Fundur með Bjarna Ben í Tryggvaskála

Í kvöld var fjölmennur opinn fundur í Tryggvaskála með Bjarna Benediktssyni formannsefni Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn var mjög góður og óx Bjarni verulega í hugum fundarmanna. Bjarni hefur skýra sýn á stöðuna og leiðir út úr vandanum. Hann er ekki fastur í flokkslínum fortíðar en horfir frekar á lausnir. Sem dæmi var Bjarni spurður um hugmyndir framsóknarmanna um niðurfellingu lána. Bjarni tók vel í þær hugmyndir en vildi útfæra þær nánar. Hér er um stórt hagsmunamál að ræða. Rætt var um ESB þó það sé ekki lengur hitamál og fór Bjarni vel yfir þau sjónarmið. Verðtryggingin var líka rædd og sagði Bjarni rök vera á móti henni til lengri tíma litið og reyndar þyrfti að endurskoða gjaldmiðilsmálin í heild.

Vonandi verður kosningabaráttan sem framundan er í prófkjörum og kosningum málefnaleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Kom að vísu alltof seint fundinn þar sem ég þurfti að horfa aftur á viðtalið við nafna minn Davíð í kastljósinu sem var eitt magnaðasta viðtal sem ég hef séð. Mér líst mjög vel Bjarna og það sem hann hefur fram að færa, málefnalegur þingmaður og gott efni í framtíðarforingja. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bjarni mun beita sér fyrir nauðsynlegri umræðu sem þarf að eiga sér stað um verðtrygginguna, evrópumálin og málefni heimilanna í núverandi efnahagsþrengingum. Nú ríður á að fá sterkan foringja til að leiða okkur sjálfstæðismenn til forystu í næstu ríkisstjórn.

Davíð Þór Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst Bjarni að mörgu leyti frambærilegur maður og myndarlegur.

Hann hefur hins vegar tvo galla:

1. Hann á engin sérstök afrek á þinginu og hefur ekki beitt sér fyrir neinum málum sem eru markverð. Það eina sem ég man eftir er að hann var ásakaður um bellibrögð í sambandi við að láta Roland Eracze hafa ríkisborgararétt fyrir það að skipta yfir í Stjörnuna (þar var hann stjórnarmaður) og eins fyrir að veita tengdadóttur Jónínu Bjartmars ríkisborgararétt svo hún kæmist á námslán í útlöndum eftir örfáa mánuði í tengslum við Ísland. Þú mátt upplýsa mig og aðra um það hvað annað hann hefur afrekað.

2. Hann er að mínu mati alltof mikill krónprins auðmanna til að geta orðið trúverðugur fulltrúi almennings. Hann er aukinheldur beinn erfingi þeirra sem stóðu að olíusamráðinu og þar hefur enginn þurft að sæta ábyrgð nema Þórólfur Árnason svo ég muni. Hann er eins og hinn nýi formaður Framsóknarflokksins, fæddur með silfurskeiðina og ég hélt satt að segja að nú væri röðin komin að venjulegu fólki. Þeir eru tæpast í þeim hópi.

Haukur Nikulásson, 25.2.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Enginn er gallalaus.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.2.2009 kl. 20:38

4 identicon

Hvers á aumingja maðurinn að gjalda. Ekki réði hann hvern hann mundi erfa, frekar en Haukur Nikulásson.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband