Söguleg umskipti

Margir hafa viljað afskrifa Framsóknarflokkinn að undanförnu en þá gerist það að hann gengur í mikla endurnýjun með kjöri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Allir stjórnmálaflokkar eru um þessar mundir að skoða framtíðina í nýju ljósi eftir bankahrunið enda nauðsynlegt að endurskoða Ísland nú sem aldrei fyrr. Þessi niðurstaða framsóknarmanna gefur tóninn um breytingar og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þróunin verður í stjórnmálunum á næstu vikum og mánuðum.

Ekki er langt síðan að stjórnmálamenn voru taldir óþarfir og frekar fyrir hinum öflugu athafnaskáldum og stóru bönkum. Nú er hins vegar þörf fyrir réttsýni og dug svo við náum okkur upp úr öldudalnum. Kjör Sigmundar vekur von um áhugaverð stjórnmál á næstunni.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Eyþór mjög/vonanadi að þetta líti við fleirum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.1.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eina jákvæða við þetta er opinber viðurkenning flokksins á áratugalangri spillingarsögu. Framsóknarflokkur verður hinsvegar alltaf framsóknarflokkur og það hefur ekki verið skipt um flögu í kjósendum hans við þetta.

Ef hér væri nýr flokkur á ferð, væri eðlilegast að skipta um nafn og leggja niðu þann gamla. Þá yrði einhver smávægilegur trúverðugleiki. Miðað við ástandið er þetta ekkert annað en yfirklór og tækifærismennska. Algerlega óþekktar stærðir. Sigmundur sjálfur af kynslóð trénaðra sambandsinna, ekkert nýtt við það.

Ég botna ekkert í þessu hæpi. Þessir gúbbar munu ekki draga Finn Ingólfsson fyrir rétt eða aðra rumunga í sínum röðum, sem vel að merkja sitja enn og eru áhrifamenn í flokknum.

Það er merkilegt að menn sjái ekki í gegnum svona sjów. Þetta verður ekki það fyrsta nú á næstu vikum. Nú eru menn að segjast aðrir en þeir voru í von um feita samstarfsmöguleikaéftir nýjar kosningar. Ekkert mun koma út úr því annað en meira af því sama. Vittu til.  

Ég trúi engum íslenskum stjórnmálamanni og sjálfmiðuðum tækifærissinna. Kannski ef glæpamenn í stjórnsýslunni og bankageiranum verði dæmdir og trúverðug hreinsun gerð, þá sé ég glætu.

Ég hef engan heyrt enn leggja neitt rökrænt til lausnar vandanum og nýrri uppbyggingu. Hefur þú það? Og hvað þá? Er evrópubandalagsumræðan reykjarslæða og speglasalur til að fela getu og ráðaleysið eða er það lausn á öllum okkar trega? Ég hallast að hinu fyrra.

Ég mun engu trúa fyrr en ég sé verkin tala hér eftir. Það er 100% öruggt. Hvaða flokkur, sem á í hlut.  

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband