Bjarni Benediktsson

Framboð Bjarna til formanns kemur ekki á óvart enda hefur hann verið talinn líklegt formannsefni um nokkurn tíma. Endurnýjun í forystu stjórnmálaflokkanna er eðlileg viðbrögð við kröfum um breytingar. Bjarni var formaður allsherjarnefndar Alþingis vorið 2004 þegar samþykkt voru lög um fjölmiðla og þótti þá standa sig sérlega vel í erfiðu máli. Lögin tóku svo ekki gildi þar sem forsetinn synjaði þeim staðfestingar en það er önnur saga. Þá vakti grein Bjarna og Illuga Gunnarssonar um vanda bankakerfisins mikla athygli en hún birtist í febrúar 2008 og þótti fréttnæm þar sem um stjórnarþingmenn var að ræða. Ég er viss um að vel verður tekið í framboð Bjarna.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi minn

Leggst illa í mig vegna þess að hann er ESB smitaður.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 23:05

2 identicon

Vonandi fer Þorgerður fram, hún er mun frambærilegri. Er Bjarni ekki prins valdaklíkunnar, þ.e. eigendafélagsins?  Er ekki kominn tími á uppstokkun og valdaafsal þeirra á flokknum.

ESB þarf að kjósa um, fyrr eða síðar, það er ekkert verra að hafa einhvern núna við stjórnvölinn sem útilokar ekki aðild, enda mun sjálfstæðisflokkurinn klofna, með brotthvarfi frjálslyndra úr flokknum, fyrr en síðar ef Íhaldið hættir ekki að tala um ESB á sömu nótum og Framsóknarmenn ræða málefni sinnar heitt elskuðu, en okkar rándýru, sauðkindar.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Eyþór.

Ertu ekki aðeins að misskilja kröfuna um endurnýjun á forystu stjórnmálaflokkana. Hún snýst ekki um að að taka þá sem næstir standa núverandi stjórnum, heldur ný andlit sem ekki hafa verið orðuð við þetta samtryggingakerfi sem gömlu flokkarnir standa fyrir. Bjarni er eflaust vænsti maður en alin upp í spillingu núverandi flokkakerfa og ég hef ekki trú á að hann hafi áhuga á breyta neinu af því sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið byggja í kringum sig síðastliðin 15-20 ár.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Eyþór. Bjarni er mikið leiðtogaefni. Hann er tiltölulega nýkominn í pólitíkina, búinn að sitja á þingi í rúm 5 ár. Sagt er að það taki 2-4 ár að vita hvað er að gerast á þinginu. Bjarni tók fljótlega við Allsherjarnefnd og þótti lyfta sér upp fyrir hreina flokkshagsmuni. Vinna með fólki af virðingu úr öllum flokkum.

Bjarni lagði til að sótt yrði um aðild að ESB ef meirihluti þjóðarinnar óskaði eftir því. Hann hefur hins vegar afar takmarkaða trú að þau skilyrði sem við settum fram fyrir þátttöku næðu fram að ganga. Hins vegar á meðan meirihluti þjóðarinnar vildi fara þá leið, þá ætti að láta reyna á aðild.´Með kynningu að undanförnu hefur orðið viðsnúningur um vilja þjóðarinnar til að ganga í ESB.

Bjarni Benediktsson hefur ekki verið í stjórn Sjálfstæðisflokksins, né valdakerfi flokksins. Ef svo hefði verið, hefði hann fyrir löngu orðinn ráðherra.

Það efast enginn um mannkosti Bjarna, og sérstaklega þeir sem hafa kynnst honum eitthvað. Hann hefur mikla útgeislun og minnir þannig á Obama. Hann hefur lengi haft talsvert aðrar áherslur en flokksforystan hefur haft. Frelsi í viðskiptum með áherslu á ábyrgð, og meiri áherslu að hlúa jafnframt að þeim sem minna mega sín. Gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði meiri áherslu á hér á árum áður.

Það er athyglisvert að aðalandstæðingar Bjarna virðast vera kjósendur annarra flokka.  

Sigurður Þorsteinsson, 1.2.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband