Helgi Ívarsson

Sá merki maður Helgi Ívarsson frá Hólum verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju á laugardaginn. Helgi var margfróður og rökfastur enda hafði hann yfirleitt síðasta orðið á stjórnmálafundum. Og var á hann hlustað. Helgi var harðduglegur að sækja fundi Sjálfstæðisflokksins á Selfossi og víðar. Sem meðhjálpari umgengst ég Helga í Selfosskirkju sem hann sótti reglulega fram á síðasta dag. Þegar vandamál lágu fyrir var hann manna fyrstur og bestur að greina aðalatriði frá aukaatriðum og reyndist mönnum vel á ögurstundum. Blessuð sé minning Helga Ívarssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband