7.1.2009 | 11:09
72,31% þeirra sem taka afstöðu vilja einhliða upptöku - mun færri vilja ganga í ESB
Þessi könnun er merkileg þegar svör við aðal spurningunni er skoðuð:
Meirihluti hefur gert upp hug sinn og eru 56,4% fylgjandi einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Eingöngu 21,6% eru andvíg því að tekin sé upp önnur mynt einhliða. Þá eru 22% hvorki andvíg né fylgjandi.
Ef horft er til þeirra sem taka beina afstöðu er niðurstaðan sú að rúm 72% vilja einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Þá er rétt að bera þetta saman við aðra könnun Gallup sem unnin var fyrir Samtök Iðnaðarins skömmu fyrir áramót. Þar kemur fram að 42,9% vilja ganga í ESB eða minna en helmingur þjóðarinnar.
Með öðrum orðum:
Um þriðjungi fleiri vilja taka upp annan gjaldmiðil einhliða en vilja ganga í ESB.
Þetta er staðan þrátt fyrir mjög stífan málflutning fjölmiðla og stjórnmálaflokka um annað.
Langflestir þeirra sem vilja skipta velja evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Þetta er athyglisvert. Það sem vantaði í þessa könnun var sú staðreynd að ekki er hægt að taka upp evru á næstu sex mánuðum miðað við nýjustu fréttir. Það verður að bæta í dollaraumræðuna og upplýsa fólk hvað felst í því að taka upp dollar. Ef það verður gert fáum við trúlega aðra niðurstöðu næst. Þ.e.a.s. þegar fólki verður ljóst að hægt er að taka upp dollar á örskömmum tíma en tekur mörg ár að taka upp evruna hjá Þvergirðingsbandalaginu.
Víðir Benediktsson, 7.1.2009 kl. 11:44
Fréttin stennst ekki. Sjá hér.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 12:13
Þetta hlýtur að vera ritvilla. Það hlýtur að hafa átt að standa 6-10 ár. Það er sá tími sem
a) það mun taka að ganga í Evrópusambandið
b) fara í gegnum ERM ferli
c) og að bíða eftir að röðin komi að Íslandi
Nema að þeir sem gerðu skoðanankönnunina séu einungis að leika sér.
En á sama tíma þá kemur þekktur danskur hagræðingur með eftirfarandi niðurstöu í nýrri skýrslu
Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU
Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku. Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.
Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum
Lesa meira hér: Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2009 kl. 12:32
Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart. Eftir því sem fólk hugsar málið betur, þeim mun skýrara verður fyrir fólki mikilvægi þess, að vanþróað hagkerfi eins og Ísland hafi fastan gjaldmiðil. Flotkróna er ávísun á efnahagslegt hrun !
Tvær leiðir eru til að taka upp fast gengi. Annars vegar full Dollaravæðing, eða útgáfa nýs innlends gjaldmiðils, sem nýtur baktryggingar í US Dollar. Þessu fyrirkomulagi er stjórnað af Myntráði Íslands. Seðlabankann er hægt að leggja niður, en ýmis verkefni hans færð til annara stofnana.
Ég vil vekja athygli á umfjöllun Morgunblaðsins í dag um peningamálin. Þar er nær engin umfjöllun um Myntráð og það litla sem þar segir, er rangt. Hvað veldur svona aumkunarverðri umfjöllun ? Ég bíð skýringa frá Morgunblaðinu.
Frekari umfjöllun: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/ (skoðið einnig aðrar síðustu bloggfærslur mínar)
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.1.2009 kl. 12:57
Ánægjulegt að sjá að ESB aðild er komið í minnihluta stuðning að nýju.
Haraldur Baldursson, 7.1.2009 kl. 13:14
Það er ekki nóg að VILJA. Dæmið þarf að geta gengið upp, en gerir það tæplega. Að fara út í slíkar æfingar í miðri kreppu væri pólitískt glapræði. Er ekki nóg að bankakerfið hrundi? Þarf að bjóða heim hættunni á öðrum skelli?
Ég VIL meira sólskin, minni rigningu, aukin hlýindi ...
Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 13:15
það er ákaflega leiðandi spurt - niðurstaða því eftir því
Einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ef td ger í dag þíðir að frysting skulda miðaðist við td skráningu Evru í dag, við þurfum fyrst að ná styrkingu krónu áður en lengra er haldið -
Jón Snæbjörnsson, 7.1.2009 kl. 13:22
Jón Snæbjörnsson er á villigötum varðandi gjaldmiðilinn, eins og margir eru eðlilega.
Til að taka í notkun sterkan innlendan gjaldmiðil undir Myntráði, þarf ekki að styrkja gömlu Krónuna. Raunar má Krónan vera í gangi ásamt Seðlabankanum, þótt komið verði á fót Myntráði.
Gengi innlenda gjaldmiðilsins, til dæmis Íslendsks Dollar (ISD) þarf einungis að festa gagnvart US Dollar (USD). Gamla Krónan getur verið fljótandi áfram, ef ekki má leggja niður Seðlabankann.
Skuldir Ríkissjóðs hafa ekkert með Myntráð að gera. Það borgar ekki skuldir fyrir neinn, hvorki óreiðumenn né aðra. Verkefni þess er einungis að halda gjaldmiðlinum föstum og stöðugum gagnvart stoð-myntinni (anchor currency). Það viðfangsefni getur Myntráðið leyst af hendi 100%.
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.1.2009 kl. 16:10
Sjálfskipaðir og tilkvaddir fótgönguliðar LÍÚ og gjafakvóta-aðalsins fara nú hamförum í bull og hræðsluáróðri sínum um ESB. Það dugir þeim að óttast að til sé fjarlægur möguleiki að hruggað verði við gjafakvótanum þeirra til að gera allt vitlaust með hræðslu og skrökáróðri - og þá hrökkva margir til baka þar sem fólk veit ekki nóg til að sjá í gegnum tröllaskapinn.
Ég skora þó á alla að hugleiða það að nær allar sjálfstæðar og fullvalda lýðræðisþjóðir Evrópu eru í ESB en nær allar þjóðir sem voru með okkur í EFTA hafa yfirgefið EFTA þar sem við sitjum nær ein eftir.
Einnig að ESB kæmist aldrei upp með að sölsa undir sig auðlindir þjóða og hefur aldrei reynt það.
Allt sem ESB skiptir sér að í náttúru Evrópu er aðeins til að varðveita hana svo hún gefa komandi kynslóðum áfram það sem hún hefur gefið okkur - og það á líka við um fiskveiðarnar. Engin þjóð ESB hefur misst sína veiðihlutdeild í hinum mismunandi rannsóknahólfum ICES og tilgangur fiskveiðistefnunnar er aðeins og eingöngu að varðveita fiskistofna (sem ekki virða lögsögumörk) á sameiginlegum veiðisvæðum. Allir krókar og lykkjur á þeirri útfærslu eru til að skapa sem mesta sátt um verndina svo hægt sé að vinna áfram að henni og gera hana mögulega. Það var fyrst 1906 sem menn sáu að setja þryfti sameiginlegar veiðireglur á Norðursjó. - „Vernd“- er hinsvegar hugtak sem LÍÚ á Íslandi hefur óbærilegt ofnæmi fyrir - það má þó ekki verða böl þessarar þjóðar að LÍÚ þolir ekki hugtakið „vernd“ og hindra þjóðina um að ganga til liðs við aðrar sjálfstæðar og fullvalda lýðræðisþjóðir Evrópu, í hinu efnahagslega varnarbandalagi sem ESB er. - VIð verðum að gera það núna.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 16:13
Skrítið með alla ESB-andstæðingana sem ekki vilja fyrir nokkurn mun láta á það reyna hvað og hve hratt við fengjum í samningum hjá ESB. Menn verða að draga réttar ályktanir slíkum viðbrögðu þ.e. við svo heiftúðuga andstöðu gegn því að ræða við ESB. - Það fólk sem þannig berst veit örugglega uppá sig tröllaskapinn og veit að hann dagar uppi um leið og sæist til sólar.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 16:24
Ef mér skjátlast ekki þá er Helgi Jóhann búinn að ákveða að við skulum ganga í ESB. Getur hann ekki skilið að aðrir eru búnir að taka þá ákvörðun fyrir sig, að innganga í ESB sé ekki viturleg né æskileg ? Hvers vegna að ganga til kosninga sem við vitum hvernig mun fara ? Þjóðin mun örugglega hafna inngöngu.
Er ekki nær að ræða um fullveldi þjóðarinnar, hvernig það verður varið og eflt ? Er ekki ráð að taka upp viðræður við ESB um uppsögn á EES-samningnum ? Þar er á ferðinni mál sem meirihluti þjóðarinnar getur sameinast um. Landráðasamningnum frá 1993 þarf að segja upp og taka upp viðræður um tví-hliða samning. Þannig stöndum við í fæturna sem sjálfstæðir menn. Hefur Samfylkingar-fólk ekki skilning á því ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.1.2009 kl. 17:14
Bretar eru búnir að tapa 77% af sínum veiðiheimildum til annarra ESB Þjóða, mest til Spánverja. Nú bíða Skotar og Englendingar í ofvæni eftir að Ísland gangi í ESB svo þeir geti hafið fiskveiðar hér að nýju.
Víðir Benediktsson, 7.1.2009 kl. 18:24
Hallur Hallsson skrifar mjög áhugaverða grein um málefni Nýfundnalands á amx.is í dag. Þetta er lesning sem ætti að vera okkur öllum holl.
Geta Íslendingar lært af reynslu Nýfundnalands?
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2009 kl. 19:28
Haraldur Hansson hefur rétt fyrir sér.
Það er alger óþarfi að fara úr einu gjaldþrotinu í annað, og það vel að merkja á inniskóm Samfylkingarinnar.
Það er kominn tími til að fara úr sloppnum, henda tómu mygluðu pizzubökkunum út í ruslatunnu og draga gluggatjöldin frá. Einnig er hægt að selja allt glerið, ef menn þá ennþá kunna eitthvað annað en að veifa með loftpappírum og vafningum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2009 kl. 19:36
Varla að eg geti trúað þessu. Var fólkinu sagt að einhliða upptaka evru væri bara tóm steypa sem engum með fullu viti dytti í hug að framkvæma ? Efa það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2009 kl. 20:27
"Bretar eru búnir að tapa 77% af sínum veiðiheimildum til annarra ESB Þjóða, mest til Spánverja"
Og er það esb að kenna ? Og ef svo: Source ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2009 kl. 20:28
Helgi Jóhann, af hverju erum við andstæðingar aðildar Íslands í ESB kallaðir einhverjir fótgönguliðar gjafakvótakerfisins.
Ætlar ekki ESB að taka sér til fyrirmyndar við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar fiskveiðstjórnunarkerfi Íslendinga ??
Eigum við ekki að bíða aðeins og sjá til hvernig ESB löndunum reiðir af í efnahagskreppunni. Mér skilst að aldan sé að skella á ströndum Evrópu um þessar mundir.
Þar fyrir utan man ég ekki betur en að við síðustu könnun sem gerð var um spillingu, þá lenti Ísland í 6 efsta sæti (lesist 6 minnsta spilling). 3 ESB lönd voru ofar okkur, öll hin langtum neðar. Hefur þú einhverja skýringu á því ?? Var kannski þessi alþjóðlega könnun svona g ??erspillt
Sigurður Sigurðsson, 7.1.2009 kl. 20:33
Þegar betur er að gáð Jón Frímann kemur í ljós að talan sem ég nefndi er ekki rétt. Hún á að vera 83% Eins og þú ert snjall að ná í krækjur ættir ekki að vera í vandræðum með að finna þetta.
Víðir Benediktsson, 7.1.2009 kl. 22:21
Víðir, Bretar hafa engum hlutfallselgum veiðirétti tapað þar sem þeir höfðu hefð fyrir veiðum, því allir kvótar ESB eru ríkja-kvótar og er úthlutað til ríkjanna eftir hefðarrétti miðað við t.t. ár úr rannsóknahólfum ICES.
Það að kvótar eru ríkja-kvótar hefur gríðlega mikla lögfræðilega þýðingu þ.e. að hvert ríki má gera löglegar ráðstafanir til að kvótarnir séu í reynd kvótar þess ríkis en ekki annarra, þ.e koma í veg fyrir kvótahopp og flutning kvóta milli ríkjanna.
Bretar töpuðu í reynd tvöfalt með sinni eigin stefnu í þorskastríðunum. Þeir börðust fyrir hefðarrétti en gegn lögsögurétti. Þeir fengu sitt fram í ESB en þar sem þeir töpuðu á heimsvísu voru þeir reknir frá Noregi, Ameríku og Íslandi, en að hefðarréttar-kröfu Breta sjálfra sem þeir börðust fyrir fengu þáverandi ESB-ríkin ásamt Spáni og Portúgl veiðiheimildir í Bresku lögsögunni eins og þeir áttu hefð til
Bretar fengu sitt fram á röngum stað þ.e. í sinni eigin lögsögu en gátu ekki annað þar sem þeir áttu á sama tíma í stríði við Ísland um þá kröfu sína, bretar heimtuðu að hefðarreglan en lögsögureglan viki. - Svo Bretar geta ekkert vorkennt sér.
Í dag hinsvegar á enginn hefðarrétt til veiða við Ísland nema Íslendingar - og ríkja-kvótareglan stjórnar því að enginn getur flutt kvóta frás okkur annað.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 00:12
Smá klúður með texta. Semsagt punkturinn er sá að Bretar hafa engum hlutfallselgum veiðirétti tapað þar sem þeir höfðu hefð fyrir veiðum, því allir kvótar ESB eru ríkja-kvótar og er úthlutað til ríkjanna eftir hefðarrétti miðað við t.t. ár úr rannsóknahólfum ICES, og reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.
Hvert ríki má gera löglegar ráðstafanir til að kvótarnir séu í reynd kvótar þess ríkis sem fær kvótann en ekki annarra, þ.e koma í veg fyrir kvótahopp og flutning kvóta milli ríkjanna.
Bretar töpuðu í reynd tvöfalt með sinni eigin stefnu í þorskastríðunum geng okkur. Bretar börðust í þorskastríðunum fyrir hefðarrétti en gegn lögsögurétti. Bretar fengu sitt fram í ESB en voru þeir reknir frá Noregi, Ameríku og Íslandi. Vegna eigin kröfu Breta sjálfra um hefðarregluna þ.e. hefðarréttar-kröfu Breta sjálfra þá fengu öll þáverandi ESB-ríkin ásamt svo Spáni og Portúgl veiðiheimildir í Bresku lögsögunni eins og hvert ríki átti þá hefð til.
Bretar fengu sitt fram á röngum stað, þ.e. í sinni eigin lögsögu þar sem þeir áttu á sama tíma í stríði við Ísland um þá kröfu sína. Bretar heimtuðu að hefðarreglan giltiu en beittu freigátum og fallbyssum gegn lögsögureglunni við Ísland. - Svo Bretar geta ekkert vorkennt sér þegar þeir fengu sott fram heima hjá sér með þeim afleiðingum að aðrir veiða meira í þvi svæði sem annars tilheyrði þeirra lögsögu en Bretar sjálfir - þeir heimtuðu það og beittu her til að fá það fram.
Í dag hinsvegar á enginn hefðarrétt til veiða við Ísland nema Íslendingar - og ríkja-kvótareglan stjórnar því að enginn getur flutt kvóta frás okkur annað.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 00:24
Talandi um hefðarrétt Þá hafa íslendingar minnstan hefðarrétt til íslandsmiða en það hafa nágrannar okkar sem hafa veitt hér í árhundruði
Það eru ekki nema 30 ár síðan við rákum af miðum okkar aðra fiskimenn og þurfti við að beita vopnum og hernaði, en nú á að sannfæra okkur um að þetta sé ekkert mál
Því miður er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja þankagang ESB sinna og það hryggir mig óskaplega í eins mikilvægu máli
Innganga Ísland í ESB yrði stærsta slys Íslandssögunnar sem við myndum aldrei fyrirgefa okkur. Bankahrunið núna yrði hlægilegur barnaleikur í samanburði
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 01:28
„Hefðaréttur“ réð úthlutun okkar eigin kvóta til skipa. Sama gilti hjá ESB og í báðum tilviku merkti það mjög stutt nýliðið tímabil. - ESB byggir á stífum hugsjónum um almennar reglur og janræði og því myndi ekkert annað gilda um okkur, þeir sjálfur geta ekki brtið sín eigin grunnprinsip ef við pössum að benda á þau.
Það yrði því miðað við mjög stutt tímabil 1-3 ár fyrir mjög suttu þ.e. 1-5 árum fyrir samningana. - Það er hefðin í þessum efnum.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 04:04
Gunnar, þið verðið að leggja á ykkur að kynna ykkur ESB, ekki síst ákvörðunartökuferla og stofnanastrúktúr, og góð byrjun er að leggja vænisýkina til hliðar og leyfa sér að reikna með að skynsemi, meining og góður tilgangur liggi að baki, - að skráður tilgangur og markmið laga og regla sé sannur. - Að öll Evrópa síðan 1957 sé ekki bara heimsk og með ill áform sem öll snúist um að véla litla ísland, - að menn hafi í það minnsta stundum haft æðra markmið en það og betra við tíma sinn að gera.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 04:11
Ég rek fyrirtæki þar sem starfa 8 manns 1 starf fer í að fylla út skýrslur sem ekkert er gert með eingöngu til að þóknast ESB í gegnum EES samninginn en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er EES 16% af reglugerðarflóðinu sem er í ESB.
Þetta bull veit bara á eitt, DAUÐA
Sennilegast er það Dauðastríð að hefjast. Við skulum vona að það endi ekki með styrjöld en gasleysið núna gæti kveikt neistann
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 11:34
Ps
Ef ég fylli ekki út skýrslurnar missi ég starfsleyfið fyrir reksturinn
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.