19.4.2009 | 10:12
Framtíð Íslands út frá aldurssamsetningu (..og vandi ESB)
Í MBA náminu var hópurinn minn hjá Pedro Videla að skoða framtíð Íslands. Eitt af því sem við skoðuðum var aldursamsetningin og bað ég Hjálmar Gíslason hjá Datamarket að gera aldurstré fyrir Ísland, ESB og Bandaríkin 2008, 2030 og 2050. Myndirnar segja mikið enda er aldursamsetning Íslands og Bandaríkjanna mjög góð útfrá lágum meðaladri og hárri fæðingartíðni (yfir 2). Evrópa er klárlega í miklum vanda þar sem fæðingum hefur snarfækkað. Eina lausn Evrópu er stórfelld aukning ungra innflytjenda en um þá leið er ekki sátt.
Þegar haft er í huga að Ísland er með öfluga lífeyrissjóði (þrátt fyrir allt) en Evrópa er með lífeyrisskuld sem á að greiðast af komandi kynslóðum verður ljóst að staða okkar í þessum mikilvægu efnum er firnasterk og þarna eigum við ekkert sameiginlegt með vinum okkar í ESB. Þetta er eitt af þeim málum sem við þurfum að meta þegar við myndum okkur stefnu til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 860689
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Einhver lýsti Evrópusambandinu sem elliheimili um daginn. Það er kannski ekki alveg sanngjörn lýsing, verðandi elliheimili er hins vegar ekki svo fjarri lagi eins og horfurnar eru. Hröð öldrun innan sambandsins er ávísun á ýmis vandamál í framtíðinni, bæði efnahagsleg og félagsleg. Spurningin er, fyrir utan allt annað, hvort við viljum gera þessi vandamál að okkar?
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 10:41
Flott færsla hjá þér Eyþór. Ég er ekki viss um að staða Bandaríkjanna sé svo mjög frábrugðin stöðu Evrópu ef grannt er skoðað. Mexikanar eru helmingur allra innflytjenda í Bandaríkjunum og stærsta hluta fjölgunarinnar sem fram kemur í aldurtrénu gæti ég trúað að megi rekja til þeirra. Ef tekið hefur verið tillit til þess, biðst ég afsökunar.
Hitt er rétt að við stöndum okkur vel hér á Íslandi.
Ragnhildur Kolka, 19.4.2009 kl. 10:58
Hjörtur er alveg að missa sig. Ísland gengur ekki í lífeyrissjóðakerfi ES við samninga um aðild. Það er ekki til. Aldursamsetning einstakra aðildarríkja tekur ekkert mið af meðaltali. Þið eruð svo lélegir áróðursmenn að það er merkilegt að þið skulið vera á launum við þetta. Þessi gröf sýna bara að gert er ráð fyrir að Ísland sem þjóðfélag muni þróðast einsog önnur vestræn ríki í megin atriðum nema Bandaríkin! Ekki förum við að bera okkur saman við Kína og Venezúela. Það er nokkuð ljóst að Evrópa er og hefur lengi verið gamli heimurinn. Við sem hugleiðum ES samning núna hugsum amk 10 ár fram í tímann. Að hugsa næstu 50 ár er meira en stendur í mannlegu valdi yfirleitt. Það er science fiction. Framtíðin er ávísun á vandræði. Hvaða væl er þetta frá fullfrísku fólki.
Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 10:58
Framtíð Íslands er björt að þessu leyti og er þar hárri fæðingartíðni fyrir að þakka. Kannski spilar fæðingarorlofið hér inní að minnsta kosti hefur fæðingartíðni aukist síðustu árin.
Ragnhildur: Fæðingartíðni USA er hærri en ESB en þeir hafa jafnframt sýnt að þeir eru innflytjendaþjóð sem nær að búa til "Bandaríkjamenn" þar sem ein tunga er töluð (að mestu). Vandi ESB er að það er ekki einfalt að leiðrétta aldurssamsetninguna nema með stórfelldum innflutningi frá nágrannalöndunum. Austur Evrópa er með lága fæðingartíðni og fækkar þar svo einu svæðin eru norður Afríka og Tyrkland.
Varðandi það að vandinn muni ekki koma okkur við Gísli vil ég segja þetta: Sameiginlegur vandi ESB (gjaldþrot lífeyriskerfisins) mun fyrst og fremst vera leyst með skattheimtu. Eitthvað er hægt að lengja vinnutímann hjá vinnufæru fólki en skattheimta verður sú leið sem farin verður og hún leggst á aðildarþjóðir. Hitt er hins vegar miklu alvarlegra fyrir þær þjóðir (eða þjóðasambönd) sem eru að eldast hratt að samkeppnisstaða þeirra versnar. Ef þú skoðar aldursamsetningu Íslands og ESB fyrir 2008 Gísli sérðu að vandinn er þegar til staðar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 19.4.2009 kl. 11:18
Ertu að gefa í skyn að Islendingar muni þurfa að greiða lífeyri Evrópu?
Hafðu líka í huga að líklega verða t.d. Tyrkir og jafnvel N-Afríkuþjóðirnar senn komnar í ESB. Þá verðum við líklega að kasta þjóðkirkjunni og opna moskur?
Hræðsluáróðurinn er tær snilld. Geisp.
Ketill Sigurjónsson, 19.4.2009 kl. 11:40
Ef við ekki missum fólkið burt frá okkur.
Bjarni Kjartansson, 19.4.2009 kl. 11:49
Sæll Ketill. Þetta er ekki áróður heldur staðreyndir. Gott væri að fá málefnalegt innlegg frá þér.
Eyþór Laxdal Arnalds, 19.4.2009 kl. 11:50
Þetta er góð samsetning á hlutunum hjá þér þarna/við munum halda okkur fyrir utan ESB ekki síst vegna þessa sem þu synir þarna/Blökunemann sjá um fólksfjölgun þarna í USA,en fækkun hjá ESB eða fólkið verður eldra og fjölgar mynna/við stöndum okkur bara vel/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.4.2009 kl. 12:08
USA er einstakt hvað varðar kynþætti og útbreiðslu þeirra. Með því að útrýma indjánum hefur skapast ófyrirsjánleg deigla. Fæðingar og dánartíðni hvíta mannsins heldur sama mynstri og er í Evrópu. Blökkumenn eru í sókn til betri lífskjara og munu að öllum líkindum ná svipuðu mynstri og þeir hvítu eftir 50 ár ef ég má koma með "skáldskap". Rómanskir innflytjendur munu hinsvegar verða mjög miklu fjölmennari og verður það í grunnin endurlandnám indíána á meginlandi sínu. Ég tel þá vel að því komna: )
Hvað varðar lífeyrismál og skuldir við eldri borgara þá er svo misjafnt kerfi í gangi og skuldbindinar ekki einsleitar. Við getum ekki blandað okkar kerfi við það sem viðgengst annarsstaðar. Eldri borgarar eru mikilvægir neytendur í þessu kerfi og á alls ekki að líta á þá sem "bara útgjöld" það er fásinna. Aukning skatta verður til af ýmsum ástæðum en óþarfi að spá því að lífeyrismál vegi þar þyngst.
Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 12:21
Gísli:
Evrópusambandið felur m.a. í sér efnahagslegan samruna þeirra ríkja sem það mynda. Efnahagsleg vandamál eins eða fleiri ríkja eru líkleg til þess að verða vandamál allra ríkjanna. Ekki sízt þeirra sem deila sameiginlegum gjaldmiðli. Hvað er að gerast innan sambandsins nú? Írar og fleiri Evrópusambandsríki eru í vondum málum efnahagslega og rætt er um að betur stæð ríki innan sambandsins, þá aðallega Þjóðverjar, verði að "beila" þessi ríki út.
Öldrun innan Evrópusambandsins mun vafalítið hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ríki þess í náinni framtíð eins og t.a.m. Frits Bolkestein, fyrrum kommissar innri markaðsmála í framkvæmdastjórn sambandsins, varaði við um árið. Fjölmennar kynslóðir fara á eftirlaun innan tiltölulega fárra ára og þá mun t.d. reyna mjög á evrusvæðið, þ.e. ef það verður þá enn til þá.
Efnahagslegar ákvarðanir innan Evrópusambandsins, og ekki sízt evrusvæðisins, munu í auknum mæli taka mið af þessari þróun, ekki sízt þar sem þessi þróun er hvað alvarlegust í stærri ríkjum sambandsins. Þær ákvarðanir munu ekki síður hafa áhrif á okkur en aðra innan þess ef við förum þar inn. Spurningin er því því einfaldlega hvort við viljum gera þessi vandamál að okkar.
Þetta er ekki áróður, þetta eru raunverulegar aðstæður þó þær kunni ekki að henta pólitískri afstöðu þinni til Evrópumála eða einhverra annarra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 12:59
Og hver er reiðubúinn að ábyrgjast að Evrópusambandið muni ekki á einhverjum tímapunkti, ekki sízt í ljósi þessarar alvarlegu þróunar, samræma lífeyriskerfi ríkja sinna? Ef eitthvað hefur einkennt sambandið til þessa er það sífellt meiri samruni og samræming á öllum sviðum. Það væri gaman að fá það skriflegt hjá t.d. Gísla að þetta verði aldrei raunin ef til þess kæmi að Íslandi yrði komi undir yfirráð Evrópusambandsins að viðlögðum öllum hans eigum ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 13:05
Komið þið sæl
Aðalkostir Evrópusambandsins: það útrýmir sjálfu sér og mörkuðum sínum alveg sjálft
Öll lönd sem ganga í Evrópusambandið staðna
Mynd 1:
Þróun fólksfjölda í ESB fram til 2060. Er einhver sem vill leita að hagvexti á svona svæði? Hann verður enginn. Einkaneysla Þýskalands hefur nánast staðið í stað miðað við Ísland síðustu 20 árin. Þjóðverjar hafa ekki fengið launahækkun í samfleytt 10 ár.
Mynd 2:
Fæðingatíðni og atvinnuþáttaka kvenna. Takið eftir því að konur í ESB virðast vera vesalingar. Geta hvorki átt börn né fengið vinnu. En skýringin er auðvitað sú að konur eru EKKi vesalingar. Það er hinsvegar Evrópusambandið sjálft sem er vesalingur og krypplingur. Þjóðfélög kvenna í ESB eru vesalingar
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 13:21
Möguleikar hagvaxtar í ESB
Möguleikar hagvaxtar í kjarna evrusvæðis, Þýskalandi, samkvæmt spá CESIFO og Deutche Bank
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 13:27
Takk fyrir þetta!
Ásgeir Rúnar Helgason, 19.4.2009 kl. 13:33
Þetta er góð þróun til langs tíma litið.
Þýðir faktískt betri lífsgæði. Hreinna umhverfi, minni mengun etc.
Það er annað sem íslendigar ættu að hafa áhyggjur af og þær verulegar.
Namely Sumarhúsaheilkennið sem virðist hrjá allt of marga íslendinga. Einangrunarsinna sem vilja ekki samstarf um sameiginlega hagsmuni við vini sína og frændur.
Afleiðing þeirrar afdalamennsku mun vera að stór hluti innbyggjara flýr land (líklega aðalega til ESB) Stærsti hluti flóttamannanna mun vera fólk á bestra aldri. Hoggið verður stórt skarð í undirstöðu þjóðfélagsins. Styrkasta stoðin verður bara tekin burt.
Nú, eftir munu sitja hugarfarslegir afdalamenn og dunda sér við að þeyta rokkinn og dansa vikivaka. Nei, eg skal segja ykkur það að það lítur ekki gæfulega út ef Bjartur í Sumarhúsum á að verða leiðtogi hér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 14:21
Samvinna er hið bezta mál en Evrópusambandssinnar virðast í einfeldni sinni telja að slíkt sé ekki hægt nema í gegnum ólýðræðisleg, miðstýrð skriffinskubákn. Ef Evrópuríki væru mörg hver búin að mynda með sér einhvers konar Sovétríki sem öll samvinna á milli þeirra byggðist á (sem sumir segja reyndar að Evrópusambandið sé í raun), væri innganga í slíkt samt eftirsóknarverð? Það skiptir einfaldlega máli hvernig fyrirbæri um er að ræða og Evrópusambandið er einfaldlega allt annað en eftirsóknarvert.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 14:38
Hræðsluáróður Ómars er annars aðeins broslegur :) Hann talar um einangrun en vill síðan loka okkur í áhrifaleysi inni í gamaldags og hnignandi tollabandalagi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 14:41
Hvað mun gerast eftir kosningar vinstri stjórn mun stórhækka skatta. Almennur tekjuskattur sem á alla launamenn fer úr 35,6% í 43% og með hátekjuskatti í 48%. Neysluskattar munu þar af leiðandi hríðfalla en þeir skiluðu ríkinu um 192 mjl króna árið 2008. Lagður verður á 2-3% eignarskattur. Lagður verður á 2-3% eignarskattur. Eignarskattur sem væri þá í tveimur öðrum evrópuríkjum Frakklandi og Noregi. 700 þús evrur í Frakklandi er markið og þar er skatthlutfallið 1,8%.
Þetta er raunhæf framtíðarsín að mínu mati. ESB gleymum því í 3 ár amk.
Bergur Þorri Benjamínsson, 19.4.2009 kl. 15:31
Undarlegt, mjög undarlegt
Mestu og sönnustu afdalamen sem ég hef hitt á minni 25 ára búsetu í Evrópusambandinu, eins og Ómar kallar fólk í slæmri einangrun og afneitun á nútímanum, hafa allir verið þegnar í Evrópusambandinu. Frekar Illa upplýstir, frekar ólæsir, illa lesnir, illa tæknivæddir og alltaf bíðandi eftir að mamma komi og hjálpi þeim. Mamma þeirra núna er auðvitað sjálft Evrópusambandið. Ómarar ESB eru jú búnir að fræða þessar þjóðir um móðurhlutverkið í samfleytt 50 ár.
Margir Evrópusambandsþegnar stunda oft líf og atvinnu eins og nútíminn sé hvergi nærstaddur. Auðvitað er ekkert að svona fólki, það velur sér sitt líf sjálft, með mikilli og góðri aðstoð áætluarbúskapskerfis Evrópusambandsins (sjá Lissabon-2000 markmið Evrópusambandsins: hér og hér ).
En það versta er að stjórnvöld og þegnar Evrópusambandsins eru ekki viljugir til að borga fyrir þann nútíma sem þau lifa í og því síður fyrir framtíð þeirra afkomenda sem þeir eignuðust ekki og þann tíma sem þeir hefðu getað lifað í. Það vantar víst um 220 milljón innflytjendur til hinna 15 gömlu afdalaþjóða Evrópusambandsins fyrir árið 2060. Þessir 200 milljón manns verða að koma utanfrá. En vandamálið er bara það að enginn hefur áhuga á að setjast að í skattpindasta og sósíalistíska hluta heimsins, nema vesalingar sem aldrei munu borga neinn skatt.
Það undarlegasta við þetta allt saman er sú staðreynd að Paradís-Ómars-ESBdraumóramanns fjármagnar sig ekki sjálf. Hugsið ykkur! Peningarnir vaxa ekki á trjám í Evrópusambandinu. Þess vegna gerir Fitch og Moody's ratings ráð fyrir því að ríkissjóðir magra ESB-15 ríkjanna verði orðnir gjaldþrota þegar árið 2050. Þeir hafa nefnilega enga afkomendur til að sjá fyrir sér. Og öngva hafa þeir lífeyrissjóðina. Þeir hafa bara Ómara.
Þetta er víst Paradísin hans Ómars Bjarkan. Svona lítur hún út. Má ég þá frekar biðja um ríkidæmi Íslands - núna og í framtíðinni. Ísland er nefnilega sjálfbært samfélag frjálsra mann, a.m.k. enn sem komið er. Ísland er ekki afætusamfélag.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 15:32
Hjörtur, þú hefðir átt að hlusta á flokksbróður þinn Benedikt Jóh. í Speglinum í fyrradag (þú getur það enn á netinu)
Þetta er ekkert flókið. Þarf aðeins að nota einfalda skynsemi til að sjá að það er aðeins ein leið og aðeins ein - ekki tvær eða þrjár. Nei, ein.
Aðild að ESB punktur og basta.
Hrein og tær framsetnig Benedikts skýrir það óskaplega vel.
Nú, svo geta menn tekið umræðu um það til hliðar hve Landinu, sveitafélögum og einstaklingum er miklu betu borgið að öllu leiti innan ESB. Jú jú, það er hægt að gera það náttúrulega.
Þetta er ekki lengur vangaveltur og humm og ha. Kúrsinn hefur verið settur til Brussel og þið And-Sinnar dagðið uppi og verðið að nátttröllum og í framtíðinni munu þið verða minnismerki um hve hægt er að taka skakkan pól í hæðina. Verðið notaðir í kennslubækur þar að lútandi fyrir grunn og framhaldsskóla.
En ég skil ekki að umræddur Benedikt skuli ekki vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Án efa skynsamasti maður sem þar er innanborðs - en líklega hefur hann yfirgefðið hann núna. Gæti trúað því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 15:39
Ómar minn, ég hef lesið ýmislegt um þessi mál eftir Benedikt eins og eftir svo marga aðra Evrópusambandssinna. En hann er álíka sannfærandi og þú, s.s. alls ekki sannfærandi. Enda ekki skrítið þegar málstaðurinn er þessi. Benrdeikt hélt tvær ræður um afstöðu sína í Evrópumálum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en niðustaða fundarins varð engu að síður eins og raun ber vitni. Enda Benedikt ekki sannfærandi í hræðsluáróðri sínum.
En þú mátt eiga það að að má alltaf brosa að þér og þessi athugasemd er þar engin undantekning :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 16:18
Að ganga í Evrópusambandið væri annars eins og að fara um borð í Titanic fyrir jómfrúarferðina örlagaríku 1912 vitandi að skipið myndi farast.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 16:20
Hjörtur, eg fann lesefni fyrir þig. Nú er ég eiginlega hlutlaus í flokkapólitík og enginn sérstakur stuðningsmaður SF. En fann þetta prýðilega lesefni hjá þeim. Lesa vel. Og vonandi þarf maður ekki að heyra þessar ranghugmyndir aftur í umræðunni. Þær eru þá frá:
http://www.samfylkingin.is/Framt%C3%AD%C3%B0in/Um_ESB/#RettOgRangtUmESB
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 16:49
Eyþór, ég tek undir með Katli. Ertu að gefa í skyn að Íslendingar muni á einhvern hátt borga lífeyri íbúa annarra Evrópulanda? Það er algjör fjarstæða.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 19.4.2009 kl. 17:37
Hjörtur ég get gefið þér það skriflegt að lífeyrissjóðir eru og verða sjálfstæðir gagnvart ríkisvaldi Íslands og gagnvart reglugerðum ES í framtíðinni. Það liggur í hlutarins eðli. ES ekki frekar en Ísland ætlar sér að afnema kapítalismann.
Samlíking við Sovét er fyrir mér langsótt en skil alveg afhverju gripið er til hennar. Sovét hefur neikvæða merkingu. Enginn veit lengur hvað Sovét stóð fyrir þegar það var sett á laggirnar og hvers vegna það þróaðist einsog það gerðist. Þess vegna er samlíkingin ósanngjörn því hún skírskotar til einhvers sem er neikvætt án þess aðmaður viti af hverju.
Ég upplifði þegar SÍS og Kaupfélögin byrjuðu að rotna á rót og þetta voru ansi feysknar stofnanir þegar þeim var veitt náðarhöggið með einfaldri lagasetningu. Það sem tók við, því alltaf tekur eitthvað við, reyndist gegnum rotið líka og nú horfum við upp á að þau fyrirtæki voru rótlaus ekki bara feyskin.
Kaupfélögin áttu þó sterka skírskotun í lífi þjóðarinnar og sköpuð af þegnunum. Mér finndist eðlilegra að skírskota til Sambands Íslenskra Samvinnufélag en Sovét í þessum umræðum. Það gæti verið eitthvað sem við þekktum. Hættan fyrir ES er að einmitt sú að reglugerðir þess verði úreltar og einstrengingslegar og þjóðirnar sem eiga samninginn hætta að virða hann og síðan byrjar rotnum og spilling að brjóta það niður. Enda er ES bara mannanna verk. Það er hvorki betra eða verra en svo. Maður getur síðan haft athugasemdir við innræti þeirra "mastermænda" sem þar eiga mest ítök. Hins vegar ef ES væri ekki til í dag væri verið að vinna mjög að því verkefni. Mér finnst það heigulsháttur að telja að Íslendingar eigi ekkert erindi inn í ljóngryfju stjórnmála Evrópu. Við höldum sjálfstæði okkar þar alveg eins og að standa utan. Vandamál Evrópu verða alltaf endurspegluð hérlendis bara daufar og við sem hérna búum munum alltaf hafa sérsöðu sem við getum nýtt okkur til framdráttar ef við viljum. Það gerir hins vegar engin fyrir okkur en tekur það heldur enginn frá okkur. P.S. Titanic er nú full dramatísk samlíking en þú ert býsna snjall.
Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 17:44
Svo er önnur hlið sem líka er vert að skoða, en það er menntunarstig þjóðarinnar. Það kostar gífurlegar fjárhæðir að hafa einstakling í skóla í 10-20 ár. Eitt það versta sem getur svo gerst er ef sá mannauður og sú þekking er síðan flutt úr landi eftir allan þann kostnað sem þjóðarbúið er búið að leggja í slíka fjárfestingu. Því á að leggja áherslu á að fá fólk inn í landið sem þegar er búið að fjárfesta í slíkri menntun, ekki bara fólk sem byggir steinkassa sem síðan er ekki hægt að selja. Nú er mikill fjöldi útlendinga þegar farin úr landi og verður því höggið á hagkerfið enn meira en ella. Ef hér hefði aftur á móti verið fjölbreitt atvinnulíf, að þá hefði það ráðið mun betur við þá kreppu sem núna dynur á landsmönnum.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.4.2009 kl. 18:54
Þið virðist flest gleyma að markmiðið með stofnun Evrópusambandsins er "ævarandi meiri samruni" með "United States of Europe" sem lokatakmark. Þetta liggur í Rómarsáttmálanum. Þess vegna var ESB ekki sett upp sem forúm fyrir samvinnu þjóða heldur sem yfirvald þjóða. Samvinna er allt annað en valdastofnun og yfirvald.
En ekkert ríki getur þrifist án sameiginlegra eigin fjárlaga. Þetta mun til lengri tíma alltaf þýða að skattar og tekjur verða "samhæfðar". Í seðlabanka Evrópusambandsins vita menn illilega af þessum vanköntum þess ríkis sem nú er í smíðum. Þeir geta hreinlega ekki beðið eftir nýju stjórnarskránni. ECB veit að skorturinn á sameiginlegum fjárlögum lamar þennan seðlabanka sem getur ekki prentað sína eigin peninga (Samvinna ekki nóg ).
Ísland myndi græða álíka mikið á því að ganga í Evrópusambandið eins og ef Ísland hefði gengið í Sovétríkin á sínum tíma. Það eina sem Íslandi gæti áunnist við að ganga í ESB er það að verða fátækara land og verra land. Það er eins víst og að sólin kemur upp á morgun.
Það er alveg sama hvað kokkameistarar Samfylkingarinnar sjóða mikla naglasúpu úr áróðursbæklingum Evrópusambandsins. Þeir eru og veða aldrei annað en einmitt naglasúpukokkar. Það er ekkert fyrir Ísland að hafa í þessu verðandi ríki fátæktarinnar annað en missir og fátækt.
Það er og verður aldrei hægt að finna upp neina einustu ástæðu til að gefa fullveldi Íslands uppá bátinn aftur. Það tók Ísland 700 ár að ná þessu fullfeldi til sín aftur.
Þið sem eruð svona óánægð með Ísland núna ættuð að flytja til Evrópusambandsins og reyna lífið þar í nokkur ár (ekki sem námsmenn því þeir lifa í virtual reality). Þá kæmi fljótt annað hlóð í strokkinn ykkar. Þið eruð því miður flest algerlega clueless. Þið vitið ekki hvað þið eruð að biðja um.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 19:17
Sæll Vilhjálmur. Ég er ekki að fullyrða neitt varðandi það hvort að við myndum þurfa að borga brúsann. Ég er fyrst og fremst að benda á styrkleika Íslands og verulegan veikleika ESB landanna hvað varðar aldurssamsetningu. Það er alveg sama hvernig þetta vandamál verður "leyst"; það mun alltaf reynast ESB mjög dýrt og það fljótlega. Mitt í svartsýninni finnst mér rétt að benda á styrkleika Íslands og er þetta einn okkar helsti styrkur. Nú reynir á að fólksflótti verði sem minnstur og atvinnusköpun sem mest.
Eyþór Laxdal Arnalds, 19.4.2009 kl. 19:32
Takk fyrir þetta Eyþór!
Hér tala tölur með viðvaranir í hvívetna. Hér tala ýmsir draumspakir sem stefna á Evrópu-drauminn. Hvað er að því að hygla að Íslandi og jafnhliða að eiga góð viðskipti við hina aldurhnignu Evrópu? Ég vil benda á stöðu Íslands í dag, hún á sínar ástæður í rotnu viðskiptasiðferði og gölluðum reglum í EES-samningnum. Sporin hræða og benda okkur á að fara ekki inní ríkjasamband sem sést ekki fyrir reglugerðarskóginum. Við getum þó enn ráðið reglum okkar og lögum.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 19.4.2009 kl. 20:38
Við erum að borga lífeyri Evrópu gegnum skuldir þær sem auðmenn í boði efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins hafa komið þjóðarbúinu í. Ef við viljum komast undan því þarf að losna undan þessum skuldum og hefur ekkert að gera með aðild að ESB.
Héðinn Björnsson, 19.4.2009 kl. 21:05
Eins og ég skrifaði: Fitch og Moody's ratings ráð fyrir því að ríkissjóðir magra ESB-15 ríkjanna verði orðnir gjaldþrota þegar árið 2050 vegna þess að mest allt lífeyriskerfið í ESB er fjármagnað með skattheimtum. Af hverju haldið þið að ESB þoli enga verðbólgu og engin stór umsvif í hagkerfum sínum? Jú, framfærslubyrði ríkissjóða ESB er svo hrikaleg þung - og það sem verra er: HÚN ER VERÐTRYGGÐ. Gerðu svo vel: VERÐTRYGGÐIR SKATTAR! um aldur og æfi.
.
Vilt þú borga það skuldaálag sem því fylgir? Þá verður búið að samhæfa skatta í ESB. Vilt þú þá borga? Borga ESB útsvarið? ESB skuldaálagið? ESB hagvöxtinn sem verður enginn og þú límdur fastur og múraður inni í fátæktarbandalaginu?
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 21:17
Gunnar: "Þá verður búið að samhæfa skatta í ESB." Þú ert greinilega í skyggnu skapi í dag.
Páll Jónsson, 19.4.2009 kl. 22:39
Páll
Allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þar gera þeir einmitt það. Evrópusambandið getur ekki haldið áfram að vera eins og það er í dag því núna er það krypplingur (misfóstur) sem virkar alls ekki. Það vinnur meiri skaða á þjóðfélögum þess en það gerir gagn. Evrópusambandið getur einfaldlega ekki haldið áfram að vera eins og það er núna. Það verður annaðhvort að fara áfram - eða afturábak. Nýja stjórnarskráin á að bjarga ESB. Með nýju stjórnarskránni er leiðin til samhæfingar skatta og sameinilegra fjárlaga opnuð. Evrópusambandið breytist mjög hratt.
Dæmi: Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter mælti með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Ég hlustaði sjálfur á hann því þá var ég ESB-sinni (og var það fram til ca. ársins 1997). Hann gerði það með slagorðinu "Sambandið er steindautt" (danska.: "unionen er stendød"). Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir því að það væri verið að lokka þá inn í eitthvað sem væri hægt að kalla the European Union inni í framtíðinni eða sem gæti endað með "Evrópusambandinu". Þessi fullvissa Poul Schlüters gerði það að verkum að Dönum var rórra í huga og rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast til að kjósa "já" með 52% meirihluta. 43,8% kusu "nei".
Poul Schlüter settist svo á þing sem þingmaður í þingi þessa Evrópusambands árið 1994. Já, á þing þess Evrópusambandsins sem hann fullvissaði Dani um að væri stendautt og einnig steindautt sem "hugsun/hugsjón eða fyrirbæri" þarna árið 1986. Einmitt þegar Danir óttuðust sambands-hugmyndina meira en allt annað. Þetta tók aðeins 10 ár.
Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum. Kjósa um það sem búið er að gera í leyfisleysi en sem ekki er hægt að vinda ofan af. Það er aldrei meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bakann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn.
Svo koma sárindin, eins og til dæmis þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu. ESB-sérfæðingur Berlingske gerði svo greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku: Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark
ESB er eignilega sjúkdómur og margir kalla hann: Eurosclerosis. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn aftur og það er ekki hægt að stoppa hann. Því hljóta menn þó að vera sammála því á meðan Ísland brennur eru til stjórnmálaflokkar sem vilja hella þessu bensíni á bálið til að auka eldinn. Auka á sundrungu og aumingjaskap. Hræða og hræða.
The Telegraph 27. október 2008
European countries to merge into 'West European Republic', Lord Tebbit says
Íslenska: Samruni Evrópulanda í nýja Vestur Evrópska lýðveldið
"In short the euro was exposed as a single currency with 15 Chancellors of the Exchequer and 15 Treasuries.
"In the long run there can only be one Chancellor, one Treasury, one tax system, one economic policy for any one currency – and that means one Government and one state."
Og svo halda sumir á Íslandi ennþá að Evrópusambandið sé mynt og að myntin sé hagstjórnartæki. Haha hahha hah. Þetta er alveg ótrúlegt! Evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri, hún lemur ESB saman í eitt ríki eins og lord Tebbit svo réttilega kemur auga á þarna í greininni að ofan. Annað hvort rætast ummæli Tebbit eða þá að Evrópusambandið fer á hausinn og brotnar upp. Því eins og er þá virkar það alls ekki og þegnar þess eru orðnir þreyttir og lúnir á hinu háa atvinnuleysi átatugum saman og næstum engum efnahagslegum ávinningi að verunni í ESB. Þetta er því miður laskað bandalag og samfélag sem getur ekki séð þegnum sínum fyrir lífvænlegum kjörum, átatugum saman.
Það eru 16,980 lög og reglugerðir við lýði frá ESB í Bretlandi í dag. Á síðasta ári fjölgaði þeim um 2.000. Danir hafa nú áttað sig á að ESB ræður mestu í Danmörku, ekki þing Dana, Folketinget. Andstaðan við ESB eykst því mikið í Danmörku.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 23:22
Gísli Ingvarsson:
Þú mátt senda mér skriflega yfirlýsingu í pósti. Ég er í símaskránni ;)
Það er annars athyglisvert að hvorki þú né Ómar leggið í að svara mér efnislega. Sem aftur kemur ekki beinlínis á óvart.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 23:30
Ægir:
Sagan um tjakkinn ætti við í þessu tilfelli ef ekki væri vitað í flestum tilfellum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir okkur Íslendinga og það er einfaldlega nóg og vel rúmlega það fyrir marga til þess að hafna því að fara undir yfirráð sambandsins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 23:32
Er ekki skritid ad tratt fyrir ad Islendingar eru svona ung tjod, eru med minnsta atvinnuleysid a Nordurløndunum og to vidar væri leitad, mikinn uppgang undanfarin ar, er sennilega verst ad verda gamall a Islandi?
Er ta ekki betra ad bua i Evropu sem geta hugsad betur um gamla folkid sitt, to tad seu hlutfallslega færri sem eru a vinnualdri?
Ásta Kristín Norrman, 19.4.2009 kl. 23:46
Ég er ansi hræddur um að þú sért á hálum ís hér Ásta. Þessi mynd passar alls ekki við það gamla fólk sem ég þekki hér í ESB. Ég óttast að það sé búið að fylla ykkur af kolröngum hugmyndum um ESB. Hvar hefur þú heyrt að elda fólk hafi það betra í ESB en á Íslandi og þá á hvaða hátt? Það eru 27 lönd í ESB. Vilt þú vera ellilífeyrisþegi í Rúmenínu? Póllandi? Danmörku? Bretlandi? Svíþjóð? Eistlandi? Ítalíu? Spáni?
.
History for April 19:
1764 - The English Parliament banned the American colonies from printing paper money.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 23:59
Ég er sammála þér að fæðingarorlofið á örugglega sinn þátt í þessu. Annað atriði er örugglega verðlagning/niðurgreiðslur á leikskólaplássum.
Ég bý í Edinborg í vetur og hér kostar 800 - 1000 pund (yfir 150 þúsund krónur) á mánuði að hafa barn á leikskóla allan daginn fimm daga vikunnar! Margir sem eiga fleiri en eitt barn taka upp á því að ráða barnapíu til að sjá um börnin. Skólakerfið byrjar reyndar fjögurra ára og eftir það greiðir fólk ekki fyrir skólagönguna. Upp að fjögurra ára aldri þarf annað foreldrið hins vegar að vera heima, fá sér barnapíu eða greiða þessi himinháu leikskólagjöld. Það hlýtur að draga úr hvata til barneigna nema hugsanlega hjá þeim sem eru atvinnulausir hvort eð er.
Ástandið í þessum málum er betra á Norðurlöndum sem styðja betur við barnafjölskyldur hvað snertir leikskóla, fæðingarorlof o.fl. Það væri því athyglisvert á sjá aldursdreifinguna á Norðurlöndunum, samanborið við Evrópusambandið.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.4.2009 kl. 00:24
Gunnar! Eg er hjukrunarfrædingur og hef unnid a sl 5 ara timabili i hjukrunarleigufyrirtækjum a Islandi, i Noregi og i Svitjod hef farid vida og hef mikla reynslu af hjukrunarmalum i tessum 3 løndum. Island hefur viljad mæla sig med hinum nordurløndunum, en ekki med Pollandi eda Rumeniu. Island hefur haft mun minna atvinnuleysi en Svitjod og mikid meiri uppgangur tar. fyrir utan ad islendingar eru yngri tjod. Eg get lofad ter ad tad er mun betur hugsad um gamla folkid i Svitjod en a Islandi. Fyrir utan allar fjølskyldurnar med føtludu børnin sem hafa fluid fra Islandi til hinna nordurlandannna. Eg vinn i bransanum og veit hvad eg tala um.
Ásta Kristín Norrman, 20.4.2009 kl. 03:19
Já Ásta.
Noregur er ekki í ESB. En þó afskaplega ríkt land.Svo ekki er það ESB sem er þar að verki.
Svíþjóð varð velferðarland LÖNGU ÁÐUR en það gékk í ESB og löngu áður en Ísland varð velferðarsamfélag. En núna er Svíþjóð ekki lengur eins örlátt á félagsleg útgjöld eins og áður. Landið hefur einfaldlega ekki efni þá því lengur. En já, Svíþjóð er í ESB. Ég þekki það vel því ég bjó í Svíþjóð áður en það gékk í ESB og við eignuðumst okkar fyrsta barn þar. Ástandið er ekki eins í Svíþjóð núna. Það hafa verið þar miklir niðurskurðir og eiga eftir að verða enn meiri.
En ég þori samt að veðja hatt mínum að yfir heildina hefur eldra fólk það ekki betra í þessum löndum en á Íslandi. En það eru eins og venjulega sumir þættir og hópar sem lagt er meiri áhersla á frá landi til lands þarna á milli Norðurlandanna.
En það hefur sem sagt aldrei þurft neitt ESB til að bæta kjör eins né neinna á Norðurlöndunum. Þvert á móti. En forsendan er samt sú að það sé hagvöxtur í gangi því aðeins hann getur skaffað og búið til þau verðmæti sem skaffa þá pengina sem þarf til að fylla á hina opineru kassa þessara þjóðfélaga. Þessi hagvöxtur gengur ekki eins vel lengur í Danmörku og Svíþjóð. Ekki eftir að löndin gengu í ESB. En þegar þjóðum fer að fækka eða þegar það verður sprenging í fjölda eldra fólks sökum skorts á ungum skattgreiðendum, þá er ekki hægt að fjármagna þessa kassa lengur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2009 kl. 05:49
Gunnar minn! eg by i Svitjod og vinn i geiranum. eg var ad vinna i geiranum a Islandi fyrir ari sidan og eg get lofa ter ad tad er mikill munur a. Eg er lika med fatlad barn og veit um fleiri islendinga sem hafa fluid land til Svitjodar vegna skorts a tjonustu. Noregur a oliuna og er tvi velferdarland tratt fyrir ad teir eru ekki med i ESB, ennta. Eg veit ekki hvadan tu hefur tina kunnattu, en eg veit tinar hugmyndir um Svitjod eru ekki tengdar raunveruleikanum.
Ásta Kristín Norrman, 20.4.2009 kl. 21:38
Aldur og valið vald.
Hágreindir einstaklingar samfélaga eftir miðjan aldur 35-45 hræðast aldurskiptinguna sér í lagi í nú meintum velferðar samfélögum. Sömu einstaklingar ráða í raun 90% öllum raunverulegum ákvörðunum er skipta [valda breytingum] máli innan og milli samfélaga.
Eftir miðjan aldur hefst nýr áfangi í líf sérhvers einstaklings það er leiðin til uppskerunnar [sem maður sjálfur sáði?] m.a. lífeyrissjóðs gulrótarinnar.
Almennt hræðast einstaklingar undir miðjum aldri ekki aldurskiptinguna þar sem í þeirra huga er toppinum náð um miðja aldur og þeir sjá yfirleitt ekki fram yfir hann sér í lagi í nú meintum velferða samfélögum, þar sem innrætingin inna eldri á hinni hræðslunni er ekki til staðar: kynslóða skipting velferðasamfélaganna.
„Propaganda“ er stjórnmálegt hugtak sem hágreindir á meginlandinu skilgreina þegar stjórnmálaleg samtök róa öllum árum [stefna úr öllum áttum] til að ná fram hugsjónalegum stefnumálum sínum [ málefnum samfélagins?]. Helstu nútíma árar stjórnvalda [mannanna] eru ný Háskólastéttirnar : Fréttafræðingar, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar sem ég tel lítt vera yndi hinna vísu. [Er byggja líf og reynslu sitt á sinni eigin köku sem þeir hafa bakað sjálfir.] Áróður er Íslenska hliðstæðan þá á merkir „yfir“ öllum megin er þá róið eða stefnt að úr öllum áttum.
Nú Sameinuðu [meginlands] Evrópa [SE] fer afar leynt með hræðslu sína, meir en 50 ára hræðslu við aldurskiptinguna. Fyrir um 20 árum gripu hinir hágreindu yfir miðjum aldri til þess ráðs að innleiða nýbúa, því miður virðist getuleysið loða við Evrópu meginlandið og innflutningur skilað ekki þeim nýburafjölda sem til var ætlast heldur stórum hópum sjóða þurfandi sem því miður hafa ekki þá genatísku þætti til að vera sjálfstætt hugsandi og skapandi. Skömmu eftir að Svíar sameinuðust Evrópu líkamanum sögðu sænskir barnakennarar: „ hafið engar áhyggjur, þótt sænsku frumbyggjunum fækki þá bjarga sænsku nýbúarnir málunum.“
Önnur hræðsla sem ekki er talað um í meir en 20 ár inna SE: atvinnuleysið sem var leyst að miklum hluta fyrir um 20 árum. Stytting vinnuviku, Stytting starfs aldurs: 30 úr námi og 55 ára á eftir laun. Með því að slaka á greindakröfum almennra æðri mennta stofnanna mátti skapa gífurlegan fjölda meintra fræði réttinda starfa. Tæknin hefur að mest leyti eytt þeim störfum sem byggja frekar á líkanlegu hæfi en greind. Einnig hefur Asíu líkaminn úr að velja láneyslu einstaklingum sem geta unnið fyrir nánast ekki neytt og fjöldi þeirra skilar meiri afköstum en fáir genalega hæfari einstaklingar sem neyta meira.
Aðal mistök Íslensku þjóðarinnar síðust 30 ár að minnsta kost voru að hugsa ekki sjálfstætt og apa allar gervi lausir geldrar SE til að fela sitt atvinnuleysið vandamál og sína aldurskiptingu.
Íslendingar þurfa að hald áfram í fótspor forfeðranna og fjölga sjálfstæðum rekstraeiningum stærðin skiptir engu máli heldur fjöldinn ef um hálauna og hágæða rekstur er að ræða.
Kostnaður sparast ekki bara við sameiningu hann hverfur úr landi, Stærð og fjöldi rekstrareininga taka mið af stærð sjálfbærs efnahagssvæðis. Svæði undir 10 miljónum, hvað þá undir 1 milljón íbúa eiga enga séns í stærðina nem á kostnað fjöldans sem tryggir heilbrigða samkeppni sem er grunnur allrar langtíma arðsemi og almennar velfarðar inn sjálfbæru efnahagseiningarinnar.
Ég er vinur SE og ber virðingu fyrir uppruna mínum og forgangsraða þjóðhollum Íslendingum í fyrsta sæti. Áróður einkennist oftar en ekki af lágri greind og dómgreindarleysi í anda nashyrninga: Úlfur í sauðagæru .Júlíus Björnsson, 21.4.2009 kl. 16:09
Hækkandi medalaldur er vandamal i øllum vestrænum rikjum. lika Islandi. Island, sem hefur haft minnst atvinnuleysi og yngsta medalaldur borgara a øllum nordurløndunum, er samt eina landid a nordurløndunum til ad skikka gamalt folk i sambud med okunnugu folki og tvinga gømul hjon til skilnadar.A hinum nordurløndunum geta allir eldriborgarar valid um ser herbergi a elli stofnunum, og alla vega i Svitjod er heimahjukrun tad vel skipuløgd ed tad er raunhæfur møguleiki ad bua heima alla æfi. Hvad er tad sem gefur okkur von um ad Island geti tekist a vid hækkandi medalaldur, betur en adrar tjodir?
Tegar æfilengd var ad medaltali rumlega 70 ar, for folk a ellilaun um 67 ara aldur. Nu fer folk ekki almennilega ut a vinnumarkadinn fyrr en 25-30 ara, fer a elli laun 65 ara og lifir svo oft godu lifi fram til 90 ara. Vid erum sem sagt ad vinna um helming teirra ara sem vid erum starfshæf. Væri ekki nær ad endurskoda lifeyrisaldur?
Ásta Kristín Norrman, 21.4.2009 kl. 21:40
Svíar fyrir SE [Sameinaða Evrópu] gátu borgað nýjan bókakostnað hlutfallslegu miklu fleiri skólabarna hér áður fyrr.
Á Íslandi þarf ekki að fjölga fólk heldur herða námskröfur [ stytta námstíma] og láta fólk ráða því sjáft hvenær það hættir að vinna. Stefna á minni rekstraeiningar hágæðavöru og hærri almennra laun. Flytja inn ódýrt lítt unið hráefni. Járn má vinna úr mýrarrauða. Við þurfu raunar ekki að kaup neitt inn frá útlöndum. Smá fiskútflutingur til ASÍu og við fáum allt nútímadraslið í staðinn: sleppum Evrópu sem millilið.
Júlíus Björnsson, 22.4.2009 kl. 11:58
Sameinuð Evrópa er risa einokunar viðskipta eining. Nefndinn sem sér um heildar fjármál SE hefur nokkuð um lífeyrir að segja í framtíðinn. Verði Íslendingum skammtað að sjá um fiskhráefni inn á einokunarmarkaði SE, fara þjóðartekjur á hverjum tíma eftir lágmarksverðunum sem Nefndin tryggir að sé sem lægst í anda komandi stjórnarskrár og núverandi lagasamninga. Litlar efnhagsvæðistekjur lítill lífeyrir. Íslendingar [Evrópubúar Íslands] munu ekki geta fjármagnað svikin loforð með gengisfellingum á kostnað meglands Evrópu.
Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 15:47
meginlands Evrópu.
Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.