sama gjaldmiðlinum. Ef og þegarf við verðum komin í ESB verður restin af viðskiptum okkar við Evrópu, svo sem við Bretland, Svíþjóð og Danmörk einnig í evru sem er ríkjandi gjaldmiðill á svæðinu. Dollarinn las ég einhvers staðar að væri aðeins í kringum 10% af heildarviðskiptunum og svissneskir frankar 2%. Þó olían, álið og tekjurnar af rafmagninu séu í dollar þá skapar það eitt og sér ekki stöðugleika, þar sem þessar vörutegundir sveiflast í dollurum meira en nokkuð annað.
En dollarinn væri góður millileikur í stöðunni og kostar aðeins brot af þeirri tilraunastarfsemi sem hófst með krónuna 2001 og engan endi ætlar að taka.
Svo er ég alltaf að lýsa eftir þeim atriðum í sjávarútvegsstefnu ESB sem við getum ekki sætt okkur við... og við vitum fyrir víst að okkur takist ekki að semja um þannig að báðir aðilar geti vel við unað.
Atli Hermannsson., 24.11.2008 kl. 12:33
Er ekki komið einhvert félag um þennan möguleika, sem mér hugnast stórum betur en þetta aumingjabandalag í Evrópu. Ég vil ganga í þetta félag. Kveðja til þín Eyþór, áfram með smjörið !
Halldór Jónsson, 24.11.2008 kl. 13:06
Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.
Víti til varnaðar
Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:11
Ég tek undir með þér Eyþór, enda alltaf verið maður með viti þegar kemur að skynsemi.
A.L.F, 24.11.2008 kl. 14:47
Þakka þér fyrir síðast Eyþór, en þar sagðirðu mér aðeins frá þessari hugmynd þinni. Ég er sammála að þetta gæti verið góður millileikur í stöðunni. Ef þörf er á fleiri leikjum, t.d. inngöngu í ESB, væri hægt að taka þá í mestu rólegheitum og þegar okkur hentar.
Stærsta vandamálið okkar er krónan!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.11.2008 kl. 14:58
Góð grein og vel kemur til greina að taka upp USD ég tala nú ekki um ef við finnum olíu á drekasvæðinu en verlsun með hana og orkuna okkar og fiskinn er í Dollurum. Ég vona bara að íslensk stjórnvöld fari ekki að gera eitthvað heimskulegt eins og að festa krónuna við Evruna m.ö.o. gefa út ávísanir á ávísanir.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:17
Gestur:
Hvað verðleggurðu sjálfstæði þjóðarinnar á?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 15:21
Guðbjörn:
Það hefur verið stundað frá aldaöðli að finna blóraböggla fyrir hinu og þessu, í seinni tíð ekki sízt efnahagsvandræðum. Þá helzt einhverjum sem ekki hefur getað svarað fyrir sig eða átt erfitt með það. Á fyrri hluta 20. aldarinnar var t.d. vinsælt að kenna Gyðingum um allt sem aflaga fór í þeim efnum. Og er jafnvel enn sums staðar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 15:30
Það er nokkuð ljóst að það að setja íslensku krónun á flot aftur er í besta falli skammtímalausn. Það er athyglisvert að ég hef ekki séð efnislegar umræður í fjölmiðlum um kosti og galla þess að taka upp Dollar. Jafnvel þó að það yrði aðeins skammtímalausn í nokkur ár. Er það möguleiki að það muni kosta minna og mundi auka trúverðugleika okkar tímabundið að taka upp Dollar á meðan aðildarviðræður við EB fara fram!!! Af hverju er sú hugmynd ekki svaraverð í augum ríkisstjórnarinnar eða alþingismanna? Hefur ríkisstjórnin kannski ekki getu til að fjalla faglega um málið?
Jón Páll Vilhelmsson, 24.11.2008 kl. 16:31
Þetta er eitthvað sem á að íhuga alvarlega, því það á eftir að koma í ljós fljótlega að ætla sér að koma krónunni á flot og halda henni mun hafa hræðilegri afleiðingar en menn almennt gera sér grein fyrir, þar sem evran er illupptakanleg á þessari stundu ætti tvímælalaust að keyra á dollarinn.
Ef mögulegt er þá gætum við skoðað það síðar að breyta úr dollar í evru. Ef dollarinn er okkur góður þá einfaldlega höldum við honum, með þessu móti minnkar pressan á ESB sem ég hef nú verið hlynntur hingað til, runnu þó á mig tvær grímur um daginn þegar við vorum beitt afarleiðinlegum þrýstingi.
Er á þvi að þarna liggji lausn sem væri góð bæði fyrir fyrirtækin í landinu og ekki síst þau heimili sem eru að sligast undan verðtryggingunni .
Steinar Immanúel Sörensson, 24.11.2008 kl. 16:52
Sæll Eyþór og til hamingju með daginn.
Fréttablaðið upplýsir að þú sért 44 ára í dag og hvað er betra að gera á afmælisdaginn sinn en að taka upp nýjan gjaldmiðil. Umræðan finnst mér stundum vera eins og þetta sé ekkert mál og enn oftar að efnahagshörmungarnar séu illvirki krónunnar en ekki mannanna verk.
Hugmyndirnar eru margvíslegar. Dollar í dag og evra á morgun. Við eigum minnst 10 ár í að uppfylla Maastricht. Einhliða upptaka er möguleg segja fræðimenn, jafnvel á innan við mánuði. Í dag er evran skráð á 178 krónur í íslensku bönkunum en Seðlabanki Evrópu vill fá 265 krónur fyrir evruna.
Ef menn vilja stefna á evru held ég að okkur sé hollt að bíða í a.m.k. eitt ár og sjá hvernig þjóðum reiðir af í evrulöndum. Svo má kannski skoða málið á jólaföstunni 2009 í ljósi reynslunnar. Eða 2010. Þangað til sitjum við uppi með íslenska krónu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 17:32
Kristinn:
Ég á við það sjálfstæði sem forfeður okkar og -mæður börðust fyrir og sem er vafalítið okkar dýrmætasta auðlind. En það er sama með sjálfstæðið eins og aðrar auðlindir að það er ekki þeim að kenna ef farið er illa með þær. Þá þarf einfaldlega að læra af reynslunni og gera betur. Það er engin lausn í því að afhenda þær öðrum sem munu seint nýta þær okkur til hagsbóta.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 18:54
Hjörtur:
Ég segi nú bara fyrir mína parta þó fáum komi það við; að ég grundvalla ekki ákvarðanir er varða mína fjölskildu og framtíð hennar, á einhverri þakkaskuld sem ég gæti hugsanlega átt við mína forfeður. Svo veit ég nákvæmlega ekkert um hvaða skoðanir þeir gætu haft á ástandinu sem nú ríkir. Þá kem ég ómögulega auga á að sjálfstæð þjóðarinnar sé auðlind þó mikilvægt sé, frekar en að íslenska krónan sé það - þrátt fyrir að hafa fallið um 165.ooo% frá stríðslokum.
Atli Hermannsson., 24.11.2008 kl. 19:39
Hjörtur:
Ég skil þig ekki alveg, nema þú eigir við blessaða krónuna? Auðvitað getur hún ekki svarað fyrir sig, meðvitundarlaus og á gjörgæsludeild!!!
Skil ekki heldur þessa samlíkingu krónunnar og Gyðinga? Gyðingarnir er sprellfjörugir í Ísrael og víðar í heiminum og hafa líklega aldrei verið öflugri og valdameiri
Ég á mér dansk/þýska forfeður frá Sönderborg og Husum og eftir því sem frændi minn, dr. Ólafur Jensson heitinn, læknir og ættfræðigúrú, sagði, voru það danskir Gyðingar. Þaðan er líklega þetta ESB gen, sem þér er svo illa við?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.11.2008 kl. 22:19
Hmm. Í sambandi við upptöku dollars, þá vil ég benda á eftirfarandi sem mér var að berast í tölvupósti frá Jóhannesi Birni.
Dollarinn er óeðlilega sterkur um þessar mundir. Hráefni og aðrar fjárfestingar sem mann hafa þurft að selja nýlega í stórum stíl eru oftast verðlagðar í dollurum og það hefur skapað gervi eftirspurn. Menn leggja svo þessum dollurum tímabundið í ríkisskuldabréfum. Ég tel að dollarinn falli verulega þegar ástandið verður eðlilegra. Ef Norski seðlabankinn gæfi Íslandi aðgang þá væri það miklu betri kostur.
Langaði virkilega mikið að benda á þetta, kannski er dollar ekki lausnin
Diesel, 24.11.2008 kl. 22:41
Sko, ég skal segja fólki hvaða perspektívi það á að beita á ESB til að átta sig á tilgangi og eðli. Skynseminni í því o.s.frv.
Ímynda sér að Ísland væri Evrópa og Vestmannaeyjar væru þá Ísland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2008 kl. 23:09
Krónan er ekki sökudólgurinn og það verður ekki vandi að nota hana ef við högum okkur eins á að gera
Það sem sprengdi krónuna voru gengdarlausa erlendar lántökur og þegar það var ekki hægt lengur að taka lán í erlendri mynt til að endurfjármagna afborganir þá dugði gjaldeyririnn af útflutningi ekki til og krónan hrundi vegna eftirspurnar eftir gjaldeyri
Nú er sá þrýstingur farinn og kemur ekki aftur í bráð
Árinni kennir illur ræðar
Drögum andann djúpt, skaðinn er skeður og þó að ástandið sé slæmt verður það krónan sem hjálpar okkur út úr vandanum
Setjum krónuna á flot sem fyrst en það er ekki hægt fyrr en millifærslukerfið opnast en ég veit að útflytjendur eiga stórar upphæðir í erlendum ávísunum sem virðist ekki vera hægt að innleysa
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 23:29
En verðtrygginguna verður að afnema. Hún er ekkert náttúrulögmál
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 23:32
Hjörtur, hvernig skilgreinir þú sjálfstæði?
Ert þú á móti því að það sé kannað hvað það kosti að ganga inn?
Slíkur heimóttarskapur er ekki sæmandi hugsandi mönnum.
Ég vil að ákvarðanir séu teknar á upplýstum grunni, ekki á grundvelli ágiskana og fordóma.
Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 23:32
hlusta á þáttinn sem við fórum í á útvarpi Sögu með Dalinn
sandkassi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:33
Mér er það óskiljanlegt með öllu allt þetta þvaður um að við þurfum að ganga í ESB ef við viljum taka upp Evru, við getum notað og tekið upp hvaða gjaldmiðil sem er án þess að spyrja kóng né prest, ég kaupi 100 evrur á x krónur og ég á þær evrur skuldlaust.
Sævar Einarsson, 25.11.2008 kl. 00:30
Ég er þeirrar skoðunar að fyrst eigi að skoða ESB aðild og upptöku evru, en síðan sé það vel þess virði að skoða upptöku dollars ef það bregst.
Ég er alls ekki viss um að ESB bjóði okkur viðunandi lausn varðandi undanþágur frá fiskveiði- eða landbúnaðarstefnu sambandsins.
Fara ætti sem allra fyrst í könnunarviðræður við ESB til að fá þessi mál á hreint, þannig að hægt sé að skoða aðra möguleika, s.s. upptöku dollars.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.11.2008 kl. 07:46
ESB og gjaldmiðill eru ekki sami hluturinn. Bretar eru með sitt pund og svo eru Danir og Svíar með sínar krónur. Mér finnst að Evrópunefnd Alþingis ætti að fá úr þessu skorið sem þú nefnir Guðbjörn.
Eyþór Laxdal Arnalds, 25.11.2008 kl. 11:13
Hér má gefa Ríkisstjórninni stjörnu í kladdann fyrir vel unnin störf.
http://www.photo.is/rikisstjorn.html
Smá vísir að kosningakerfi sem koma skal þar sem auðvelt er að kjósa um menn og málefni.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.11.2008 kl. 11:18
Nú er spurning hvað best er að gera; taka upp krónuna á ný og setja hana á flot, eða taka einhliða upp annan gjaldmiðil. Í raun er krónan ekki gjaldgengur gjaldmiðill í dag enda ólíkt gengi hér heima og að heiman. Innanlandsmyntin mun eiga á hættu að verða leiksoppur gjaldeyrisviðskipta. Önnur hætta er ef við ætlum að kosta miklu til að verja hana með IMF láninu. Vextir af því láni fara langt með allar útflutningstekjur okkar og því þarf að fara vel með þann gjald-eyri.
Eyþór Laxdal Arnalds, 26.11.2008 kl. 16:36
Dollar strax það er ekki spurning.
Eina vandamálið er að ríkisstjórnin er nánast með sjúklega þráhyggju fyrir því að verðtrygging sé náttúrulögmál og þessvegna verður erfitt að keyra dollar í gegn með þessa stjórn.
Hversvegna einhver flokkur tekur þetta ekki upp sem stefnuskrá skil ég ekki. Myndi fá gott fylgi bara útá það að bjóða einhverjar alvöru lausnir.
Walter Ehrat, 27.11.2008 kl. 02:19
Dollar Strax mun kynna aðgerðir sínar á næstu dögum. Við erum að smíða aðgerðaáætlun sem er til þess hönnuð að hafa djúp öflug áhrif á gang mála.
Eftir að við Loftur, Eyþór, María og ég funduðum með sérfræðingum í dag þá er ég mjög bjartsýnn á að hægt sé að koma vitinu fyrir stjórnvöld með mjög hnitmiðuðum aðgerðum. Það er hægt að hlífa fólkinu í landinu við að missa heimilin sín. Það er hægt að gangsetja björgunaráætlun strax.
Ekkert meira verður gefið út um málið að svo stöddu en fréttir verða af málinu vonandi á morgun eða hinn.
Stay tuned,,,,
sandkassi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.