Sigmundína hefur störf...

Guðmóðir nýju ríkisstjórnarinnar mun halda utan um fjárræði ungviðsins þessa 83 daga sem eru til kosninga. Framsóknarflokkurinn ver minnihlutastjórnina falli en lofar engu öðru. Sigmundur Davíð bauðst til að verja vinstri flokkana vantrausti og tókst í krafti búsáhaldabyltingarinnar að fella óvinsæla ríkisstjórnina þrátt fyrir stærsta þingmeirihluta Íslandssögunnar og er því ekki óeðlilegt að ríkisstjórnin verði kennd við hann líkt og Ólafía og Stefanía fyrri tíma. Guðfaðirinn er þó forsetinn sem setti ríkisstjórninni fyrir eins og frægt er.

Nú reynir á samstarf þriggja flokka sem vonandi gengur vel. Í Árborg höfum við haft reynslu af samstarfi VG, S og B lista síðustu 2 árin en þar hefur gengið hægt með framfarir og efndir kosningaloforða verið með minna móti. Samt sem áður hafa skuldir vaxið gríðarlega og eigið fé minnkað hratt á tveimur árum. Nú þegar kreppir að er sveitarfélagið með skuldabagga upp á meira en 6 milljarða og hafa skuldir hækkað um 3 milljarða á 2 árum - í góðæri. Vonandi gengur Sigmundínu betur.


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég las það á einhverstaðar að Sigmundur Davíð og frú hefðu greitt 123 miljónir í skatt á síðasta ári.  Ég sel það ekki dýrara en é keypti það  en ef satt er þá er ljóst að hann hefur vit á peningum strákurinn og hleypir vinstrimönunum ekki upp með  einhverja vitleysu.

123 miljónir í skatta

Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Flott nafn á ríkisstjórninni nýju.

Vonandi ná þau að gera gagn á þessum fáum dögum sem þau eru að starfa og einnig að þau nái líka að klára þetta tímabil. Það hefur nú oft verið erfitt fyrir vinstri menn að vinna saman.

Það er svo fyndið að sjá Steingrím við hlið Jóhönnu, ábyrgðarfullan og prúðan. Skallagrímur ekkert að rífast en það er ekki langt síðan að hann sagði að Samfylkingin væri óhæf í ríkisstjórn. Hann er greinilega góður kjölturakki fyrir Hönnu sína.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.2.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það hefur sýnt sig undanfarna daga,hvað þið sjálfstæðismenn eruð sárir að hafa ekki völdin lengur í landsmálunum.Ég held að það sé svo sem ekki hægt að búast við að Sigmundína(eins og þú vilt nefna nýju stjórnina)geti gert svo ýkja mikið á þessum 83 dögum fram að kostningu.Síðustu ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins tókst það allavega ekki á rúmum 100 dögum,í það minsta hefur þjóðini ekki verið upplýst um neitt í þeim efnum.Þú seigir að kosningaloforð VG,S og B lista hafi verið með minna móti í Árborg,ekki ætla ég að dæma um það,þar sem ég þekki þar ekki til.En spyr þig aftur á móti hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið við öll sín kosningaloforð í landsmálunum,þessi 17-18 ár sem að hann hefur haft forystu í landspólitíkini.

Hjörtur Herbertsson, 1.2.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Svona nú svona Hjörtur minn, róa róa.

Alveg er ég viss um að Sjálfstæðismenn eru bara fegnir að losna en get samt ekkert dæmt um það því aldrei hef ég verið flokksbundin hvorki hjá Sjöllum, Krötum, Kommum eða hjá Framsókn.

Gakktu á Guðsvegum

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:19

5 identicon

Sjaldan hefur maður séð jafn lítið fjármálavit samankomið í einni hrúgu.

Það er eins gott að þessi nýja stjórn fái sem mest af prófessorum ofan úr háskóla til þess að bæta þetta upp.

Það bætir þó ekki úr skák ef að stefnuna vantar.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:32

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég get svosem tekið undir það sem Hjörtur segir hér að ofan, að nýja ríkisstjórnin þarf ekki að koma miklu í verk til þess að gera meira en sú síðasta frá falli bankanna.  En ég hef bara því miður ekki neina trú á því að þetta fólk geti komið sér saman um nokkurn hlut.  Og síst með yfirforsætisráðherrann Sigmund Davíð andandi ofan í hálsmálið á sér.

Sigríður Jósefsdóttir, 1.2.2009 kl. 14:27

7 identicon

Undarleg færsla.. nr.5 .. eins og vitið hafi verið meira á síðustu árum.....

Res (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 14:36

8 identicon

Það fólk sem er komið í stjórn núna hefur haft ágætis atvinnu af því að gagnrýna og halda upp andstöðu við stjórnina.

Það sem ég hef séð til þeirra er þó fyrst og fremst andstaða við fjármála og skattarannsóknir á þeim aðilum sem lagt hafa landið í rúst. 

"Undarleg færsla" -:) mér finnst undarlegt að nokkur maður skuli treysta þessu fólki.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:58

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég verð  eiginlega að taka undir með Res varðandi færslu nr. 5   Ég held að nú sé komin tími til að hætta að nota fólk með gráðu í bisnes til að stjórna fjármálum. Og reyna að nýta fólk með slatta almennri skinsemi í staðin. Bæði Jóhanna og Steingrímur uppfylla það skilyrði í mínum huga, en alls ekki Sigmundur Davíð eða Jón Daníelsson.

Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 20:58

10 identicon

Ég sé að menn eru ekki að gagnrýna mikið þessa nýju stjórn, eru menn búnir að gleyma því að Samfylkingin var í síðustu ríkisstjórn, hvaða umboð hefur sá flokkur frá kjósendum?

Þau segjast ætla að láta hendur standa fram úr ermum;

"Evrópunefnd verður falið að ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambandsins. Nefndin skili skýrslu 15. apríl 2009 sem hafi að geyma mat á stöðu og horfum Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðarhorfum í gjaldmiðlamálum."

Við erum með ónýtan gjaldmiðil en það mál er komið í nefnd ásamt Evrópusambandsmálum. Þetta er ekki skynsemi nema kannski Samfylkingarskynsemi.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:49

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég kaupi í matinn fyrir ISK minnst vikulega, gengi ISK er farið að nálgast jafnvægisgengi hennar að teknu tilliti til verðbólgu.Og ég held að samstarf við Evrópuþjóðir og  framtíð ESB sé örugglega ekki það sem brennur á lýðnum nú þessa mánuði fram að kosningum. Þessari klausu hefði því alveg mátt sleppa í þessum málefnasamningi enda er þetta svokallaður málamyndamálefnasamningur "langt orð maður". Vita þetta ekki allir nema kannski Hörður og hjörðin.

Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 22:22

12 identicon

Þú kaupir í matinn já, þú færð líka launin þín greidd í krónu ekki gleyma því. Á móti kemur að landið er rekið á erlendum gjaldmiðlum nema þegar kemur að því að greiða þér launin.

Varðandi framtíð ESB eða mögulega aðild þá lá Samfylkingunni nógu mikið á að sækja um í einum grænum fram að stjórnarslitum. Eitthvað hefur breyst.

Ég geri ráð fyrir því að Samfylkingunni hafi heppnast ætlunarverk sitt sem var fyrst og fremst að komast í minnihlutastjórn, vera stór fiskur með lítið fylgi.

p.s. "gengi ISK er farið að nálgast jafnvægisgengi hennar að teknu tilliti til verðbólgu" Er ekki allt í lagi?

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:31

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér finnst líklegt að þú sért plagaður af gengistryggðu láni Gunnar það virðist vera samnefnari fyrir þá sem tala um ónýta krónu.

Á íslandi var verðbólgan 18% síðastliðið ár og 10% 2007 en í OECD hefur verðbólga ekki verið nem 3 og 4% á þessum tíma. Þarna er um 20% munur á sem þýðir að til að til að finna líklegt jafnvægisgengi ISK þá er ágætt að uppreikna vísitölu ársins 2006-2007 með því. Gengisvístalan var um 160 á þessum tíma minnir míg.  160x1.2 = 192

Þetta er sá liður sem flestir gleymdu þegar þeir ætluðu að græða á gengistryggðum versus verðtryggðum lánum.

Guðmundur Jónsson, 2.2.2009 kl. 00:08

14 identicon

Ég er ekki plagaður af gengistryggðu láni.

Skráð gengi ISK er rangt. verðlagið er óstöðugt. Breyttu þessum forsendum og reiknaðu aftur.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband