11.3.2009 | 22:45
Lítil þáttaka í prófkjörum?
Eftir mikla umræðu um lýðræðismál að undanförnu hlýtur það að koma á óvart hve þáttaka í prófkjörum reynist lítil.
Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 2006 voru 5149 sem greiddu atkvæði. Nú var prófkjörið galopið og þurftu menn ekki að fara að heiman til að kjósa þar sem boðið var upp á kosningu í heimabankanum en allt kom fyrir ekki: Aðeins 2389 kusu eða innan við helmingur á við síðast. - Hvað veldur?
Þá komum við að VG sem hafa undanfarið mælst öðru hverju sem stærsti flokkur landsins og prófkjöri þeirra í langstærsta kjördæmi landsins; Reykjavík.
Alls kusu þar 1101 í Reykjavíkur kjördæmunum. Þegar skoðað er hvaða atkvæðafjöldi er á bak við hvert þingmannsefnið kemur í ljós að það eru um fimm hundruð atkvæði að jafnaði:
- Katrín Jakobsdóttir, 856 atkvæði í 1. sæti
- Svandís Svavarsdóttir, 616 atkvæði í 1. sæti
- Lilja Mósesdóttir, 480 atkvæði í 2. sæti
- Árni Þór Sigurðsson, 342 atkvæði í 2. sæti
- Álfheiður Ingadóttir, 479 atkvæði í 3. sæti
- Kolbrún Halldórsdóttir, 446 atkvæði í 3. sæti
- Ari Matthíasson, 467 atkvæði í 4. sæti
Ekki er það stórt umboð.....
Nú er að sjá hvernig þáttakan verður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins og er ég spenntastur fyrir að sjá niðurstöður í Reykjavík og á Suðurlandi. Síðast kusu yfir fimm þúsund manns í Suðurkjördæmi og yfir tíu þúsund í Reykjavík.
Nú er að sjá hvernig þáttaka verður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ég gef nú ekki mikið fyrir þá sem eru í framboði í okkar kjördæmi, því miður.... og svo lengi sem Árni Johnsen er á lista kýs ég ekki Sjálfstæðismenn, flokkinn minn. Víst hefur hann gert meira fyrir sunnlendinga en flestir svokallaðir landsbyggðaþingmenn, en það breytir því ekki að maðurinn er dæmdur þjófur og glæpamaður, sama hversu mikið uppgjöfinni frægu er hampað. Hrokinn bætir ekki heldur úr skák. Þetta er hrikalega slæmt, því eins og ég sagði þá hefur hann lyft grettistaki fyrir sunnlendinga. Ég get bara ekki treyst svoleiðis manni á alþingi. Einhversstaðar stendur að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Go figure.
Nú eru þeir fleiri af svipuðu kaliberi þarna úr öðrum flokkum. Enginn þeirra hefur þó verið dæmdur sem sakamaður (nema viðrinið þarna úr litla flokknum þarna, hvaðannafturheitir, Frjálslyndir (!)) og gildir náttúrulega nákvæmlega það sama um hann í mínum huga. Burt með hann.
Ef það á að hefja þessa stofnun til vegs og virðingar aftur þá þarf að hreinsa all-hressilega til þarna inni. Mér finnst það vera helvíti hart ef maður hefur úr að velja annarsvegar mannskap sem að gengur um ljúgandi (90% þingmanna) og stelandi en gera samt eitthvað fyrir umbjóðendur sína og hinsvegar lið eins og VG skrílinn sem að gerir nákvæmlega ekki neitt nema vera með kjaftinn í hánorður og á móti öllu, sama hvað er. Menntamálaráðherrann ætti að skammast sín fyrir sinn þátt í mótmælunum þarna um daginn og hypja sig heim til sín. Hvernig á maður að bera virðingu fyrir svona fólki?
Eftir smá hiksta í byrjun eftir klúðrið þitt þá steigst þú fram og viðurkenndir og baðst afsökunar. Þar varst þú maður að meiri og fórst ekki að grenja um "tæknileg mistök" og sakaðir fjölmiðla um einelti. Þetta olli því að ég ber virðingu fyrir þér, hversu ósammála sem ég get verið þér stundum. Ég vil einstaklingskosningar, punktur. Þá myndi ég kjósa þig.
Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 23:17
Árni Johnsen er á lista því Árni Johnsen vill vera á lista. Það er síðan hlutverk kjósenda xd í suðurkjördæmi að ákveða það hvort Árni eigi að vera á lista eður ei. Með því að dæma flokkinn og prófkjörið út frá því að Árni sé að bjóða sig fram og vilja ekki kjósa vegna þess þá finnst mér þú vera að gefa upp bátinn. Ég er sammála Eyþóri og hef áhyggjur af dræmri þáttöku í prófkjörum. Það kemur í ljós um helgina hversu góð þáttakan verður td. í Rvk. en þar eru hvorki meira né minna en 29manns eru að bjóða fram krafta sína. Lýðræði að mínu mati snýst ekki minna um það að velja gott fólk á lista þess flokks sem stendur næst manni málefnalega.
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:36
Það er stór galli hve fáir velja í prófkjörum. Fólk verður að fara að vakna og hugsa á sjálfstæðari hátt eða er fólki sama um það hverjir veljast í efstu sætin, það sé aðeins flokkurinn sem málið snýst um. Að lokum verð ég að fá tækifæri til að fagna stöðu Kolbrúnar Halldórsdóttur á listanum, hún er einn af "þreyttustu" þingmönnum sem ég man eftir síðustu áratugi og gott að þurfa ekki að hlusta lengur á blessaða konuna á þingi.
Páll A. Þorgeirsson, 12.3.2009 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.