Hugmyndaráðuneytið...og Vinaminni

Á sama tíma og vondar fréttir eru allsráðandi er frískandi að fá nýjan tón eins og þann sem er að finna hjá Guðjóni Má og Hugmyndaráðuneytinu. Mæli með því að fólk kíki á www.hugmyndaraduneytid.is eða taki beinan þátt. Ísland hefur upp á svo margt að bjóða en það síðasta sem við þurfum er uppgjöf og illindi. Bjartsýni og kjarkur skilaði íslenskri þjóð langt þegar lítið var til að efnum í landinu. Þá skipti sköpum að hafa sýn á framtíðina.

Annað jákvætt var í gær hér á Selfossi en það var opnun dagdvalar fyrir heilabilaða. Þetta hefur verið baráttumál um nokkuð skeið og nú er aðstaðan komin þó enn sé stefnt að varanlegri lausn. Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra Sigurð Jónsson fyrrverandi formann óska sveitarfélaginu til hamingju en Sigurður hefur í þessu máli eins og mörgum öðrum barist fyrir góðum málsstað til sigurs. Nafnið á dagvistinni er líka vel til fundið: Vinaminni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Linkurinn er ekki réttur í póstinum, það vantar d, http://www.hugmyndaraduneytid.is/

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.5.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

komið í lag :)

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.5.2009 kl. 15:25

3 identicon

Verðtryggingu Burt þá verður allt fallegt

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:15

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Frábær pistil hjá þér Eyþór,en það er ein galli á gjörð Njarðar,þessi ríkisstjórn,??? því miður.

Jóhannes Guðnason, 6.5.2009 kl. 18:17

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Linkurinn virkaði ekki hjá þér. Ég fór inná linkinn sem Ægir setti inn og þá komst ég inn. Þetta er örugglega áhugavert.

Til hamingju með Vinaminni. Gott að vita að það er verið að hugsa um þá sem minna mega sín á Selfossi og aðstandendum þeirra.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband