Bjarni bregst fljótt og rétt við

Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins tekur af festu á erfiðum málum. Það sést best á styrkjamálinu þar sem hann ákvað að skila fénu og taldi móttöku þess óeðlilega.

Þá ákvað Bjarni ennfremur að upplýsa um alla háa styrki á árinu áður en ný lög um fjármögnun stjórnmálaflokka tóku gildi þó ekki sé nein lagaskylda til þess. Málið var rætt á hjá okkur á fyrsta fundi nýrrar miðstjórnar og var einsýnt að við þessu þyrfti að bregðast skjótt. Mikilvægt er að upplýst sé um alla málavöxtu.

Það er fróðlegt að bera saman þessi vinnubrögð við loðin svör Samfylkingarinnar um hverjir styrktu framboðið.

Svo ekki sé minnst á Framsókn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eyþór er þér alvara. Heldur þú að Íslendingar séu sérlega heimskir og trúi því að formaðurinn eða varaformaðurinn hafi ekki vitað um málið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Mykjudreifarar flokksins greinilega komnir í gott stuð, allt í fína sökum þess hve vel Bjarni tók á málinu, og reynt að koma athyglina yfir á aðra. Heldurðu Eyþór að fólk sé fífl, og einhver trúi því að enginn spyrji spurninga þegar inneign flokksins eykst skyndilega um 55 milljónir. Ég held að miðstjórnin ætti að byrja á að athuga hvort ekki sé núna rétt að skipta um nafn og kennitölu, sting upp á nafninu Sjálfgæðisflokkurinn sem þegar er tekinn að festast við flokkinn.

Hannes Friðriksson , 9.4.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Svona eru vinnubrögð ykkar í sjálfstæðisflokknum ??,reyna að koma höggi á þá flokka sem unnið hafa með ykkur,ég tek eftir því Eyþór að þú reynir að koma skömm ykkar yfir á framsókn og samfylkinguna,ekki hina flokkana,heldur þú að það lagi ykkar málstað?,ef hinir tveir séu kannski sekir líka,?? Ef það er spilling líka hjá framsókn og samfylkingunni,er þá í lagi fyrir ykkur að vera spilltir.?? Mér er spurt.?? Þú ert mjög glaður hverinn Bjarni tók á þessum málum (hann gat ekkert annað gert) en ekki ég,að láta fyrrverandi formann taka alla sökina á sig,maður sem er að berjast fyrir lífi sínu,er fjár sjúkur,þá er hann beðinn um að bjarga flokknum og taka allt á sig,?Þetta kallar maður nú að sparka í liggjandi mann,nei þetta er mjög ljótt mál,þetta er skömm og niðurlæging að svona spilling sé til í okkar þjóðfélagi.Ég hef nú kosið bæði sjálfstæðisflokkinn og samfylkinguna,en nú er ég alveg mát,þetta er í fyrsta skipti sem ég veit ekki hvað ég á að gera við mitt atkvæði.Ég er sár og reiður yfir þessum fréttum.Og Eyþór,ekki tala niður til okkar,við erum ekki heimsk þjóð,ekki reyna að koma öðrum í vanda,reyndu heldur að taka til í eigin flokki og viðurkenna stór mistök ykkar,ekki benda á aðra,það bætir ykkar málstað.  Einn Fok Reiður.

Jóhannes Guðnason, 9.4.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband