Mikill áfangasigur

Nú er staðfest það sem áður hafði verið rætt að Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður. Vinur minn og baráttufélagi Hannes Kristmundsson frá Hveragerði færði mér fyrstur fréttirnar fyrr í vikunni og var það gott símtal.

Sá hluti sem verður 2+1 verður að lokum tvöfaldur líka þó síðar verði. Það er skynsamlegt að fara ekki í öll mislæg gatnamót strax enda eru þau mjög kostnaðarsöm. Þetta er mikill sigur fyrir alla þá fjölmörgu sem hafa barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.

Umferðarþungi heldur áfram að aukast um Suðurlandsveg þrátt fyrir kreppuna og var umferðaraukning um 9% milli ára á Suðurlandi en samdráttur í akstri víða annars staðar á landinu. Núverandi vegur er yfir þrjátíu ára gamall og barn síns tíma. Nú er kominn tími á tvöföldun enda full samstaða orðin um það. Bráðabirgðalausnir verða alltaf dýrari á endanum og því er tvöföldun framtíðarlausn.

Fyrsti áfanginn gæti verið tilbúinn næsta vor en gott væri að fá tímasetningu í kaflann frá Kömbum og að Ölfusá enda er leiðin milli Hveragerðis og Selfoss hættuleg eins og dæmin sanna. Sú leið er kostnaðarsöm í framkvæmd en jafnframt afar dýr þeim sem aka þessa leið á meðan hún er 1+1. Nú er kominn stór og mikill áfangasigur og því ber að fagna og það ber að þakka.


mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta er ekki kalt hlutlaust mat og það er miður. Þetta er röng leið.

Birgir Þór Bragason, 25.3.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sko við fögnum þessu Eyþór svo mjög/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband