Á íslenska ríkið að borga fyrir Icesave?

Þegar bankarnir voru seldir var það trú manna að ríkisábyrgðin fylgdi ekki með. Nú hafa fjölmargar ábyrgðir fallið á ríkið ekki síst vegna lána Seðlabankans sem reyndi að bakka upp bankanna. En furðulegasta ábyrgðin er Icesave. Samkvæmt lögum og reglugerðum eiga lönd sem tilheyra EES samningnum að koma sér upp tryggingarsjóði innlána. Það gerðu íslendingar. Vandamálið er að tryggingarsjóðurinn er allt of lítill þegar allt hrynur. Lítill sparisjóður gæti verið varinn en tröllvaxnir fjárfestingabankar á Íslandi voru einfaldlega of stórir. Sérstaklega þar sem þeir söfnuðu innlánum í hundraða milljarða tali í Evrópu.

Samkvæmt lögfræðiálitum ber íslenska ríkinu ekki nein skylda til að ábyrgjast innistæður umfram tryggingarsjóðinn (sem er sjálfstæður). Samkvæmt áliti seðlabanka Frakklands er ekki gert ráð fyrir ríkisábyrgð og reyndar efast menn um að þessar evrópsku reglur hafi verið hugsaðar til enda.

Nú hefur því verið borið við að ef Íslendingar greiði ekki Icesave skuldir falli evrópska bankakerfið. Ef við gefum okkur það að þessi fullyrðing sé rétt er það algerlega glórulaust að íslenska ríkið sem er minnsta og eitt skuldsettasta ríkið í Evrópu í dag skuli vera látið borga brúsann.

Margt bendir til þess að helstu rökin fyrir ríkisábyrgð á Icesave (hvers nafn er mikið öfugmæli) séu kúganir ESB og IMF.

Þetta mál þarf að ræða opinskátt og óháð flokkapólítík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eins og ég hef skilið þetta þá voru það neyðarlögin, sem settu þessar skyldur á okkar herðar. Þegar við ákváðum að allir innistæðueigendur á Íslandi fengju sitt greitt í topp úr þrotabúum bankanna þá lenti ábyrð á öllum innlánsreikningum á ríkinu vegna þess að samkvæmt EES reglum er óheimilt að mismuna innistæðueigendum innan EES svæðisins eftir því hvar þeir eru búsettir.

Það að ætla aðeins að ábyrgjast innistæður viðskiptavina Landsbankans í íslenskum útibúum er samkvæmt EES samningmun það sama og ef áveðið hefði verið að aðeins þeir, sem ættu innistæður í bankanum á Selfossi fengju sitt greitt í topp en viðskiptavinir annars staðar fengju einungis það, sem fæst úr tryggignasjóði innistæðueigenda. Það er nefnilega litið á það sem sama hlutin að mismuna mönnum eftir því hvort þeir búa á Selfossi eða Reykjavík eins og að mismuna þeim eftir því hvort þeir búa á Íslandi eða öðru EES ríki.

Þannig skilst mér að ef ríkistjórnin hefði tekið þá ákvörðun að allir innistæðueigendur og þá líka íslenskir innistæðueigendur ættu að sæta því að fá aðeins greitt eftir því hversu mikið tryggingasjóður innistæðueigenda næði að greiða þá hefði ESB ekki gert athugasemdir við það. Það sé hins vegar mismununin á milli innistæðueigenda eftir því hvort þeir væru með innistæður sínar í íslenskum eða erlendum útibúum bankans, sem ESB gat ekki sætt sig við.

Ástæða þess að menn töldu að það hefði slæm áhrif á hið frjálsa flæði fjármagns á EES svæðinu ef við hefðum komist upp með þessa mismunum er sú að þá töldu menn að innistæðueigendur á EES svæðinu myndu hika við að leggja fé sitt inn á bankareikninga erlendra banka og þar með ættu bankar á EES svæðinu mjög erfitt með að starfa í öðrum EES löndum.

Ég er ekki 100% viss um að þetta sé réttur skiningur hjá mér á þessu máli en tel nánast öruggt að þetta sé málið.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Sigurður þetta er eitt af því sem hefur verið haldið fram og eru ákveðin rök í þessu. En þetta er krafa sem ætti að takast á um fyrir dómstólum en ekki að gangast að henni með skuldabréfi.

Eitt af því sem tryggt er í Neyðarlögunum er að innistæður séu forgangskröfur. Ég hef skilið það svo að innistæður í útibúum (eins og Icesave) séu líka forgangskröfur og þannig sé ákveðnu jafnfræði náð.

Allt er þetta mikið hörmungarmál en það er engin ástæða fyrir okkar að gera illt verra.

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.4.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Hér er ágætis yfirlit þar sem því er haldið fram að neyðarréttur í EES samningi tryggi okkur lögfræðilega.

"Þær ráðstafanir sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til að því er varðar innstæður í bönkunum eru lögmætar og réttlætanlegar. Skiptir þá ekki máli hvort litið er á þær sem ráðstafanir sem falli utan gildissviðs EES-samningsins eða hvort þær verði reistar á undantekningum frá samningnum með vísan til almannahagsmuna eða neyðarréttar. Það hvíla því ekki þjóðréttarlegar skuldbindingar á íslenskum stjórnvöldum um að verða við frekari kröfum sem lúta að tryggingu innstæðna í erlendum útibúum bankanna."

Þjóðréttarlegar skuldbindingar (visir.is 15/11/2008)

Róbert Viðar Bjarnason, 6.4.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir þetta Róbert. Þeir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa skrifað góðar greinar um þetta mál. Hér er vitnað í eina slíka á rúv skömmu eftir bankahrunið: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item231648/

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.4.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ekki borga krónu....

Haraldur Baldursson, 6.4.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Neibb. Ef það á að velta þessu yfir á okkur, þá verður allt gert sem hægt er til að komast hjá því að borga til ríkisins. Skattsvik, "svört" atvinna, svartamarkaðsbrask og glæpir munu grassera. Það mun engin sjá sér lengur hag í því að stunda heiðarlega vinnu og borga skatta af launum sínum. Er það þjóðfélagið sem við viljum byggja?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þó allar innistæður bæði í erlendu og innlendu útibúunum hafi verið gerðar að forgangskröfum þá er ekki jafnræði náð þegar aðeins annar hópurinn fær sitt greitt að fullu en hin ekki. Við skulum líka hafa í huga að þegar ákveðið var að láta innistæðueigendur í útibúunum á Íslandi fá sitt greitt að fullu úr þrotabúinu þá varð minna eftir fyrir hina heldur en hefði orðið ef allir hefðu setið við sama borð. Þetta hafa erlendu kröfuhafanrnir kallað "þjófnað úr þrotabúi" enda er þetta ekkert annað en það.

Það er því algert lágmark að við íslenska ríkið taki á sig þann mun á greiðslum til innistæðueigenda í erlendu útibúunum, sem þetta verldur miðað við að allir innistæðueigendur hefðu setið við sama borð varðandi skiptingu á eigngum úr þrotabúinu. Í raun er ríkið þá ekki að greiða neitt til erlendu innistæðueigendanna heldur að greiða til íslensku innistæðueigendanna munin á því að fá allt sitt og því, sem þeir hefðu fengið ef allir hefðu setið við sama borð varðandi skiptingu eigna úr þrotabúinu.

Ef við gerum það ekki þá hafa erlendu innistæðueigendurnir einfaldlega rétt fyrir sér ef þeir kalla okkur "þjófa" að mínu mati. Það er ekkert að því að við tryggju innistæðueigendum hér á landi fulla endurgreiðslu sinna innistæða svo fremi að við gerum það á okkar kostnað en ekki á kostnað innistæðueigenda erlendis.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki að segja f...you Mr.Brown and Euroclown !. We no hay, we no pay ! Erum við þá ekki búnir að loka fjárlagagatinu ?

Erum við ekki ærulausir hvort eð er ?  

Halldór Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:47

9 identicon

Nú er ég sammála þér.

Valsól (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 06:29

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Halldór. Telur þú það í lagi að við segjum f...you við almenning í nágrannalöndum okkar, sem treystu íslenskum bönkum fyrir sparifé sínu? Telur þú í lagi að við segjum f...you við almenning í nágrannalöndum okkar, sem missir lífeyrisréttindi á efri árum vegna þess að lífeyrissjóðir þeirra treystu íslenskum bönkum fyrir lífeyrssparnaði þeirra. Telur þú að það sé í lagi að við segjum f....you við þá, sem áttu að njóta fjár frá góðgerðasamtökum, sem treystu íslenskum bönkum fyrir söfnunarfé sínu?

Eigum við að koma fram við þetta fólk að sanngirni og virðingu eða eigum við bara að segja f....you við það allt vegan þess að við erum hvort eð er ærulausir?

Sigurður M Grétarsson, 7.4.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband