Fimm þingmenn í Suðurkjördæmi?

Listi Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag. Eins og stundum vill verða voru ýmsir ósáttir við niðurstöðu prófkjörs og aðrir óánægðir með breytingar á lista eftir prófkjörið. Listinn var engu að síður samþykktur með miklum meirihluta án breytinga á tillögu kjörnefndar.

Lýðræðið er eins og við vitum ófullkomið en eins og Churchill sagði er það þó illskást; ("Democracy is the worst form of government, except for all those other forms that have been tried from time to time."). Meðferð þess er þó alltaf annmörkum háð og viðkvæmt mál yfirleitt.

Listann leiðir Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður og er engan bilbug á henni að finna þrátt fyrir einstaka úrtöluraddir. Ragnheiður telur Kjartan Ólafsson sem skipar 5. sætið vera í baráttusæti og raunhæfa möguleika að D-listinn bæti við sig manni og tryggja þannig áframhaldandi þingsetu Kjartans. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið hjá nýjum forystumanni í kjördæminu. Nú er að sjá hvernig þetta gengur en ekki er ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái einna besta kosningu í Suðurkjördæmi á landsvísu enda er staða flokksins sterk í sveitarstjórnum og mælist sterkastur í okkar kjördæmi á landsvísu.

Framundan er landsfundur þar sem helstu mál verða niðurstöður í Evrópumálum og bók Endurreisnarnefndar flokksins. Nú er að sjá hvernig upptakturinn fyrir kosningarnar verður um næstu helgi en búast má við kröftugum landsfundi sem leggur upp með endurnýjað umboð og nýja forystu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ha ha ha 5 menn ha ha,af hverju sagðirðu ekki 10.Nei Sjálfstæðisflokkurinn ætti að drösla einum manni inn ef allt væri eðlilegt.kv

þorvaldur Hermannsson, 21.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband