Góður fundur - spurningar ræddar

Fundurinn í dag var ekki bara fjölsóttur heldur líka gagnlegur upptaktur fyrir landsfundinn. Báðir fundarmenn náðu vel til fundarmanna, en að Bjarna ólöstuðum verður að segja það eins og það er að Styrmir stal senunni á fundinum. Ekki var síður eftirtektarvert að heyra hvað fundarmenn sjálfir höfðu til málanna að leggja. Margir veltu fyrir sér kostum ESB og vildu jafnframt horfa sérstaklega á gjaldmiðilsmálin en þeim hefur verið ruglað oft saman við ESB.

Minnt var á hvernig Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir sjálfstæði landsins og hvernig alþjóðasamningar á borð við stofnsamning SÞ, NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin gerðu okkur í senn; sjálfstæða þjóð og þáttakanda í samfélagi þjóðanna. Þá rifjuðu menn upp útfærslu landhelginnnar í þorskastríðum og við samningaborð SÞ. Mörgum fannst hætta á að nú væri miklum landvinningum Íslandssögunnar stefnt í voða vegna skammtímavanda.

Það er alveg morgunljóst að landsfundurinn verður bæði áhugaverður og mikilvægur.


mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að sjálfstæðismenn séu samstíga.  Góður punktur hjá þér varðandi rugling á milli gjaldmiðlamálsins og ESB.  Þessi umræða er orðin gigtveik.  Það er búið að rugla í almenningi sem heldur að gjaldmiðillinn sé forsenda aðildaviðræðna.  Miklu stærri mál sem þarf að leysa þar.  En við getum ekki heldur tekið upp gjaldmiðil einhliða si svona.  Eigum ekki pening fyrir því.  Getum ekki skipt út krónum í evrur eða dollara á einu bretti. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvaða umboð á forysta Sjálfstæðisflokksins að fá í Evrópumálum ?

Hér er mitt svar Eyþór:

Að undanförnu hafa samskipti okkar við ESB verið með slíkum ólíkindum, að fáir munu hafa séð fyrir. Samt voru þeir Íslendingar til fyrir 15-20 árum, sem töldu það hið mesta óheillaskref að ganga í faðm þessa vaksandi stórveldis á Evrópuskaga. Margir vöruðu sterklega við nábúð fámennrar þjóðar við risann í austri, sem í 500 ár hafði ásælst auðlindir landsins.

Aðrir sóttu það hart að ganga alla leið og leggja fullveldi þjóðarinnar til hliðar fyrir hugsjónum um Fjórða Ríkið (Das Viertes Reich). Þessa menn var aðallega að finna í þáverandi Alþýðuflokki, en eru nú í sveit Samfylkingar. Þá eins og í dag er þetta fólk tilbúið að leggja arfleið okkar undir skipulag jafnaðar-stefnunnar (Sozialismus / Kommunismus). Niðurstaðan varð aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), 01.janúar 1994.

Þau mistök sem gerð voru 12.janúar 1993, þegar Alþingi samþykkti landráðasamninginn um aðild landsins að EES, verður að leiðrétta. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2009 á að sameinast um að veita forustu flokksins umboð til að segja upp EES-samningnum og gera tvíhliða samning við ESB, um efnahagsmál.

Ef samningur næst við ESB verður að leggja hann undir dóm þjóðarinnar. Ef Alþingismenn hafa nokkurn minnsta áhuga á að endurheimta traust þjóðarinnar, verður Alþingi að taka upp lýðræðisleg vinnubrögð og halda þjóðaratkvæði um efnahags-samning okkar við ESB. Við skulum leggja algerlega til hliðar allar hugmyndir um afsal fullveldis. Leiðum ekki hel-hramm jafnaðar-stefnunnar yfir þjóðina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.1.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Með ESB er háð Rússum um orku höfum við ekkert með innlimun í skrifræði og ráðstjórn ESB að gera.

Nóg er af refunum í Brueselles. Öll erum við með vísdómstennur ekki bara Frakkar.  Stærstu refirnir kallast úlfar og þeir éta sauði.  Efnahagstríð eru komin til með að vera meðan auðlindir eru af skornum skammti: köld eða heit. Það er nú ekki gott fyrir fallandi gengi ESB að Ísland afneitar því. Ég er alveg  fullviss að við höfum betra tak á beaurok-rötunum ef við skerum á efnahagstengslin við þá og dreifum alþjóðaviðskiptaáhættu jafnt á alþjóða samfélagið almennt.

Júlíus Björnsson, 5.1.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er bara ánægður með Styrmi þessa dagana.

Víðir Benediktsson, 5.1.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Orð eru til als fyrst/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2009 kl. 00:01

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bjarni nokkur Ármannsson dregur þá ályktun í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, að fyrst hann og allir hinir samverkamennirnir hafi ekki hlúð nógu vel að krónunni, sé ekki hægt að halda henni stöðugri. Gott til að vita að hann hefur ekki týnt öllu enn. Tiltrú hans á sjálfum sér hefur greinilega ekki borið mikinn skaða fyrst hann trúir að ef honum er þetta ekki kleift, þá geti enginn gert það.
Við erum ansi heppinn að Bjarni skuli kominn heim að bjarga okkur. Takk !
Öllu jarðtengdari er þó Víglundur Þorsteinsson í Bréfi sínu til Þorsteins Pálssonar.
Víglundur bendir þar m.a. á að ESB umræðan sé að flækjast fyrir og skipti ekki máli núna.
Ekki ómerkari ESB sinni en Egill Helgason sér meira að segja að sér og leggur til í grein sinni "Púðrinu eytt í ESB" að etv. sé tími til kominn að snúa sér að raunverulegum vanda landsins í stað þess að eyða tímanum i ESB umræðuna.

Getur það virkilega verið að hugir landsmanna séu að glöggvast fyrir því að ESB er ekki gagnleg umræða (að sinni amk).

Haraldur Baldursson, 6.1.2009 kl. 00:53

7 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Nefndi Styrmir ekki stórsigra flokksins í einkavæðingarmálum?

Jón Ragnar Björnsson, 6.1.2009 kl. 00:55

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Styrmir er flottastur.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 01:01

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Eyþór

Ég tek hatt minn ofan fyrir Styrmi Gunnarssyni!

Kveðjur

PS: ég hef horft á bláa sokka með gulum stjörnum á fótum utanríkisráðherra Danmerkur, það var nú ekki beint glæsileg sjón. Táfýla gömlu fata nýja keisarans í Evrópu var svo sterk að hún náði í gegnum sjónvarpsskerminn í beinni og alla leið inn í stofu. Þessar stjörnur eru fölnaðar verulega núna því það hljóp sterkur sveppagróður í allt djásnið. Lyfjameðferð hefur ekki skilað árangri.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2009 kl. 01:01

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Höfum í huga að þessi umræða er ekki í tómarúmi séð frá ESB.
Skoðið þessa grein sem Gunnar Rögnvaldsson birtir á heimasíðu sinni um auglýsingakostnað ESB, sem er hærri upphæð en Coca Cola eyðir á heimsvísu.
Ég vill taka það skýrt fram frá mínu sjónarhorni að ég tel með öllu útilokað að nokkur maður á Íslandi fái staka krónu, nei sorry staka Evru, frá ESB til kynningar og ALLS EKKI menn eins og Eiríkur Bergmann, sem eru hreinir hugsjónamenn. Hann myndi ALDREI þiggja neitt. Auk þess er ESB svo mikið hugsjónabandalag að það myndi aldrei greiða mönnum fyrir svoleiðis kynningar. Auðvitað kemur fyrir að ég hafi rangt fyrir mér...en ALLS EKKI um þetta !
Dettur annars einhverjum í hug að ESB sitji á hækjum sér og láti þessa umræðu á Íslandi afskiptalausa ?

Haraldur Baldursson, 6.1.2009 kl. 13:51

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er talsverð synd að þið hafið ekki um þarfari hluti að ræða heldur en ESB eða ekki ESB. Efnahagsstefna ykkar hefur leitt óheyrilega skuldasöfnun og hrun atvinnuveganna yfir þjóðina. Væri ekki nær að reyna að nota einhvern tíma í að endurskoða hana? Þetta er soldið eins og ef Rússar hefðu ætlað að setjast niður og ræða hvort þeir ættu að ganga í NATO eftir hrun efnahags þeirra 1991. Óháð því hvað við gerum seinna varðandi ESB eru brýnni mál að fást við hér og nú.

Héðinn Björnsson, 6.1.2009 kl. 14:07

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi minn

Berjumst sjálf og komum okkur frá þessum erfiðleikum án ESB. Höldum réttindum okkar sem sjálfstæð þjóð.

Færeyingar og Grænlendingar berjast fyrir auknum réttindum á meðan sumir hér vilja í eina sæng með ESB. Frændur okkar eru skynsamari en við.

Áfram Ísland

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband