Verður hryðjuverkalögunum þá aflétt?

Enn er það svo að Landsbankinn er á lista yfir hryðjuverkasamtök hjá breskum stjórnvöldum eins og sjá má hér.

Breska fjármálaráðuneytið birtir listann sem nú er svona eftir að sér listi var gerður fyrir Landsbankann neðanmáls:

 

Current regimes

Asset freezing measures not related to terrorist or country-based financial sanctions

Landsbanki


mbl.is Hryðjuverkalög of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Eyþór

Ef til vill eru heimatökin kanski hæg. Evrópumenn hafa alltaf setið á IMF. Kanski vita þeir meira en við vitum - í gegnum IMFið. Ekki veit ég það.

Eitt athyglisvert gerðist á G20 fundinum í London. En það er það að Evrópubúar misstu loksins yfirráðin yfir IMF (Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum). Yfirmenn IMF hafa ALLTAF verið Evrópubúar og stjórn (board) IMF hefur alltaf verið á höndum Evrópubúa að mestu leyti. Eins gamaldags og þeir eru í öllu hvað varðar heimsverslun (trade surplus fetisists) og peningastjórnun þá hefur viðhorf þeirra leitt af sér að engin hefur viljað leita til IMF með hattinn í hendinni nema í algeru þroti. Sem afleiðing notuðu Asíulönd því oft gjaldeyrissöfnun sem öryggisráðstöfun geng því að þurfa að koma skríðandi til Evrópu-Aristokratanna í IMF.

En IMF gæti hugsanlega orðið vísir að einhverju nýju, loksins orðinn sæmilega fjárvæddur.

Það er óhugnalegt að svona listi skuli vera til í þessu samhengi - fjármálakreppa og erfiðeikar smáríkis. Þessir listagerð getur virkað sem vopn í höndum einmitt hryðjuverkamanna. Hér álít ég að að bæði hið opinbera í UK og allt ESB sé á gersamlega hálum ís. Þetta er skammarlegt og líðst einungis af því að við erum smáþjóð. Þetta er arfleið hinna gömlu nýlenduvelda Evrópu -> the former official colonial powers.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Og til hvaða diplómatískra aðgerða ætla íslensk stjórnvöl að grípa til gagnvart bretum? Til hvaða réttarfarslegra aðgerðar á/átti að grípa til? Gaman að fylgjast með svörum íslenskra ráðamanna á næstunni.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En er búið að aflétta frystingu á eignum íslenska ríkisins og Seðlabanka Íslands í Bretlandi? Þar með talið gullforða Íslendinga? Skítt með Landsbankann úr því sem komið er, en það væri forvitnilegt að fá svör hvað varðar aðrar eignir þjóðarinnar í London.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Við verðum að halda ró okkar þó svo þessi þingnefnd hafi sagt Darling hafa farið offari vegna "meinntra ummæla Árna Matt, þetta þýðir alls ekki að okkar mál séu allt í einu "góð" og við getum farið að halda partý! Hvað þá að halda að við getum gert ráð fyrir að hægt sé semja um að lækka greiðslur á Icesafe reikningum okkar, ónei, aldeilis ekkik, þetta mun að mínu mati ekki breyta neinu fyrir okkur nema þá helst að Árni Matt sefur kannski aðeins betur  þessa daganna.

Guðmundur Júlíusson, 4.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband