Leiðirnar út úr vandanum

Mikið er rætt um vandann og orsakir hans. Það sem mestu máli skiptir samt er hvernig við vinnum okkur út úr vandanum. Hér skiptir miklu máli að við eyðum ekki um efni fram en jafnframt þarf að auka útflutning með öllum tiltækum ráðum. Við búum vel að vera fámenn þjóð á eyju sem hefur miklar náttúruauðlindir og eru þær góður grunnur. Þjóðin er á góðum aldri miðað við Evrópu-þjóðir og þrátt fyrir allt eru enn öflugir lífeyrissjóðir öfugt við gegnumstreymiskefi fjölmargra annara ríkja.

Íslendingar vinna langa vinnudag og er atvinnuþáttaka mjög mikil. Framleiðni er hins vegar frekar lítil og þar er klárlega sóknarfæri hvort sem um er að einkarekstur eða ríkisrekstur. Aukin framleiðsla og bætt framleiðni eru hluti jöfnunnar en meira þarf til. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja er komin yfir þolmörk. Ekki er hægt að leysa þau vandamál með því að taka ný lán enda ættum við að vita sem er að lánavandamál verða ekki leyst með nýjum og nýjum lánum. Samt sem áður er það sú leið sem farin er víða um heim til að leysa bráðavandan. En hvað með skatta? Skattahækkanir hjálpa kannski ríkissjóði til skamms tíma en þar sem skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar eru raunveruleg takmörk fyrir því hvað þau þola af auknum sköttum. Burðarklárinn þolir aðeins svo og svo mikið. Skuldastöðuna þarf því að taka fyrir sérstaklega af festu og með aðgerðum sem leysa vanda þeirra sem eiga rekstrargrundvöll.

Þrátt fyrir að þetta hafi verið rætt af ríkisstjórnunum hafa smá skref verið stigin. Þegar við búum svo við vextabyrði með 18% stýrivöxtum er flestum ljóst að nú þarf að stíga stærri og markvissari skref. Bankarnir eru sem vélarvana skip og á meðan er farmurinn að skemmast. Kosningarnar eru tækifæri til að við taki starfhæf ríkisstjórn með fullt umboð til að takast á við efnahagsvandann og atvinnuleysið. - Annað er ávísun á frekari áföll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Leiðin út úr vandanum er að almenningur allstaðar í heiminum varpi af sér því svikamylluoki sem lýst er í þessari góðu mynd, FIREWALL

Georg P Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta snýst allt um TRAUST, það verður bara að segja alveg eins og er að það ríki ekki mikið traust á milli manna, og ef TRAUSTIРfjarlægist alltaf meir og meir, þá verða hlutirnir alltaf erfiðari, þannig er það bara, og varðandi þingið, þá held ég að ég tali fyrir ansi marga þegar ég segi að það ríki ekki mikið traust á þingmönnum þessa daganna, sem hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér, og virðast vera fyrirmunað að hugsa lengra en bara innan dyra Alþingis, svei attan.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.2.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég held þú hafir rétt fyrir þér. Spurningin er um aðferðir og forgang.

Eigum við að byrja á að endurhanna fjármálakerfið til að hægt verður að lána innanlands til framkvæmda eða eigum við að byrja á að koma fyrirtækjunum og einstaklingum af stað ( t.d. með fyrirgreiðslu ríkisins ) svo hreyfing skapist á því fjármagni sem þó er til hér í landi ?

Hvort tekur minni tíma ?

Til lengri tíma litið þá er ljóst að við réttum okkur ekki við nema með utanaðkomandi aðstoð svo Ægir á kollgátuna þegar hann nefnir traust. Það er nauðsynlegt að við getum sýnt fram á að við höfum vilja og kraft til að byrja að vinna okkur upp og þar inni er með framangreindu, að skipta út stjórnendum sem ekki njóta trausts á erlendum vettvangi, passa hvað við segjum í fjölmiðlum og raunhæfar tillögur að endurbótum. Fleira mætti nefna.

Það er ýmislegt hægt ef við berum gæfu til að standa saman og láta kriturnar bíða þar til við höfum efni á að rífast um keisarans skegg.

Ég legg til að haft verði samráð fyrir opnum tjöldum þar sem að koma aðilar atvinnulífsins, ríkisins, bankakerfisins og almenningur og þessu samráði verði sett tímamörk, hugsanlega einhverskonar þjóðarþing. Ekki þarf að taka langan tíma til að útfæra þetta betur en eins og er virðist manni menn vera að vinna of mikið hver í sínu horni.

Stöndum saman

Hjalti Tómasson, 16.2.2009 kl. 12:51

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

En verður friður til raunverulegra breytinga fyrir utanaðkomandi öflum, þessi kreppa hefur ákveðinn tilgang. Er algerlega fráleitt að skilja sig frá arðráns og svikamyllukerfi alþjóðlegu bankaelítunnar, er engin undankoma frá því skrýmsli?

Athyglisvert nokkurra daga gamalt viðtal Sir David Frost við Jim Rogers.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.2.2009 kl. 21:57

5 identicon

Lausnin fellst í því að setja fortíðina til hliðar og horfa til framtíðar.  Leyfa fólki að vera frjálst.  Aukið lýðfrelsi, trúfrelsi og valfrelsi en um leið krafa um aukna ábyrgð þegna á þjóðfélaginu þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að rifja upp þessi gildi, ekki einblína á valdasetu, vinavæðingu og hagsmunahópavinnu.  Afhverju setur flokkurinn sig upp á móti aðskilnaði ríkis og kirkju. Afhverju samdi hann og stendur ábakvið aldargamalt sósialískt landbúnaðarkerfi? Afhverju er flokkurinn á móti endurskoðun stjórnarskráar (fyrir utan kaflan um forseta)? Afhverju er flokkurinn á móti rafrænum kosningum og meira valfrelsi í kosningum?  Afhverju tútnar ríkið út undir stjórn sjálfstæðisflokks? og afhverju er Sjálfstæðisflokkurinn á móti frelsisbandalaginu ESB?

Kannski þarf Ísland, núna, mest á því að halda að fá frelsi frá Sjálfstæðisflokknum.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að við göngum í ESB erum við endanlega gengin í gildruna, IMF er komið með traust tak nú þegar.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.2.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband