11.1.2009 | 20:13
ESB sem lausn
Ef ESB væri allra meina bót þyrftum við ekki að hugsa okkur frekar um. Nú þegar hér eru háir stýrivextir og mikil verðbólga þætti okkur flestum betra að vera með lágvaxtamynt og lága verðbólgu. Gjaldmiðilsmálið er því ofarlega í huga. Kostirnir eru þrír; Krónan, erlend mynt eða að ganga í myntbandalagið um Evruna. Innganga í ESB virðist mörgum besta leiðin til að fá erlenda mynt, en 2 spurningar eru samt stórar:
a) Hvað kostar innganga okkur Íslendinga?
b) Hvenær fengjum við Evruna í ESB?
Fréttin hér að ofan fjallar um einn stóran annmarka á inngöngu fyrir Íslendinga sem nú þurfa sjávarútveginn sem aldrei fyrr.
Seinni spurningin er áleitin þegar litið er til viðvarandi sveiflna í íslenskum þjóðarbúskap, en miðað við söguna hefðum við aldrei uppfyllt Maastricht skilyrði EMU. Eitt "scenario" væri því innganga í ESB en áfram með krónuna. Ekki er víst að það þætti spennandi staða.
Fleiri atriði til lengri og skemmri tíma þarf að skoða í kjölinn og vona ég að það verði gert rækilega nú á næstu vikumEinhliða upptaka erlendra myntar hlýtur að vera skoðuð fordómalaust.
ESB myndi stjórna hafsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Sæll Eyþór. Ég sé ekki annað, en annmarkar á að gerast aðilar ESB séu dag frá degi, að aukast ef eitthvað er. -Ég ætla rétt að vona það, að Sjálfstæðisflokkurinn beri gæfu til þess á landsfundinum seinna í mánuðinum, að hafna alfarið ESB.
Þorkell Sigurjónsson, 11.1.2009 kl. 20:38
Heyr Þorkell!
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 21:02
Heyr Þorkell!
Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 21:29
Förum í að semja við nýjan forseta Bandaríkjanna um að verja okkar banka og tökum upp Dollar semjum um fiskafurðir okkar við Kína Rússland Bandaríkin sköpum okkur stöðu gagnvart Evrópu þannig að þeir sækist eftir okkur í EB vegna fisksins því þeir geta illa verið á þess sjávarfangs sem við öflum og seljum
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2009 kl. 21:52
Eins og félagar þínir Bjarni Benidiktsson og Styrmir Gunnarsson bentu á í fyrirsögn frægrar greinar þá er ESB „nýr grunnur að byggja á“ en hvorki lausn eða töfralausn.
Við getum valið að byggja upp að nýju í farvegi hamfaraflóðsins og bara vonað að langt sé í næsta hamfaraflóð eða við getum byggt upp að nýju á bakkanum til hliðar á öruggari stað í meira skjóli og á traustari grunni þ.e. með aild að ESB, efnahagslegu varnarbandalgi fullvalda og sjálfstæðra lýðræðisþjóða Evrópu.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 22:00
Þorkell, menn sem þora ekki að leyfa okkur að vita hvað kæmi útúr samningum sturta nú yfir okkur allskyns rakalausum og heimatilbúnum hræðslu-áróðri - augljóslega telja einhverjir mikla fjárhagslega hagsmuni af því að við komumst aldrei að því hvað ESB er og hvað okkur biðist þar.
Menn ættu að drag af því réttar álykanir að barist skuli gegn því að við komust að því hvað er í boði með því að ala á tilhæfulausri hræðslu og ímyndunum. Menn þurfa ekki annað en að líta til þeirra þjóða sem þarna eru fyrir til að vita hve ósannur hræðssluáróðurinn er.
- Á sama tíma sitjum við ein eftir í EFTA - allir hafa yfirgefið okkur, þar á meðal Bretar sem stofnuðu EFTA, en enginn hefur sýnt því áhuga að ganga úr ESB - hversvegna skyldi það vera?
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 22:08
Helgi við megum ekki gleyma því að sjávarútvegur skiptir Íslendinga miklu máli.
Ráðstefnan var mjög fróðleg
Sigurður Þórðarson, 11.1.2009 kl. 22:16
Af hverju ætti verðbólga að minka við að taka mynt annarra landa í notkun? Því miður þá hangir þessi röksemdafærsla ekki saman því annars hefðu ekki allir seðlabankar í heiminum verið að berjast við verðbólgu undanfarin 2 ár.
Verðbólga fer eftir því hvað er að gerast í heiminum og svo innanlands í sjálfu hagkerfinu. Það et til dæmis mun erfiðara að búa til mikla eftirspurnar- og spákaupmennsku verðbólgu á elliheimilum, því neysla og fjárfestingar hinna góðu eldri borgara okkar hefur þegar farið fram, þ.e hún fór fram á ungdómsárum þeirra.
En það er mun auðveldara að búa til verðbólgu þar sem er mikið af ungu fólki, eins og til dæmis á Íslandi, því það er neysla og fjárfestingar ungs fólks - og ungrar þjóðar í ungu samfélagi - sem knýr að miklum hluta hjólin í samfélaginu. Þó svo að Íslendingar taki í notkun mynt elliheimilis Evrópu, Evrópusambandsins, þá þýðir það samt ekki að menn verði sjálfkrafa gamlir við það eitt og hætti því að neyta og framkvæma í landi sínu. Það þarf miklu meira til þess að lemja öfluga eftirspurn ungs fólks niður heldur en eina nýja mynt frá hinu stóra elliheimili hér í Evrópu. En þá yrði eina leiðin til þess að ná niður verðbólgunni að hamra ríkisafskiptum og aðgerðum fjárlaga í hausinn á Íslendingum til þess að stoppa þessa framkvæmdagleði og neyslu. Og þá yrðu nú Íslendingar fyrst reiðir. Ríkið hér og ríkið þar, með puttana allstaðar og alltaf að setja upp illa gaddavíra út um allt í hagkerfinu. Því öngvir eru þá stýrivextirnir til ykkar eigin umráða.
En nú er þetta að verða þveröfugt. Núna er hræðslan við verðhjöðnun að verða svo mikil að hagfræðimenn í Ameríku eru farnir að tala um að koma þyrfti upp verðbólgutakmarki í Bandaríkjunum - þ.e. að reynt verði að stuðla að því að verðbólgan hætti ekki að bólgna út og snúist ekki uppí andhverfu sína, sem er hin hræðilegu verðhjöðnun, þar sem allt verður að engu og neysla og fjárfestingar stöðvast.
Nú geta Íslendingar glatt sig yfir að eiga 18 stór skot eftir í byssu Seðlabanka Íslands og sem verða notuð af krafti og eldingu til að sparka hagvexti og atvinnu í gang Á ÍSLANDI! Allir hinir með erlendu myntirnar sínar eru nú þegar orðnir vopnalausir því vextir geta ekki orðið lægri en núll.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2009 kl. 22:24
Sæll Sigurður
Eftir sjónarhornum mál velja hvort við ættum að segja „sem betur fer“ eða „því miður“ en þá breytist miklu minna en menn láta með aðild að fiskveiðistefnu ESB, - reyndar breyttist sára lítið í raun jafnvel þó við gengjum orðalaust beint inn í hana. - Það er ekki eins og hún sé einhver meinvættur - þetta er verndarstefna sem hver þjóð má hafa strangri kjósi hún það - og þeim hefur gengið álíka og okkur að viðhalda fiskistofnum þó þeir hafi verið reknir heim með sína flota en við rekið af okkar miðum.
- Fiskveiðistefnan er bara stofnuð til að viðhalda og vernda fiskistofna sem margar þjóðir veiddu úr, en til að ná sátt um hana eru settar upp reglur um hlutfallslegan stöðugleika og fleira - sem engin þjóð hefur óskað eftir að breyta. - Eftir sem áður færum við með eftirlit og rannsóknir á okkar hafsvæði sem ríkja-kvótinn myndi byggja á og við myndum úthluta kvóta áfram til okkar þegna eftir okkar reglum - og þar sem kvótar ESB eru ríkjakvótar má ríki gera nauðsynlegar ráðstafanir til að kvótinn sé í reynd ríkjakvóti og fari ekki til þegna annars ríkis.
Þetta er eins og spurningin um hvort þú þorir að treysta því að afar litlar líkur eru á að elding slái þig dauðan á leið til vinnu á morgun, ...eða kjósir að vera bara heima til öryggis.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 22:37
Verðbólga er breyting á verðmæti peninga/myntar.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 22:38
Helgi vill verða fátækur Evrópumaður. Hann vill gefa gullforða Íslands til Brussel. Ja hérna! Fyrir einn túkall með gati. Ótrúlegt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2009 kl. 22:41
eða
Fréttin hér að ofan fjallar um einn stóran kost á innlimun fyrir ESB risanna sem nú þurfa sjávarútveginn og aðrar auðlindir sem aldrei fyrr.
en enginn hefur sýnt því áhuga að ganga úr ESB - hversvegna skyldi það vera?
Þökkum 4.valdinu, markaðssetningar aðilum ESB og þeirra tækisfærissinnum hér á landi ásamt erlendu fjárfestunum.
ESB er fullkomnun ESS: lágkúru regluverksins sem er að rústa þjóðinni. Hið gamla klassíska Danska var fínt og það hefði átt að upp færa, en ekki taka upp samsuðu úr hagsmunum þjóðahafs ESB og þeirra látekju þarfa.
Við höfum ekki sömu fjölgunar vandamál og aðrar þjóðir svo sem Danir höfðu á sínum tíma en leystu á sínum forsemdum á sinni greind. Við höfum auðlindirnar; fæðu og orku sem alltaf hafa verið grunn forsendur stöðugleika í öllum löndum. Jöfnun lífskjara festir hann í þessi. Netið gerir það að verkum að það er hægt að selja til neytenda alls heimsins, í smá einingum, allan fisk og kjöt á toppverði.
Við erum ekki Guð og getum ekki bjargað öllum heiminum.
Júlíus Björnsson, 11.1.2009 kl. 22:42
Hér sést í svari Gunnars R til mín málflutningur helstu ESB-andstæðinga í hnotskurn .
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 22:55
Það eru nokkur ríki sem hafa sýnt því mikinn áhuga á að ganga úr ESB eða að minnka samruna sinn við ESB. Til dæmis nú síðast í gær voru það 64% Breta sem vilja minnka samrunnann Bretlands við ESB og henda út löggjafarvaldi Brussel yfir Bretlandi. Danir eru að veðra verulega kaldrifjaðir gegn ESB og hafa aldrei í sögunni verið eins neikvætt innstilltir til ESB eins og núna.
Finnar gengu í ESB vegna þess að Rússland hrundi ofan á þá og þeir hefðu gengið í hvað sem var til að forða sér burtu frá þessu gjaldþrota miðstýringarveldi geðbilaðra embættismanna í Kreml.
Búlgaría var gjaldþorta eftir kommúnisma
Eistland var gjaldþorta eftir kommúnisma
Lettland var gjaldþorta eftir kommúnisma
Litháen var gjaldþorta eftir kommúnisma
Pólland var gjaldþorta eftir kommúnisma
Úngverjaland var gjaldþorta eftir kommúnisma
Rúmenína var gjaldþorta eftir kommúnisma
Slóvakía var gjaldþorta eftir kommúnisma
Slóvenía var gjaldþorta eftir kommúnisma
Tékkland var gjaldþorta eftir kommúnisma
Allt gjaldþrota ríki sem gengi í ESB til að flýta sér brut frá Kreml. Hvað annað, hefðu þau átt að ganga í Rússland aftur?
Svíþjóð var hrædd árið 1993 og sér alltaf eftir því að hafa gengið í ESB
Hvað er svo eftir. Jú þau lönd sem voru fyrir í EB og geta ekki sagt sig úr ESB nema með hervaldi.
En núna eru P.I.G.S. löndin næstum að gefa upp öndina, svo mikið hefur ESB veran hjálpað þeim. En P.I.G.S er skammstöfun yfir löndin Portúgal, Ítalíu, Grikkland og Spán. Nýverið hefur þó þessi skammstöfun breytst úr P.I.G.S og í P.I.I.G.S því Írlandi hefur nú verið bætt í hópinn. Því nota margir núna skammstöfunina P.I.I.G.S yfir þessi lönd. Þessi lönd eri komin á barm örvæntingar inni í miðju ESB.
Hvað er svo eftir? Jú hinn pólíski harði kjarni Evrópusambandins. Gömlu kúgunarlöndin og fórnarlömb þeirra.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2009 kl. 23:09
Peter Örebech sleppir mörgu mikilvægu t.d. að Eystrasalt er innhaf og því „sérstakar aðstæður“ og gilda því „sérstakar reglur“ sem fólu meðal annars í sér að Eystrasaltsráð stjórnaði fiskveiðum, eins og Miðjarðarhafsráð á Miðjarðarhafinu.
Einnig að Malta er eyja á innhafi fiskistofnar umhverfis Möltu eru allir sameiginlegir fiskistofnar með öllum öðrum Miðjarðarhafsríkjum.
Það er hinsvegar kjarni sérstöðu okkar að helstu nytjastofnar eru ekki sameiginlegir með öðrum ríkjum - því er sjálf forsenda fiskveiðistefnu ESB „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“ ekki til staðar hér. - Að auki eru allar meginreglur sem skipta máli sem okkar rök þegar rök ESB fyrir helstu stefnum og ákvörðunum.
Ekki aðeins er sjálf forsenda fiskveiðistefnunnar „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“ og því ekki til staðar hér, heldur eru hér líka „sérstakar aðstæður“
- og „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ eru rök ESB fyrir sérstöku og aðskildu kerfi á Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, sem og afskiptaleysi ESB af fiskveiðum fjarlægra eyja og lenda í eigi ríkjanna.
- Þá er „nálægðarregla ESB“ ein sú mikilvægast sem aftur eru mikilvæg rök fyrir því að fyrst hér er ekki sameiginlegur vandi ESB-ríkja heldur sérstakar aðstæður sem krefjist sérstakra lausna þá ber samkvæmt reglum ESB að fara með þær ákvarðanir eins nærri vettvangi og unnt er. Um Íslandshaf gildir þá að ákvarðanir varðandi það ber að taka á Íslandi.
Sérstaða okkar er allt önnur og eindregnari en Norðmanna og Færeyinga vegna vistfræðilegs aðskilnaðar hafsvæðanna, en til viðbótar þessu ber okkur að vitna til þess að EB lofaði Færeyjum á sínum tíma að finna ásættanleg lausn fiskveiðimála þeirra kysu þeir að verða aðilar, og að Norðmenn hafi tvisvar fellt samning vegna sjávarútvegsmálanna og því sé nú komin tími til að ESB sýni fiskveiðiþjóðum norðursins alvöru samkomulagsvilja.
ESB er viðkvæmt fyrir sínum eign grunnreglum og ef við leggjum upp mál okkar með þeirra eigin grunnreglur fyrir vopn kæmi mér það mjög á óvart að það opnaði ekki leið til lausnar. Ef ESB er alls ekki tilbúið til að fara að ofangreindum eigin grunnreglum og rökum eða finna lausn með hliðsjón af þeim, á ég von á að ég myndi snúast gegn samningi - nema hann gæfi eitthvað virkilega stórt og gott á móti.
Með þessari leið erum við að virkja staðfestu þeirra um eigin forsendur og grunnreglur okkur í vil.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 23:32
Gunnar ríki sýna á huga með því að taka mál með einhverjum hætti á dagskrá. Ríkin gengu ekki úr EFTA með skoðanakönnunum. - Og merkilegt nokk hefur ekkert aðildarríki sýnt því neinn hug að gang úr ESB - en öll vilja þau inn. -Merkilegt
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 23:36
Sem betur fer er þessi umræða komin á fullt í samfélaginu og flokkast ekki lengur sem einkamál Samfylkingar. Því upplýstari sem þjóðin verður eykst andstaðan við bandalagið. Fram til Þessa hefur umræðan nánast verið einhliða og Samfylkingin fengið frið til þess að slá ryki í augu fólks en það er að breytast sem betur fer.
Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 23:45
Aðildarríkin sem vildu inn vöru öll með lægri vergri tekjum Landframleiðslu hinna sem fyrir voru. Fyrst árinn eftir hagræðingu [erlendra auðhringa:fjárfesta] mælist hagvöxtur gífurlegur.
Dæmi Kínverji hefur 40 grjóna kaupmátt á dag svo kemur hagræðingin [oftast verksmiðja] og þá fær hann 80 grjóna kaupmátt á dag. Hagvöxtur 100%. Og Kínverska ríkistjórnin kaupir sér nýja hallir.
Nú er ESB sjónhverfingin búinn. Og Samsinnarnir daga uppi sem þursinn verður að steini.
Júlíus Björnsson, 12.1.2009 kl. 00:33
Hvers vegna í ósköpunum vill fólk ganga í ESB? Það bjargar engu í okkar stöðu. Það eru uppi háværar raddir um Seðlabanka Evrópu til þrautavara - en það er tóm fjarstæða. Ríkin er bera ábyrgðina eftir sem áður. Jú jú, heyrst hefur að SE hafi lánað gegn sterku veði....... er það lán til þrautavara? Lána ekki flestir gegn sterku veði?
Og hvað er það þá sem fólk vill? Lögbann á hvalveiðar? ESB er mótfallið hvalveiðum. Nú eða lagasúpu sem verður til þess að við getum ekki hreyft á okkur óæðri endann? Ég einfaldlega skil ekki eftir hverju við erum að sækjast.
Hitt er annað að ég er ósammála því að þessi 18 skot eins og Gunnar kallar stýrivextina okkar, séu að hjálpa til við uppbyggingu atvinnulífsins. Þvert á móti eru þau að stúta þessu litla sem eftir er. Lánabyrgðin er orðin of há nú þegar og fólk/atvinnulífið ræður ekki við þessa vexti. Ekki eru peningar að koma erlendis frá til að ávaxta sig hér í landi bankahruns og óráðsíu auðmanna. Þess heldur þegar þeir sem hingað slæðast eru "settir í gíslingu".
Að mínu mati þurfa stýrivaxtar að lækka og afnema þarf verðtryggingu. Lán eiga að vera opin til beggja enda - ekki svona þrælvarin fyrir lánveitendur. Þannig er það annarsstaðar. Lán eru veitt gegn ákveðnum vöxtum í ákveðin tíma. Báðir aðilar geta mögulega hagnast. Ef verðtrygging hefði alltaf verið hér á landi væru ekki til skuldlausar eignir í landinu.
Ég held að undanfarnir mánuðir sýni það og sanni að við erum of lítil þjóð til að valda eigin gjaldmiðli. Ekki bara sökum smæð hans, heldur líka vegna þeirra innbyrgðistengsla sem hér eru í viðskiptaháttum. Nokkrir vænir framvirkir gjaldeyrissamningar geta sett allt á annan endan - aftur og aftur.
Er ekki bara best að skoða dollaramálin aðeins betur.....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:36
Sæll Eyþór.
Endilega kíktu á myndbandið frá mótmælum á Evrópuþinginu varðandi Lissabonsáttmálann, mjög lýsandi dæmi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 02:02
a) 2,5 - 5 milljarða króna ár hvert + ferða, uppihalds og launakostnaður fyrir embættismenn. Eitthvað fengjum við svo til baka í formi styrkja til landbúnaðar og byggðarmála í dreifbýli.
Sjá HÉR.
b) 2 ár - ef við náum tök á verðbólgu sem er hægara sagt en gert.
Taka upp dollar. Kostar ekkert og engin leyfi. Já, og fínn verður hann þegar við erum búin að finna olíuna hans Össurar.
Halla Rut , 12.1.2009 kl. 04:43
Auðvitað hafa allir sínar skoðanir á hvort sé betri "brúnn eða rauður" eins og sagt er stundum og það er hið besta mál. Eitt elsta bandalagsríkið, Bretland, eða almenningur þar hefur samt um þessar mundir efasemdir um ágæti ESB. Dagblaðið The Sundy Telegraph greinir frá að 64% Breta vilji minnkandi, eða slíta tengslin við ESB ?
Þorkell Sigurjónsson, 12.1.2009 kl. 17:22
Sæl öll
Það má ekki gleyma því að ef við erum undir Seðlabanka evrópu, þá eru bara tvö tæki til að vinna bug á verðbólgu. Þau eru lækkun launa eða lækkun atvinnustigs. Það er ekkert annað sem kemur til greina, því miður.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 17:39
Vildi bara láta þig vita að D-sætið var autt í kvöld.
Háskólbíó 11 des 2009
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:06
Mér finnst þessi umræða um ESB allt of mikið vera á svona almennum kjaftanótum. Við eigum að gagna í ESB af því að við eigum að styðja samstarf þjóða, taka þátt í nútímanum, og það sé framtíðin. Þetta segir mér frekar að rökin séu af afar skornum skammti. Helgi Jóhann Hauksson skrifar t.d. mikið um þetta, en þó ég rýni í textann þá er eins og að hann forðist að setja eitt í hann sem tak er í.
Síðustu fréttir að samkvæmt Lissabonsamkomulaginu geti ESB tekið olíulindir af þjóðum innan ESB, finnast mér vondar fréttir. Hvað þá með aðrar auðlindir okkar? Það er full ástæða að taka þennan slag og meta á eins hlutlægan hátt og hægt er kosti og galla.
Sigurður Þorsteinsson, 14.1.2009 kl. 13:17
Innlimast inn í nútíma samdrátt ESB og fyrirsjáanlegt hrun. Í ljósi uppgangs í efnahag ASÍU og hagvaxtar stöðuleika USA til langframa.
Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 16:41
Já margt með eindæmum í þessu öllu saman:
en enginn hefur sýnt því áhuga að ganga úr ESB - hversvegna skyldi það vera?
Einfallt svar; vegna þess að það er auðveldara að fara inn en út.
Rök:
Hverjir taka ákvörðunina um að ákveða að fara út? Er það gegn þeirra eigin hagsmunum?
USD er engu minni útflutningsgjaldmiðill en EUR, innflutningurinn er í EUR. Hagtölur (tekjuhliðarinnar) síðustu 5 ára eru bull.
Sindri Karl Sigurðsson, 18.1.2009 kl. 02:35
Almenningur hér fékk vörugjöld með EFTA. Flest innlimuð ríki ESB hafa litlar sem engar auðlindir og geta ekki staðið undir hagræðingunni á eigin forsemdum án ESB samtvinnunar. ESB gengur út á Spánn framleiðir þetta , Portúgal framleiðir hitt þá næst upp ofurmagn sem nýtist öllum hinum. Þessa lágvöru getum við alltaf keypt án þess að vera innlimuð í ESB. Almaríu grænmetið er komið út um allt. Það getur vel verið að þetta skipti sköpum fyrir fátæklinganna þarna í stórum hluta ESB.
Þeir sem baka brauðið sitt sjálfir og eiga nóg af því geta selt hinum sem nenna ekki að baka eða vantar hráefni í baksturinn. Sá sem ekkert á er aldrei vinsælli en sá sem á nóg til að selja eða gefa á eigin forsemdum.
Júlíus Björnsson, 18.1.2009 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.