29.11.2008 | 21:27
Rétt að staldra við og skoða aðra kosti: EUR eða USD?
Sú ákvörðun að fara sér hægt í að fleyta krónunni skapar okkur svigrúm og tækifæri. Óvissan við krónuflotið er mikil og veruleg hætta á að illa fari með frekara gengisfalli vegna jöklabréfa og annara þátta. Mjög snörp lækkun krónunnar í viðbót við hrun hennar hingað til mynda hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir heimili og fyrirtæki. Verðbólgan myndi endanlega fara úr böndunum með tilheyrandi verðbótum og gjaldþrotum. Í annan stað gæti ríkið reynt að verja gengi krónunnar með því að ganga á dýrkeyptan gjaldeyrisvarasjóðinn. Slík viðleitni gæti leitt til mikils skaða þar sem spákaupmenn gætu leikið sér að vörnum ríkisins.
Með nýjum lögum um gengisvarnir eru farnar róttækar leiðir þar sem gjaldeyrishöft eru notuð til að tempra frjálst flæði peninga inn og út úr landinu. Hámarksrefsings við brotum er 2ja ára fangelsi og 75 milljón króna sekt. Þessi lög minna meira á gamla tíma haftastefnunnar og sósíalisma. Þessi leið er ekki til þess fallin að auka traust á íslenskum efnahag en kann þó að vera rétt og nauðsynleg í þeirri erfiðu stöðu sem stjórnvöld eru í.
Í stað krónuflots við erfiðar aðstæður gefst núna tími til að huga að nýjum leiðum í gjaldmiðlamálum. Ég fagna því þessum orðum forsætisráðherra að nýjar leiðir séu skoðaðar að fullri alvöru af ríkisstjórn. Hér hljóta menn einkum að horfa til upptöku evru, franka og ekki síst dollars annað hvort einhliða eða með samningsbundnum stuðningi seðlabanka viðkomandi myntar.
Á Íslandi er um 70% raforkumarkaðar nú þegar í USD og um 1/5 af fiskútflutningi einnig. Ályktun LÍÚ í dag markar tímamót í umræðunni um einhliða upptöku og þarf að skoða þá leið í kjölinn nú þegar. Biðstofan hjá ESB skilar seint árangri eins og margoft hefur komið fram og fólk hefur ekki meiri biðlund. Ástandið er einfaldlega of erfitt.
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 860757
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Erlent
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
Athugasemdir
Hvenær heldur þú að við myndum fá evruna með þessum hætti Jón Frímann?
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.11.2008 kl. 21:38
Það á að skoða alla kosti af gaumgæfni, en áður á að skilgreina þau atriði sem á að nota til að vega og meta kostina og hlutfallslegt vægi hvers atriðis. Mér finnst þessi umræða öll snúast um að sýna fram á að evran sé eini kosturinn í staðinn fyrir að nota skipulegar aðferðir við að komast að niðurstöðu. Það á að nota tæki við þetta sem heitir ákvörðunargreining. SVona ákvörðun verður að taka út frá hagfræðilegum forsendum, viðskiptalegum, spurningu um stöðugleika, svo fátt eitt sé nefnt. Ákvörðunina má ekki taka í flýti vegna þess ástands sem núna ríkir og alls ekki af pólitískum eða tilfinningalegum ástæðum.
Marinó G. Njálsson, 29.11.2008 kl. 21:40
Sammála Marinó: Það er því gott að Geir skuli taka af skarið með þessum hætti á Reuters.
Viðar Helgi: ESB sinnar virðast halda að þetta gerist eitthvað hraðar en reyndin er.
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.11.2008 kl. 21:53
Ágæti Jón Frímann: Það er óþarfi að vera með leiðinda orðbragð enda kostar kurteisi ekkert en ég er viss um að Viðari verður seint um kennt hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð.
Reyndar eru það reglur EES - (með fullri virðingu fyrir þeim ágæta samning) - sem gerðu Icesave mögulegt og lögðu hundruði milljarða skuldaklafa á börn okkar og barnabörn.
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.11.2008 kl. 22:25
Viðar
Mér hefur verið tjáð af mönnum sem þekkja til að dollari vegi þyngra í útflutningi en upp er gefið opinberlega og það er vegna þess að álið er selt í dollurum en gefið upp i evrum vegna þess fer á Evrópumarkað
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.11.2008 kl. 23:11
Mér fannst LÍU vera að segja að þeir vilji taka upp Dollar.
Þeir vilja ekki ganga í ESB þannig að evran er þá ekki option.
Mér fannst þetta athyglisvert í grein hjá Loftur Altice Þorsteinsson
Gjaldeyrissjóðir: hlutfallsleg skipting á gjaldmiðla.
Þetta segir að dollarinn sé hagstæðari en evran. Bandaríkin í raun hvetja aðrar þjóðir til þess að taka upp dollaran því það er þeim í hag. Því er öfugt farið hjá ESB. Ef við viljum evruna þá þurfum að sýna fram á stöðugleika ofl ....
Jón Á Grétarsson, 29.11.2008 kl. 23:16
Sæll Jón: Dollar er ekki bara mynt Bandaríkjanna heldur er hún notuð í heimsverslun eins og við þekkjum vel hér á Fróni. Ál, kol, rafmagn, olía og kaffi er selt í USD. Grafið hans Lofst er mjög gott og segir mikið. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað krónan á lítið í bleiku línuritinu "other" ....
Sú staðhæfing að við séum með mest af viðskiptum við Evrópulöndin segir ekki alla söguna um gjaldmiðlaviðskiptin. Fiskurinn er seldur til Bretlands í pundum og er sala í USD um 20%. Rafmagnið og olían eru stórir póstar og eru hvoru tveggja í dollar í dag. Það er því sennilega minnst áhætta fyrir íslenska hagkerfið að taka upp dollar af þeim gjaldmiðlum sem um er rætt og er þar flotkrónan meðtalin.
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.11.2008 kl. 23:22
Það er merkilegt hvað margir góðir hagfræðingar eru ósammála þér Jón Frímann hvað dollar og evru varðar. Ef þú flettir upp í hagsögu íslands og þar með krónunnar má glöggt sjá að hún hefur alltaf flökkt verulega meira, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, en ERM II gerir ráð fyrir. Eins mega skuldir ríkissins ekki vera yfir 60% af VFL. Hvenær verður það? Ekki má vera halli á fjárlögum umfram 3%. Ég er persónulega ekki að sjá þessum skilyrðum uppfyllt á næstunni.
Árið 2010 verður stór hluti fjölskyldna og fyrirtækja orðin gjaldþrota. Það er því miður ekki um neina langtímalausn að ræða núna. Við verðum að fá skammtímalausn fyrst. En veistu, við getum sennilega mun betur uppfyllt skilyrði ERM II með dollar!!!
Það er ástæða fyrir því að LÍÚ og fleiri samtök krefjast aðgerða strax. Hér verður allt rjúkandi rústir ef við ætlum að þrjóskast við að naga þröskuldinn hjá ESB. Og það vita þessir menn ásamt Geir Haarde - loksins.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:09
Aldreigi þessu vant, hefur þú eitthvað rétt Jón Frímann. Línuritið yfir "hlutfall mynta í gjaldeyrisforða heimsins" sýnir einmitt "hlutfall mynta í gjaldeyrisforða heimsins".
Í gjaldeyrisforða heimsins er 65% Dollar en aðeins 25% í Evrum. Reyndu nú að ná þessu Jón Frímann.
Hlutfall Dollars í heims-viðskiptum og óformlegri Dollara-væðingu er hins vegar hærra !
Óformleg Dollara-væðing hefur ekki bara átt sér stað hérlendis, eins og Eyþór bendir á, heldur um allan heim. Ekki er óalgengt að: 30% - 40% - 50% af öllum peningalegum eignum sé í Dollar. Ef við höldum í krónuna, verður hlutfallið hér ennþá hærra. Fólk mun kjósa Dollar sem gjaldmiðil með seðla-veskinu.
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.11.2008 kl. 00:23
Jón Frímann þú getur kannski beðið til 2017 eftir að stöðuleiki komist á íslenskt efnahagskerfi en það get ég ekki, það getur engin sem ég þekki. Mjö margir af mínum ættmennum töpuðu öllu sínu í þessu hruni og töpuðu öllu sem lagt hafði verið til hliðar fyrir börn þeirra. Mjör margir sem ég þekki eiga ekki mat fyrir börnin sín frá og með 1 des. vegna atvinnuleysis og hárar greiðslubyrgði.
En gott að þú getur beðið í 9 ár og verður ekki gjaldþrota á meðan, það skiptur höfuð máli fyrir samlanda þína ekki satt.
Það að við getum tekið upp dollar í dag gerir úrslitin, hmmm dollar í dag evra eftir 9 ár? to be or not to be that is the question.
A.L.F, 30.11.2008 kl. 00:48
Mér sýnist að þeir sem kommenta hérna séu sammála um að taka upp Dollar ( nema Jón Frímann ). ESB virðist ekki vera raunhæfur kostur næstu árin. En hver veit? Kannski eftir nokkur ár með dollar sem okkar mynt, þá verða heimilin örugg og stabílited komið á efnahaginn þannig að það verði hægt að hugsa um ESB aftur?
Ég hef samt alltaf haft efasemdir um ESB aðild út af aðgengi þeirra að auðlindum okkar. Fiskurinn, rafmagnið, Drekasvæðið...
Jón Á Grétarsson, 30.11.2008 kl. 00:49
Ég hef líka mínar efasemdir um ESB og var ekki að mælast með inngöngu - eingöngu að benda harðgerum evrópusinnum á hana svo þeir geti dregið andann. Ég er alveg fullkomlega sammála því að við eigum að stjórna okkar auðlindum sjálf en ekki láta einhverja aðila í Brussel geta ráðskast með þær. Þetta er sjálfsagt sársaukalaust fyrir þær Evrópuþjóðir sem ekki byggja efnahag sinn upp á fiskveiðum, orku og jafnvel olíu. Enda eru Norðmenn ekki í ESB!! Fyrir hinar er þetta ábyggilega kostur. En við höfum sérstöðu ásamt Noregi. Og ég hreinlega átta mig ekki á því af hverju það vefst fyrir fólki.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.11.2008 kl. 01:07
Ég hugsa að nú væri rétt að senda samninganefnd til Brussel og aðra til USA og sjá hvað menn koma með heim í farteskinu
Flokkarnir ákveði hvað þeir vilja síðan verði kosið, jafnvel í vor eða sumar
þá verða allir ánægðir
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 01:43
Sælir, ég er meira á því að velja það sem þjóðin kýs en flokkarnir, enda hafa þeir ekki valið vel hingað til.
Við Íslendingar erum það sem við erum þrátt fyrir stjórnmálaflokka, þrátt fyrir stjórnmálamenn. (sérstaklega þá íslensku, sem virðast illa gefnastir af öllum á vesturlöndum).
Ef við hefðum fengið að velja um krónu eða annan gjaldmiðil fyrir nokkrum árum, þá hvað. Hver kom í veg fyrir það. Hvaða lýðræði var það sem olli því. Var það hið illa þokkaða flokkslýðræði!
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 02:10
USD er málið vegna vantrúar þeirra sem pípa allan daginn um krónuna. Gjaldmiðill er tiltrú ekkert annað. Þetta er vara sem þarf að selja.Svo við getum öll selt hana þarf að hafa trú á vörunni.
Sleppum því að fleyta krónunni.Semjum við Seðlabanka Bandaríkjana ( Ekki ríkisbanki) og vinnum okkur útúr atvinnuleysinu sem mun fylgja upptöku annars gjaldmiðils en krónunar.
Tori, 30.11.2008 kl. 02:11
Gunnar - Sammála með sendinefndir, ég mundi meira að segja leggja til að Forseti, Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra ásamt aðstoðarmönnum mundu öll fara saman í neyðarferð bæði til Brussel og USA, og helst ekki koma aftur nema hafa lausn í farateskinu. Með hverjum degi sem líður og gjaldeyrismálin eru frosin veikjast fjölskyldur, fyrirtæki og traust á okkur í útlöndum og ég trúi ekki á að leysa flókin utanríkismál á símafundum.
Róbert Viðar Bjarnason, 30.11.2008 kl. 02:35
Sæl og blessuð
Eru allir búnir að gleyma því að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af sjálfstæði þjóða? Íslenska krónan er eitt af því sem hefur gert Ísland svona ríkt. Gjaldmiðillinn OKKAR hefur alltaf séð til þess að Ísland hafi komist í gengum kreppur fyrir OKKUR.
Þegar þjóðir missa gjaldmiðil sinn þá missa þær hann að eilífu. Það er aldrei hægt að fá hann aftur. Aldrei. Þetta verða menn að vita.
Þegar þið hafið engan virkan seðlabanka lengur, enga virka peningastjórn lengur, ekkert stýrivaxtavald, og enga peningaútgáfu þá er Ísland að sönnu orðið efnahagsleg nýlenda aftur. Hin glæsilega efnahagsþróun sem Ísland er þekkt fyrir mun hætta. Þá verður þjóðin ofurseld duttlungum ríkisvaldsins í allri efnahagsstjórnun. Allt fjármálakerfið (taugakerfi atvinnulífsins) mun flytjast á erlendar hendur eins og gerst hefur í dollaravæðingunni til dæmis í ömurleikaríkinu El Salvador. Ungt fólk mun ekki láta bjóða sér svona nýlenduþjóðfélag og flytjast á brott frá Íslandi.
Þegar VIÐ erum búin að missa gjaldmiðilinn til erlendra aðila þá er engin leið til baka fyrir OKKUR. Engin leið.
Til að ná niður verðbólgu eða ÖRVA verðbólgu í verðhjöðnunarvítahring undir stjórn erlends gjaldmiðils þá þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU (fiscal policy only). Þið verðið á Herrans akri með allt hvað varðar monetray policy því þið hafið ENGA.
Til að örva hagvöxt, fjárfestingar og neyslu þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU
Til minnka hagvöxt þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU
Til að hefta neyslu þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU
Til að hefta fjárfestingar þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU
Reynið að geta ykkur til um þær aðgerðir í ríkisfjármálum og ríkisafskiptum sem hefði þurft að viðhafa til til að stoppa það brjálæði sem olli því öngþveiti sem Ísland er núna að glíma við afleiðingarnar af. Þið skuluð heldur ekki byrja að ímynda ykkur að þessi staða hefði ekki komið upp undir mynt annarra. Ef þið eruð ennþá að efast um það þá skuluð þið horfa til Spánar og til Bandaríkjanna og marfalda með mörgum sinnum hærri dýnamík í Íslensku hagkerfi og mörgum sinnum hærri pass through virkni extreanl verðlagsbreytinga á Íslandi: niðurstaðan væri sú sama en viðreisn yðri bara mörgum sinnum erfiðari og myndi jafnvel ekki takast nokkurntíma því þið hefðuð engin vopnin.
Er ekki kominn tími til að snúna aftur til raunveruleikans og hætta ímyndunarveikis kastinu. Er ekki nóg komið?
Þeir sem eru að tala um 10 ára ERM II ferli í því ástandi sem ríkir um allan heim núna eru annaðhvort illa að sér eða vitskertir. ERM ferli myndi rústa íslensku velferðarþjóðfélagi eins og við þekkjum það. Enginn sem skilur og hefur sjálfur upplifað ERM-ferli myndi nokkurntíma leggja svona til fyrir íslenskt þjóðfélag núna. Enginn með fullu viti. Nema ykkur fyndist gaman í 20% atvinnuleysi og félagslegum ömurleika í 10-15 ár, þ.e. í ástandi sem þið sem betur fer eruð alveg cluless um hvernig er að búa við.
Myntsamstarf við raunveruleikann er alltaf best.
Vladimir Lenin sagði -
"besta leiðin til að henda samfélagi eða samfélagsskipan úr stólnum, er að pilla við gjaldeyri þess. Því þá mun manni takast að grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Þá mun manni jafnvel takast að grafa undan trú harðsvíruðustu kapítalista á markaðssamfélagi sínu". Þegar verðgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og þar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án þess að vita af því. Allir verða spekúlantar án þess að vita af því. Og þeir munu alltaf spekúlera á móti markaðinum, á móti þeim sem eiga verðmætin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.
Þið eruð í Lenín hræðslukasti núna, tilbúin að henda öllu fyrir borð fyrir enn sjúss í viðbót. Því miður.
Lenín verðbólga
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 07:40
Framkvæmdastjóri stækkunarferils ESB Olli Rehn hefur fullyrt að Íslendingar geti ekki búist við verulegum tilslökunum í sjávarútvegsmálum en að samningsferlið muni taka í það minnsta 3-4 ár. Sjá hér.
En miðað við skuldastöðu þjóðarinnar tekur í það minnsta 12 ár að fá aðild að Evrópska Seðlabankanum (erl. skuldir mega ekki vera hærri en 60% af þjóðarframleiðslu)
Og í raun margfalt lengri tíma ef Íslendingar þurfa að gefa einu auðlind sína ef marka má viðtalið hér að ofan.
Sigurður Þórðarson, 30.11.2008 kl. 08:44
YUAN Í STAÐ KRÓNUNNAR ER LAUSNIN!
Nútíma hernaður er ekki lengur stundaður með vopnum heldur með peningum eða gjaldmiðlum eins og dollar ($). Í þessu stríði hefur því miður Íslenska krónan þurft að láta undan síga heldur betur síðustu mánuði.
Fjölmiðlar koma mikið við sögu í svona stríði. Það nýjasta í þessum málum er líklega Kínverski gjaldmiðillinn Renmibi (RMB), í daglegu tali nefnt Yuan eða „Kvai“ (alþjóðlega er kínverski gjaldmiðillinn nefndur Yuan (CYN)). Ekki er ólíklegt að kínverski gjaldmiðilinn eigi eftir að taka við af dollarnum í valdabrölti heimsins og væri því ekki ráð fyrir Íslendinga að taka upp Yuan frekar en Evru eða Dollar sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónunnar?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2008 kl. 09:31
Gunnar
En vandamálið er að sjáum ekki hvernig krónan getur virkað í svo opnu hagkerfi. Ekki viljum við þetta ástand reglulega. Staðan er þannig núna að flest öll fyrirtæki landsins eru tæknilega gjaldþrota Greiðslubyrði hefur 2.5 faldast á þremur mánuðum
Sá tími tekur að koma krónunni á flot aftur kemur til með ríða 40% af öllum fyrirtækjum að fullu
Ef við ákveðum að nota krónuna áfram og berjast verður seðlabankinn að haf stýritæki til að hemja erlendu lántökurnar en fyrirtækin eru fjármögnuð 75% í erlendu og þá er fjórfrelsið farið
Eitt er ljóst að lögin um verðbólgumarkmið ganga ekki.
Kannski er best að bíða og sjá hvernig myntsvæðum reiðir af
Það sem ég held komi til með rústa evrunni er sérmerkingar viðkomandi þjóða á henni en þjóðverjar passa á því að eiga bara þýskar evrur. Ítalir losa sig ítalskar evrur og vilja bara eiga þýskar evrur. sonur minn sagði mér þetta en hann er í verkfræðinámi í Þýskalandi.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 10:23
Maður Skilur þetta ekki til hlýtar og held þeir séu margir sem þykjst skilja en skilja ekki og þar eru hagfræðingarnir ekki undanskildir.
Þetta eru mjög flókið en miklilvægt mál
Það er eiginleg til að æra óstöðugan að reyna láta okkur almenning greina þetta en við verðum.
Verst er að ég held að megnið af okkar stjórnmálamönnum botni ekkert í þessu
Þetta eru sérstakir tímar og mög mikilvægt að taka réttar ákvarðanir.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 10:51
Gunnar Rögnvaldsson þarf að minna á að þessi stjórntæki sem hann nefnir hafa alls ekki virkað, með þeim afleiðingum að við sitjum nú nokkurn veginn jafn rækilega í súpunni og unnt er. Krónan veldur óstöðugleika, minnkar hann ekki. Hún hækkar vexti, lækkar þá ekki. Hún eykur viðskiptakostnað, lækkar hann ekki. Um 70% af utanríkisverslun Íslendinga er í evru eða evrutengdum myntum. Að taka upp evru eykur stöðugleika, minnkar sveiflur, stillir okkur betur af miðað við okkar helstu viðskiptalönd, lækkar vexti og viðskiptakostnað, og gefur færi á að afnema verðtryggingu. Þessu eru helstu samtök atvinnulífsins og ASÍ sammála.
Ég held að okkar eina leið í stöðunni sé að sækja með hraði um ESB aðild og óska eftir neyðarundanþágu til að taka upp evru, annað hvort á meðan á samningaferlinu stendur eða um leið og samningum er lokið. Staða okkar á sér engin fordæmi, við erum þegar í EES og hagkerfi okkar er það lítið að það hljóta að vera möguleikar á að fá samþykki aðildarþjóða fyrir undanþágu.
P.S. Varðandi dollarann, þá eru prentvélarnar þar í gangi allan sólarhringinn þessa dagana, og skuld bandaríska ríkissjóðsins er á leiðinni framhjá 11 trilljónum (11 þúsund milljörðum) dollara. Ég má hundur heita ef ekki er mikið verðbólguskeið framundan í Bandaríkjunum. Vandinn er reyndar fyrir hendi í Evrulandi einnig en ekki eins svakalegur og vestanhafs.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.11.2008 kl. 11:29
Það er rétt Gunnar Ásgeir að við viljum ekki sjá verstu fjármálakreppu síðan 1914 á hverum degi. Heimurinn mun varla sjá þetta aftur næstu 100-150 árin. Við munum kanski geta sagt banrabarnabörunum frá þessu ef við erum heppnir, en þau munu einungis stara tómum augum á okkur í skilningsleysi.
En það eru ekki eingöngu fyrirtæki á Íslandi sem eiga erfitt með hækkanir á erlendum lánum. Japanska yenið hefur hækkað um 40% gagnvar evru síðan í júlí og um 46% gagnvart pundi. Á sama tíma og dollar hefur hækkað um 25% gagnvart evru. Er þetta gengisstöðugleikinn sem verið er að lýsa eftir?
Ef þið hefðuð verið með dollar þá væri Ísland komið í fjármagnslega sótthví núna og ástandið væri sennilega enn verra en það er núna. Plús, RÍKIÐ GÆTI EKKI GEFIÐ ÚT SKULDABRÉF því enginn myndi vilja kaupa þau í dollurum og síst af öllu íslendingar sjálfir því vaxta spread þyrfti að vera úr öllu samhengi við raunveruleikann og greiðslugetu ríkisins, því allar credit rating stofnanir myndu álykta að íslenska ríkið væri raunverulega gjaldþrota því það gæti jú ekki fellt gengið og útflutningur berðist því í bökkunum núna með óhagstæðu verðlagi sökum dollarahækkunar. Þið væruð í alþjóðlegri frystistöðvun.
Spánn er statt inni í miðju evrusvæði en það er samt búið að loka á fjármagn til bankageirans þar. Útlán eru þar að mestu hætt, bæði til fyrirtækja og til almennings - þeir eiga enga peninga til að lána út og bankarnir fá ekki fjármögnun. Breska bankakerfið er að miklum hluta til fjármagnað með japönskum lánum í yen svo hægt er að geta sér til hvernig því muni reiða af á næstunni. Það verður auðvitað þjóðnýtt að fullu.
Ég held að þið séuð haldin þeirri hugsanavillu að þið séuð ein í heiminum með þessi vandamál. Og að eitthvað annað en betri hagstjórn og ekki-áhættusækið og ekki-fallvalt bankakerfi rekið af ekki-glæframönnum hefði getað bjargað hruni fjármálakerfisins á Íslandi. Íslensku bankarnir áttu ekki séns, no way, sama hvað myntin heitir.
Ísland er núna að fá topp verð fyrir allar sínar afurðir nema fyrir þá fjármálagerninga sem eru að grafa undan svo mörgu. Ísland er að flytja út allt sem það getur framleitt á topp verði og það selst allt mjög vel. Það eina sem var að á Íslandi var ónýtt og bólugrafið fjármálakerfi sem sprautaði út fjármagni í uppkaup á öll sem skríður í útlandinu og einungis af því að það var í útlandinu og einungis af því að það skreið. Fjármagninu var eytt afskaplega illa. Léleg capital allocation. Sennilega heimsmet. Því uppsker maður eins og maður sáir, eða ekki neitt nema skuldir. Enginn gjaldmiðill getur bjargað svona lélegri capital allocation. Enginn.
En sem betur fer er sjúkur fjármálageirinn kominn á hausinn núna því á hausinn átti hann skilið að fara. Markaðurinn virkaði. Það var fjármálakerfið sem virkaði ekki.
Einusinni kunnu Íslendingar ekkert í sjávarútvegi. En núna kunna þeir hann MJÖG vel. En þetta tók sinn tíma. Eins er þetta með alþjóðlega fjármálastarfsemi. Héldu menn virkilega að þetta væri svona auðvelt? Ef þetta væri svona auðvelt þá væru allir í heiminum ríkir. En svo er ekki. Þetta er mjög harður skóli.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 11:29
Gunnar Rögnvaldsson þarf að minna á að þessi stjórntæki sem hann nefnir hafa alls ekki virkað, með þeim afleiðingum að við sitjum nú nokkurn veginn jafn rækilega í súpunni og unnt er.
Sæll Vilhjálmur. Stjórntækin virka. Alltaf. Það tekur hinsvegar misjafnlega langan tíma. Vinsamlegast ekki fara að ímynda sér að það sé til einhver önnur leið, - þriðja leiðin, fjórða leiðin eða fimmta leiðin. Mörg ríki hafa reynt að stytta sér leið og öllum mistekist það.
En markmiðin munu alltaf nást fyrr ef allir sem eiga þess kosta ynnu ekki stanslaust á móti Seðlabanka Íslands, en það hafa svo sannarlega allir gert sem hafa átt þess kost. Ég leyfi mér að minna á The Impossible trinity. Þetta þurfa allir virkir seðlabankar í heiminum að glíma við, og það þarf að aðstoða þá í að ná markmiðum sínu, en ekki að vinna stanslaust á móti þeim. Allir þurfa að leggjast á eitt og toga saman í sömu átt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 12:07
Afsakið. Hér er rétt slóð:
The Impossible trinity
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 12:10
Þetta hárrét hjá þér nafni
Þetta þarf að hugsa mjög vel og ekki ana út í einhverja vitleysu
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 12:17
Mér líkar hvernig Gísli Kr. hugsar. Ég held að best sé að semja við Norðmenn um upptöku norskrar krónu. Sameiginlegir hagsmunir okkar og þeirra eru svo samtvinnaðir að erfitt er að sjá aðra betri kosti í stöðunni.
Það gæti hins vegar staðið í norðmönnum að koma okkur til hjálpar á þennan veg. Þær fjárhæðir sem talað er um að þurfi okkur til hjálpar, eru það miklar að það gæti orðið erfitt fyrir norðmenn að kyngja þrátt fyrir EES, fiskimið og fyrirsjáanlega olíu. Samt getur maður ekki annað en vonað að þetta gerist því það yrði auðveldast fyrir okkar efnahag að fá þá til hjálpar.
Helgi Jónsson, 30.11.2008 kl. 13:25
Við segjum Evrópusambandinu að við ætlum einliða að taka upp nýjan gjaldmiðil í næstu viku. Dollar ef þeir gefa okkur ekki pólitískt grænt á Evruna. Þeir vita með upptöku USD fjarlægjumst við ESB. Spurning hvort þeir myndu standa áfram á móti einhliða upptöku Evru sem setur alla vega fót milli stafs og hurðar í því að skoða samningamálin?
Siggi Kári sagði Á Sprengisandi í morgun að það væri verið að ræða einhliða gjaldeyrisupptöku innan D. Er þetta rétt og er raunhæft að ætla að flokkurinn standi upp á móti Davíð?
Ég, 30.11.2008 kl. 14:27
Norska krónan er fallin um tæp 30% gagnvart dollar og 35% gagnvart yen síðan í júlí.
Þegar olíuverð nálgast 35-45 dollara innan skamms þá þarf Noregur að hækka stýrivexti hjá sér til að verja norsku króuna og þá mun ekki verða tekið tillit til örvæntandi og gargandi húsnæðiseigenda eða atvinnulífs eins og var heldur ekki gert þegar olía hrundi síðast árið 1998. En þá var forsætisráðherra Noregs lagður inn með taugaáfall eftir árásir á norsku krónuna. Eins þurfu Norðmenn að hækka stýrivexti hjá sér í 50% árið 1982. Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig.
Má bjóða ykkur uppá fleiri nýjar áfengistegundir?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 14:37
Fyrir utan að taka upp Dollar , er nærsta verkefni að endurskoða veru okkar í EES.
Dollar $trax - Burt með EES $trax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.11.2008 kl. 14:45
Einnig við ég minna á að íslenska krónan er einungis fallin um 49% á síðustu 365 dögum gagnvart evru, og það þrátt fyrir að allt íslenska bankakerfið legðist af öllum sínum ofurþunga á hausinn ofaná þessa góðu og sveigjanlegu mynt okkar Íslendinga. Aðeins fáráðlingar kenna myntinni um þetta fall.
En þetta er ívið meira fall en evran hrundi niður um gagnvart dollar á 22 mánuðum árin 200-2001 en þá féll hún um 30% - alveg af sjálfu sér og án tilefnis. Síðan þetta gerðist hefur evran hækkað stjórnlaust aftur og miklu miklu meira en holt er fyrir allan atvinnurekstur á evrusvæðinu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2008 kl. 14:53
Þetta er nóg til að æra óstöðugan. Dollar, evra, króna, norsk eða íslensk. Það er rétt sem kom fram að ofan að dollaraprentun er í gangi allan sólarhringinn og að Kína á nóg til að sökkva USA. Einnig hefur sú hugmynd heyrst að skipta eigi dollaranum út fyrir amero. Evran og pundið eru í falli vegna kreppunnar. Norska krónan er of tengd olíuverði og það mun sennilega halda áfam að falla þangað til efnahagur heimsins styrkist. Hvað er eftir? Viljum við kínverska mynt? Er okkar eigin króna nógu sterk og sveigjanleg til að lifa af?
Ég veit ekkert...
Villi Asgeirsson, 30.11.2008 kl. 15:42
Sæll Eyþór.
Helst til fáir Sjáfstæðismenn standa nú orðið uppréttir og tjá sig um staðfastann vilja til að halda sig utan ESB og/eða að vilja halda krónuni. Væri ekki vert að kynna sér málin og ígrunda kostina sjálfstætt.
Helst til margir álitsgjafar eru farnir að hegða sér eins og sveitahundar, sem hlaupa ákafir á eftir nýjum bílum sem renna í hlað. Það má vart nefna hugmyndir um nýjar leiðir öðruvísi en hundarnir hlaupi í hópum á eftir "björguninni".
Í raun heyrist nánast allt nema að við ættum að vinna okkur út úr þessu með eigin vinnu og dungaði. Látið er eins og öll okkar auðæfi, sem við eigum enn nóg af, séu verðlaus nema með blessun stórhöfðingja í formi ESB, $Bandaríkjadollar, Norskra krónu, Norsks konungs,...
Best dæmið sem ég hef þó heyrt var að við værum eins og El Salvador, sem ég hvet alla til að lesa um hér.og þá sérstaklega kaflan um "Economy".
Mikill tími fer í að hlaupa á eftir síðasta ræðumanni, tími sem etv. væri betur varinn í að lesa sig aðeins til um þær hugmyndir sem fram eru að koma. Reynum að vera sjálfstæð og leyfa ekki öðrum að móta svo skoðanir okkar að við lyftum ekki litla fingri til að mynda okkur skoðanir.
Næstu vikur og mánuðir verða erfið. En það er ekkert sem breytir því, engin pilla, gjaldmiðill, eða ríkjasamband. Tækifæri Íslands liggja ekki í því að finna sér nýjan verndara, já þetta er skoðun sem ég myndaði mér sjálfur, við ættum ekki að horfa til ESB um björgun, eða til $Dollarans. Nýtum okkur þann auð sem við búum við og rísum undir því að vera sjálfstæð þjóð.
Haraldur Baldursson, 30.11.2008 kl. 21:04
Gunnar Rögnvaldsson og Loft í Silfur Egil sem fyrst svo að maður fái einhverja lífsvon aftur og heyri ferskar hugmyndir. Tek fram að ég er óbjargandi krónuaðdáandi sem eru sennilega gamlar leifar af sveitamanninum í mér. Mér var nefnilega kennt að vera engum háður en lika að það er í lagi að bogna en ekki brotna og við erum bara bognir núna langt frá því að vera brotnir ef við gætum bara hætt að eiða allri orkunni í endalaust tuð. Ef að gen erfast er ég ekkert hissa á að við skyldum hafa fundið Ameríku Bjarni og félagar hafa aldrei getað komið sér saman um kúrsinn og hver siglt sína stefnu uns þeir hittu á Ameríku. Það er nefnilega svo yndislegt hér að það eru 330 000 skoðanir á öllu því má aldrei fórna í eitthvað stórvelda samkrull
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.11.2008 kl. 21:23
Blessaður Haraldur. Ég mun seint kyngja ESB pillunni en eins og staðan er nú með krónuna í höftum og skammtakerfi er nauðsynlegt að skoða aðrar lausnir í gjaldmiðlamálum. Engin þeirra er gallalaus en kosturinn við krónuna er að hún er okkar og við getum því stjórnað henni. Vandinn í dag er gríðarlegur og lausnirnar felast ekki í gjaldmiðlamálinu þó það sé stórt. Aðalatriðið er að við séum fær að afla meira en við eyðum og það hefur því miður gleymst á síðustu árum.
Eyþór Laxdal Arnalds, 30.11.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.