19.3.2009 | 11:15
Fjárhagsáætlunin "Hókus pókus" - segir forseti bæjarstjórnar
Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins Árborgar gerir ráð fyrir 1 milljón í tap - hvern einasta dag. Þá stefnir í tæknilegt gjaldþrot árið 2015 að óbreyttu. Aðspurður um áætlunina segir forseti bæjarstjórnar að þriggja ára áætlanir sveitastjórna vera "hókus pókus - einhver spádómur út í loftið".
Hér er frétt Fréttablaðisins:
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Áborgar segja að miðað við nýsamþykkta þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins muni það tapa einni milljón króna á hverjum degi næstu árin.Eyþór Arnalds, oddviti minnhluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir að miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar verði 1.433 milljóna króna halli árin 2009 til 2012. Þannig verður eigið fé sveitarfélagsins uppurið að óbreyttu árið 2015. Þá væri svo komið að Árborg yrði tæknilega gjaldþrota. Því þykir okkur að við þetta verði engan veginn unað og hér sé í raun um uppgjöf núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að ræða," segir Eyþór.Þorvaldur Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna og forseti bæjarstjórnar, segir fullyrðingar sjálfstæðismanna miðaðar við verstu aðstæður.Það er mjög mikil óvissa og það er hægt að búa til alls konar missvört dæmi en við höfum ekkert viljað vera að mála skrattann á vegginn," segir Þorvaldur sem kveður óvissuna fram undan svo mikla að í raun sé öll gerð fjárhagsáætlana nánast út í loftið.Það verður að segjast eins og er að þessar þriggja ára áætlanir sem sveitarstjórnir eru að gera í dag eru bara eins og hókus pókus einhver spádómur út í loftið."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Sæll Eyþór
Er fyrirtækjastefnan enn við lýð í Árborg? þar var veðjað á rangann hest skal ég segja. Ferðamál sett undir kodda og bæði þorlákshöfn og Hveragerði eru að bruna fram úr okkur í þessum málum vegna sinnuleysi yfirvalda hér. Þetta var stefna sem sett var fyrir um 6-7 árum síðan í það minnsta eða síðan skýrsla Rögnvaldar var sett ofan í skúffu, hefur þú séð hana? þurfum við ekki að vakna? ég er vakandi en þurfa fleiri ekki að vakna? hver er þín skoðun á þessum málum?
bestu kveðjur ReynirReynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:00
Sæll Eyþór ég sé þann draum að í sveitarstjórn hætti menn að skipa minni og meirihluta það á ekki við í sveitastjórnarpólitík ég hef þá trú og vissu að allir sem í sveitastjórn eru kosnir geri allt sem þeir geta til hagsbóta fyrir sitt sveitarfélag.
Flokkarnir eiga að velja fólk á listana hjá sér og bjóða fram síðan eiga þeir að skiptast á að gegna embættum formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar nú ef einn er bæjarstjóri þá kemur annað á mót.
Síðan geta myndast meirihluti fyrir einumáli á milli Sjálfstæðismanna V.G og samfylkingar og svo getur myndast á sama fundi öðruvísi meirihluti um annað mál sem væri skipaður Framsókn og Sjálfstæðis það geta myndast meirihlutar sitt og hvað um hin ýmsu mál.
Ég sem formaður Framsóknarfélags Árborgar er alveg til viðræðu um að koma á fundi með formönnum flokkanna í Árborg og síðan með formönnum og oddvitum flokkanna, og fara betur í þessi mál mér fyrnst ef möguleiki væri á að þetta væri lausn sem ætti virkilega að prófa og reyna að þróa sveitarstjórnarmál á þennan veg þá er allt besta fólkið virkjað og fær að njóta sín í starfi. Það er ömurlegt að berjast um góð mál bara af því að einhver annar bar þau fram en þóknanlegt er af meir og eða minnihluta mál sem allir eru sammála um að sé gott mál.
Þetta er svona þjóðstjórnarmál í sveitarfélögum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.3.2009 kl. 22:02
Sæll Jón
frábær hugmynd en aðeins þinn draumur, en meðan flokka pólitík er við lýð þá mun það alltaf vera "aðeins draumur", þú sem formaður framsóknarfélags Árborgar ættir einnig að vita það. Ég styð fyllilega við þessa hugmyndafræði hjá þér en til þess að hún virki þarf að reka sveitarfélagið sem fyrirtæki með stjórn sem stendur saman með góðum hugmyndum en ekki stefnu flokkanna, eða bara það að vera á móti meiri eða minnihlutanum bara til að vera á móti.
bestu kveðjur Reynir
Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:16
Reynir Það er alveg rétt en það þarf einhverja starfsemi til að velja fólk og til þess getum við notað flokkakerfið því að reka sveitarfélag er það sama og að reka fyrirtæki þar sem allir gera sitt besta og í fyrirtækjum er ekki endilega allir stjórnarmenn sammála og þannig má það líka vera það geta komið árekstara um skattlagningu og niðurskurð þá þurfa menn að ræða sig í gegnum svoleiðis mál og síðan er það meirihlutinn sem ræður en eins og þetta er núna þá vill meirihlutinn ná meiri tekjum með hærri sköttum en minnihlutinn skera niður gjöld en allt er það í þá átt að reka sveitarfélagið halla laust. í Þessa vinnu þarf þroskað fólk félagslega sem skilur málin og þolir að verða undir í atkvæðagreiðslu. Það eru einu málin sem má kenna við pólitík í sveitarfélögum er skattamál annað er yfirleitt ekki pólitík það á að byggja skóla það þarf að leggja götur og gangstíga og svo framvegis.
Það þarf bara að liggja fyrir þegar farið er í kosningar hvernig frambjóðendur ætla að koma sér saman um stjórnun þá kýs fólk lista með besta fólkinu og þannig kemur metnaður flokkanna að koma með hæfasta fólkið í framboð, og sannaðu til það kemur hæft fólk því það er ekki eins hrætt við að það verði troðið í svaðið af hinum flokkunum fyrir hugmyndir sem sá einstaklingur leggur fram það verða allir í sama liðinu.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.3.2009 kl. 22:38
Ég er fyllilega sammála þér og hugmyndin er góð en ég er bara hræddur um að þetta verði ekki sama liðið sem spilar saman heldur flokkaskipt eins og það er í dag. framsóknarmenn spila saman, sjálfstæðismenn, samfylking og svo fr.v. Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér. Það er auðvitað kostur og hjálpar mikið að stjórnun liggi fyrir áður en kosningar verða en hvernig verður farið að því að ákveða það? Hvernig væri ef fólk byði sig fram án flokkaskiptingar líkt og það væri að sækja um vinnu hjá fyrirtæki... meirihlutinn væri skipaður af þeim 7 efstu sem íbúarnir kjósa og þá í leiðinni ráða í starfið, Næstu 5 eru þá minnihlutinn, það gefur hæfum mönnum sem ekki kjósa það að ganga í einhvern sérstakann flokk möguleika á því að koma að rekstri sveitarfélagsins.
Hugmyndin þín er góð og hefur fyllilega rétt á sér.
Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:11
Sælir félagar. Þetta er áhugaverð umræða bæði varðandi ferðamálin (hef ekki séð skýrsluna svo gott væri að fá hana Reynir) og ekki síður það sem þú nefnir Jón. Myndi vilja ræða þessi mál frekar. Uppbyggileg umræða er sjaldséð og hana á að virkja.
Eyþór Laxdal Arnalds, 20.3.2009 kl. 08:18
Sæll Eyþór ég mun reyna að funda með öðrum flokkum sem sæti eiga bæjarstjórn fljótlega eftir Alþingiskosningarnar og halda síðan áfram eftir því hvort vilji er fyrir því að innan flokkanna,
Þá með það markmið að setja upp kerfi sem getur virkað eftir fylgi um t.d skiptingu embætta.
Ef enginn vill þessa hugmynd þá verður ekkert úr en hver vill verða til þess.
Það er líka möguleiki ef um það er að ræða að raða á lista um leið og kosið er, eins og verið er að ræða á Alþingi núna. Þá er hægt að búa til einn lista með 20 til 30 mans sem raðað er á af kjósendum í kosningunum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.3.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.