Mikið til í því

Ekki verður landinu bjargað með karpi. Þetta innlegg Ragnheiðar Ólafsdóttur er virðingarvert en nú reynir á Alþingi að ná trausti almennings. Það verður ekki gert með ávirðingum heldur með því að koma með lausnir og það fljótt. Mér sýnist þingið vera fast í skotgröfunum vegna Seðlabanka, hvalveiða og losunarheimilda vegna álvera.

Nú á að nota fámennið og snúa bökum saman. Flott hjá Ragnheiði enda þurfum við á öllu okkar að halda.


mbl.is Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek undir þetta Eyþór. Maður fyllist skömm að horfa upp á þessi vinnubrögð. Vonandi verður Alþingi betur skipað að loknum nærstu kosningum.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.2.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég er sammála þessu Eyþór. Það er aumkunarvert að hlusta á hið háa alþingi þrasa um einskisverða hluti.

Ég hef annars dáldið verið að velta fyrir mér hversvegna stjórnmálamenn eiga öðru fólki fremur erfitt með að vinsa kjarnan frá hisminu. Einhvernvegin finnst mér það þannig, eftir að fylgjast með umræðunni undanfarin ár, að þetta hljóti að vera einskonar tækni sem kennd er á námskeiðum flokkanna. Það er t.d. ekki einleikið hvað nýir alþingismenn, lofandi góðu, skeleggir og með vott af hugsjónum, eru fljótir að detta niður á það plan að gera aukaatriðin að aðalmálum og öfugt.

Merkilegt !

Hjalti Tómasson, 11.2.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég er sammála þessu. Óþolandi að fara svona illa með tímann á meðan fólk er að missa heimilin sín.

Stjórnarandstaðan græðir ekki atkvæði kjósenda með þessu þrasi. Held að þau ættu að taka til í eigin garði nú fyrir kosningar.

Vertu Guði aflinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Eyþór algjörlega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.2.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Rétt hjá þér. Væri ekki ráð að þú blésir til fundaraða, námskeiðahalds innan Sjálfstæðisflokksins þarsem alþingismenn ykkar og aðrir þungarvigtarmenn reyndu að rýna í ábyrgð sína á þeim skelfingum sem þeir hafa leitt yfir þjóðina og hvernig þeir ætla að axla hana?

María Kristjánsdóttir, 12.2.2009 kl. 07:47

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Geir Haarde er .þegar búin að koma þessu frá !!!! og það er engin minni maður að viðurkenna mistök sín/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.2.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Við eigum að viðurkenna okkar mistök og horfast í augu við vandann.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.2.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband