Seðlaprentun

Fyrst lækka vextir svo kaupa seðlabankar skuldabréf og síðan er farið í seðlaprentun. Aukið peningamagn í umferð á að auka flæði í hagkerfinu en getur óhjákvæmilega leitt til verðbólgu.

Á tímum þegar verðhjöðnun er helst í spilunum er bara tímaspursmál hvenær seðlabankar fara að prenta peninga.

Hér segir Bloomberg frá Bretum:

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601068&sid=aqYbzucRY73o&refer=home 

Á Íslandi erum við reyndar á reit eitt með afar háa vexti en aukin útgáfa skuldabréfa ríkisins er framundan til að fjármagna hallann. Það að eiga eigin gjaldmiðil hjálpar Bretum - og Íslendingum - við það að auka peningamagn í eigin gjaldmiðli. Verðbólgan getur étið upp skuldir ríksins í flestum tilfellum en á Íslandi er meirihluti íslenskra skulda verðtryggð. Nú er að sjá hvernig nýja peningamálastefnunefndin leggur upp kapalinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Eyþór.
Mikið er það gott að sjá kjörin Sjálfstæðismann mæra ágæti krónunar. Tilfinningin verður æ sterkari að ESB-andsnúnum fækki ört og það sama eigi við um fjölda þeirra sem gildi krónunnar kunna að meta. Mikið vona ég að þessi upplifun hjá mér sé kolröng

Haraldur Baldursson, 3.3.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ég er á því að ESB muni liðast í sundur í kjölfar þeirrar kreppu sem er í vændum.  Spái þessvegna lítið í evruna sem einhvern framtíðarkost.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gott að sjá að þú ert að hugsa um hluti sem skipta máli í dag Eyþór. það sama verður þó ekki sagt vel flesta stjórnmálamennina okkar.

Króna og verðtryggð króna er ekki það sama.

Orsök kreppunnar er að of mikið af skuldum er á veðhæfum eignum í hagkerfinu. Með veðhæfum eignum er át við allar efnislegar og huglægar eignir.

Lausn á kerppunni er að lækka skuldirnar þangað til þær endurspegla orðið veðin.

Til þess eru tvær leiðir, auka veðin eða minka skuldirnar (peningana). 

Leið til að auka við veðin var til dæmis að fá IMF til að lána okkur pening, veðin aukast við það vegna þess að þá fær alþjóðasamfélagið meiri  trú á okkur.

Leið til að minnka skuldirnar er að afskrifa þær í gjaldþrotum. Það er af flestum talin réttasta og jafnframt skilvirkasta leiðin til að komast út úr kreppunni. Bretar sleppa þessum lið hinsvegar næstum alveg í sinni hagstjórn og dæla bara peningum til allra sem vantar þá og bíða svo bara eftir verðbólgunni, sem er líka leið til að afskrifa skuldir. ekki ætla ég að dæma um ágæti þess.

Á íslandi er verið að afskrifa mikið af peningum með gjaldþrotum sem er vel.  Okkar vandi er hinsvegar sá að  vertryggðar krónur rýrna ekki í verðbólgu, og hún  mun fara af stað við fyrirhugaða endurfjármögnum bankanna.

 Á þessu verður að taka strax,ellegar tekur kreppan á íslandi engan enda. Tillögur framsóknar varðandi 20% niðurfellingu verðtryggðra skulda eru þær einu sem taka á þessu svo vit glóra sé í, af því sem ég hef séð fram að þessu.

Ég hef sjálfur stungið upp á að notast verði við vísitölu húsnæðisverð í staðin fyrir lánskjaravísitölu í fyrirfram ákveðin tíma til að taka þessu mjög svo stóra vanda.  Vandamálið og lausnin

Guðmundur Jónsson, 3.3.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur:

Ekki er ég alveg sammála þér að besta leiðin sé að láta allt húrra á hausinn. Hins vegar er ég sammála þér að gjörsamlega vonlaus fyrirtæki eiga bankarnir að sjálfsögðu að yfirtaka. Sannleikurinn er hins vegar að lausafjárskorturinn kemur ekki einungis við kaunin á fyrirtækjum sem voru að "leika sér" í útrásinni, heldur einnig ósköp venjulegum fyrirtækjum sem voru og eru í raun vel rekin.

Efnahagshrunið kemur að sjálfsögðu verst við þau fyrirtæki sem voru tæp fyrir en þetta algjöra hrun á eftirspurn eftir vöru og þjónustu setu stöndugustu fyrirtæki í erfiða stöðu. Því held ég að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu, sem eru að dæla peningum inn í þau fyrirtæki sem eiga sér lífsvon, séu að gera rétta hluti við að "endurræsa" hagkerfið.

Um leið og verðbólga lækkar hér á landi - og þar með stýrivextir - er nauðsynlegt að dæla peningum til fyrirtækja sem eiga von. Jafnvel þótt einhverjir milljarðar gætu tapast við slíkar björgunaraðgerðir, er skaðinn sem hlýst af því að láta 30-40% íslenskra fyrirtækja fara á höfuðið meiri. Ef við líkjum efnahagshruninu við hjartaáfall, spyr ég þig, hvort þú hefðir áhyggjur af brotnum rifbeinum ef þú værir að hnoða lífi í deyjandi sjúkling?


Eyþór:

Vissulega er krónan ágæt í vandræðum sem þessum, en um leið og hún er lækning við sjúkdómnum er hún um leið hluti af sjúkdómnum.

Rétt er að gengisfellingin lagaði hagkerfið fljótt og vel að breyttum aðstæðum. Meira að segja verðbólgan hjálpaði með því að lækka laun fólks í landinu um 20% á stuttum tíma á meðan fyrirtækin hleyptu erlendum verðlagshækkunum út í verðlagið og visst jafnvægi skapast aftur.

Fólk spyr, hvað hefði verið gert ef við hefðum verið með annan lögeyri (evru, dollar o.s.frv.). Svar mitt er að sama hefði í raun gerst með öðrum lögeyri. Hrávara fór hækkandi á síðastliðnu ári á alþjóðamörkuðum. Vara hefði því hækkað í búðum, bæði á innfluttum varningi og þeim er framleiddur er hér á landi. Kaupmáttur innlendra launa hefði þar af leiðandi í kjölfarið lækkað hér líkt og hann gerði erlendis.

Hefðum við verið með annan "stabílan" lögeyri hefðum við í haust orðið að lækka laun í landinu um 10% á einu bretti. Þetta er í raun svipuð lækkun og við höfum verið að ganga í gegnum vegna verðbólgu og annarra launalækkana. Til viðbótar hefðu verðhækkanir komið, sbr. hér að ofan.

Ég spyr: hver er munurinn? Niðurstaðan er sú sama! Þjóðarframleiðslan minnkar í kreppu sem þessari, um einhverja ákveðna prósentu, sem þýðir í raun að við verðum að eyða minni til að endar nái saman. Við verðum að skera niður í neyslu heimila og fjárfestingum fyrirtækja og síðast en ekki síst í samneyslu, hvort sem um er að ræða opinberri þjónustu eða fjárfestingar ríkisins.

Óhagræðið og það ógagnsæi sem orsakast af óðaverðbólgu er hins vegar að mínu mati meira en bein launalækkun, því einstaklingar og fyrirtæki eiga erfiðara með að gera áætlanir og skipuleggja sín fjármál að ógleymdum fylgifiskum á borð við verðtryggingu og háa vexti. Báðar aðferðir leiða þó að lokum sömu niðurstöðu, þ.e.a.s. að einstaklingar og fyrirtæki neyðast til að hugsa upp nýjar leiðir til að koma undir sig fótunum. Þar sem tækifærin innanlands eru nær engin vegna hverfandi eftirspurnar, eru tækifærin að mestu í útflutningi og því beinist krafturinn í þá átt, landi og þjóð til blessunar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.3.2009 kl. 08:42

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Var ekki alveg vaknaður:

Báðar aðferðir leiða þó að lokum sömu niðurstöðu, þ.e.a.s. að einstaklingar og fyrirtæki neyðast til að...
 

Á að vera:

Báðar aðferðir leiða þó að lokum sömu niðurstöðu, þ.e.a.s. að einstaklingar neyðast til að minnka neyslu sína og fjárfestingar og það sama gildir um fyrirtækin.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.3.2009 kl. 08:47

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Og enn bæti ég við:

Algjörlega galið er að fara í upptöku annars lögeyris á meðan gengi krónunnar er eins og það er í dag, því við myndum gera Ísland að algjör láglaunalandi um næstu framtíð. Ef ákvörðun er tekin um slíkt verður að bíða betri gengis og þá kemur aftur upp spurningin, hvort við þurfum yfirleitt að skipta um gjaldmiðil. Aðalmálið er að sjálfsögðu ábyrg hagstjórn, ábyrg peningamálastjórn og ábyrg ríkisfjármál, hvort sem er í Bandaríkjunum, Evrulandi eða Íslandi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.3.2009 kl. 08:51

7 identicon

Gott að hafa krónuna?

Íslensk hagsaga er niðurdrepandi lesning á flökti öfga á milli.  Sagan kennir okkur að við skuldadaga bágrar efnahagsstjórnunar íslenskra stjórnmálamanna, þá, jú, nýtist krónan til björgunar með því að stela sparnaði og eignum almennings. 

Með stærri mynt fær almenningur loksins mynt sem ekki er hægt að misnota af bjánum, sem tala mikið um, en kunna fátt í hagfræði en mikið í sérhagsmunafræði, en hafa "óvart" valist af okkur til þess að stýra efnahagsskútunni.  Mynt sem hægt verður að fjárfesta í húsum sínum í og spara í.

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn hafi innanborðs, fólk sem skilur það að krónan er liðið lík.  Ég geri mér samt litlar vonir um það, enda stefna flokksins meira núorðið í ætt við þjóðernissinnuð trúarbrögð og óskhyggju en heilbrigða og nútímalega skynsemi eins og hún ætti að byggjast á.

Varandi peningaprentun, þá er það góð fræði að auka peningamagn í umferð, þegar að peningamagn minnkar, en þá þarf ríkissjóður að vera það stöndugur eftir að peningamagn eykst aftur að geta innkallað peninga af markaði.  Óttinn er að að slíkt verði ókleift, vegna bágrar stöðu ríkissjóða í heiminum og muni það leiða til mikillar eða óða-verðbólgu þegar að líður á og peningamagn í umferð eykst (kannski seint á næsta ári).  Það er samt óljóst og ekki allir á því að svo muni verða.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband