Horft á langtímalausnir

Rektor hittir hér naglann á höfuðið enda þurfum við að horfa á lausnir og þá sérstaklega langtímalausnir. Þjóðfélagið er í miklum öldudal. Ekki bara peningalega, heldur bæði siðferðislega og hvað varðar vonir, væntingar og markmið. Ef við höfum ekki von höfum við lítið.

Það er ekki nokkur spurning að við verðum að komast til botns í öllu því sem miður fór og menn þurfa að axla ábyrgð vegna hrunsins. En það er ekki síður mikilvægt að við horfum á og sameinumst um langtímalausnir í samfélaginu bæði hvað varðar efnahagsmálin, peningamálin og svo lagaumhverfið allt. Já svo ekki sé minnst á siðferðið.

Mér finnst Kristín Ingólfsdóttir horfa fram á við með reisn og það er virðingarvert. Stjórnmálin þurfa að gera slíkt hið sama.


mbl.is Leiðir út úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mikið rétt. Ekki eru allir duglegir að axla ábyrgð né einu sinni að játa augljósan þátt sinn í þessum hörmungum. VG auðvitað þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu þ.s. þeir vissu þetta allan tímann og má finna sannanir um það í fréttasöfnum og m.a. á YouTube, yfirlýsingu frá Steingrími J. um yfirvofanid hörmungar sem afleiðingar af stefnu Sjálfstæðisflokksins

Sá flokkur gæti notast við, tja, svona 95% endurnýjun og algera endurskoðun hugsjóna, markmiða, vinnuaðferða, hegðunar og verðmætamats. Tekurðu það að þér? Nú er sénsinn að hreinsa almennilega til þ.s. þeir sem sitja nú á þingi eru rjúkandi rústir. Spurning hvort fólk er búið að gleyma ölvunarakstrinum... eða hvort fólk muni að þú baðst afsökunar á þessu opinberlega og tókst þessu - út á við allavega - eins og maður.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.2.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, ég man að hann baðst afsökunar. Mér þótti hann meiri maður fyrir. Nú eru menn á þingi (úr sama flokki og öðrum) sem neita að biðjast afsökunar á mun meiri glæp. Þeir eru minni menn. Svo er fólk á alþingi í dag sem að notar þessa stuttu stjórn í allt annað en þeir lofuðu. Þeir eru ennþá minni menn. (Ok, fólk. Þau eru af báðum kynjum.)

Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband