Breytt landslag

Ingibjörg Sólrún tekur hér skynsama en sjálfsagt erfiða ákvörðun. Ingibjörg Sólrún hefur verið mikill leiðtogi á vinstri væng stjórmálanna og henni tókst að sameina ólíka hópa undir merkjum R-listans og að hluta til í Samfylkingunni. Ég óska Ingibjörgu góðs bata.

Eftir stendur Samfylkingin án formanns en Dagur B. Eggertsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru líklegust til að taka við formennskunni. Ef Dagur verður formaður verða þeir Sigmundur Davíð að öllum líkindum með ungan formann Sjálfstæðisflokksins sér við hlið í kosningabaráttunni.-  Mikil breyting á stuttum tíma.

Með þessu er að verða gerbreytt landslag þar sem nýjir formenn leiða þá þrjá flokka sem hafa verið í ríkisstjórn á síðustu árum. Erfið úrlausnarefni eru framundan og er alls óvíst að næsta ríkisstjórn hafi styrk til að takast á við erfið mál.

Ekki er ólíklegt að kosið verði aftur fljótlega enda er það reynslan frá þeim löndum sem lent hafa í svipuðum málum og Ísland. IMF og pólítískur óstöðugleiki. Það sem gerist hins vegar jafnt og þétt er að nýtt fólk tekur við og ný sjónarmið ná að skjóta rótum. Nú er að sjá hvernig kosningarnar fara í breyttu landslagi og svo er ekki minna mál að sjá hvernig tekst að takast á við viðfangsefnin.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband