"Skyldi Halldór koma á morgun?"

Ung kona í sveit varð ástfanginn af manni sem Halldór hét. Þótt ástin væri heit náði hún aldrei að tjá manninum hvað hug hún bar til hans. Halldór kom stundum í heimsókn á bæinn en þess á milli beið unga konan eftir Halldóri og sagði þá oftar en ekki upp úr hljóði; "skyldi Halldór koma á morgun?"

Á morgun á að ákveða stýrivexti af peningamálanefnd og Seðlabanka Íslands.

Lengi hefur verið beðið vaxtalækkunar en staðan í dag er sú að háir vextir eru farnir að veikja íslensku krónuna þegar vaxtagjalddagar eru greiddir í dýrmætum gjaldeyri út úr landinu. Nú bíða margir spenntir og vona að nú komi loks að langþráðri lækkun vaxta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Var þetta Halldór Ásgrímsson?

Sigurður Sveinsson, 8.4.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Sigurður. Reyndar var þetta ekki herra Ásgrímsson en þetta var þjóðkunnur maður á sinni tíð

Eyþór Laxdal Arnalds, 8.4.2009 kl. 07:48

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þessi góði maður hefur vonandi verið kunnari af einhverju skárra  en þessi fyrrverandi formaður framsóknarflokksins. Þó við séum á öndverðum meiði í landsmálapólitíkinni þá gæti nú annað gilt í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Allavega ætla ég ekki að verðlauna núverandi meirihluta í bæjarstjórn Árborgar fyrir "vel" unnin störf.

Sigurður Sveinsson, 8.4.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þessi Halldór var sómamaður enda beið heimasætan eftir honum lengi vel.

Ég held við getum verið sammála um margt í bæjarmálunum Sigurður enda er margt skrýtið þar á ferð. Besta pólítíkin er líka sú sem byggir á hugmyndum og ákvörðunum en ekki flokksblindni.

Annað mál er svo þetta með vaxtastigið. Það voru vonbrigði að sjá grunnvexti Seðlabankans vera ákveðna 15,5% í morgun. Varfærni í lækkun vaxta er í raun stórvarasöm.

Eyþór Laxdal Arnalds, 8.4.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband