15,5%

Þegar verðbólgan var sem mest á Íslandi hefði verið hægt að rökstyðja 15,5% stýrivexti en núna þegar samdráttur er gríðarlegur er það furðulegt að stýrivöxtum sé enn haldið í tveggja stafa tölu.

Almennir vextir eru að sjálfsögðu hærri og má hér nefna nýju óverðtryggðu vexti Landsbankans sem eiga að vera með 1,5% álagi á stýrivexti Seðlabankans. Þeir eru þá 17% vextir og næst vaxtaákvarðannadagur verður í sumar. 

Mikið lá á að skipta út stjórn Seðlabankans og setja á nýja skipan peningamála. Til hvers?

Því er síðan haldið fram aftur og aftur að þetta sé stefna til að styrkja gengi krónunnar en í staðinn hefur krónan lagst á sóttarsæng og veikst stöðugt frá því.

Þann 28. febrúar var þetta haft eftir bankastjóranum:

"Brýnustu verkefni Seðlabanka Íslands nú snúa að styrkingu krónunnar og endurskipulagningar bankakerfisins." Þetta segir Norðmaðurinn Svein Harald Øygard, nýr bankastjóri Seðlabanka Íslands."

Síðan þá hefur krónan veikst um 13%. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Skrýtinn karl þessi kreppukarl, það var verið að ræða um seðlabankann. Að sjálfsögðu er það mjög viðkvæmt fyrir ykkur vinstri afturhaldseggi að tala um seðlabankann í dag. Þeir fylgja að mestu leyti eftir stefnu Davíðs sem ykkur fannst alröng fyrir ekki svo löngu síðan. Múturnar sem þú ert að minnast á eru þó til á pappírum, það er annað en greiðslurnar og frjáls afnot Kvennalistans (SF) af eigum baugs og þeirra fjölmiðlum. Það var aldrei gefin út nóta fyrir þeim viðskiptum.

Baldur Már Róbertsson, 10.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband