Jóhanna og Euro

Árangur Jóhönnu í Evrópumálunum er verðskuldaður. Hún hefur undirbúið sig vel og er fagmaður fram í fingurgóma. Lagasmíðin er mikilvæg og vönduð en túlkunin var ekki síðri. En grín og gamanlaust eru allir stoltir af Jóhönnu okkar í Moskvu í kvöld - hún stóð sig eins og hetja.

Nú er að sjá hvernig Jóhönnu gengur í lokakeppninni á laugardaginn! Áfram Ísland...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna Guðrún er að fá gífurlega sterk viðbrögð inná Youtube frá evrópubúum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þetta var ekta Europevision lag. Allt til fyrirmyndar, lagið, söngurinn, sviðsframkoman og ekki skemmdi að stúlkan er gullfalleg og kjóllinn var meiriháttar að mínu mati.

Vona að við gerðum það gott á laugardagskvöld.

Ertu búinn að hafa samband við Steingrím eða Össur um hvort við fáum styrk til að fara til Englands og you know?

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hún var glæsileg stúlkan í kvöld og óskandi að við verðum ofarlega í aðalkeppninni

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mér fannst lagið glæsilegt og flutningur Jóhönnu okkar var dásamlegur. Áfram Ísland!

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 02:05

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já hún syngur vel stúlkukindin. Hér er hægt að sjá upptökuna síðan í gærkvöldi :

http://www.youtube.com/watch?v=hcXCjC1Yijg

Svo er nú hin ballaðan sem var nú góð. Muna menn ekki eftir "Hægt og hljótt" ? Hér er slóðin á þá upptöku :

http://www.youtube.com/watch?v=0VIv1kJ6BLk

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband