Verður "bindisskyldan" afnumin?

Óstaðfestar fréttir herma að skylda karlkyns alþingismanna til að vera með bindi verði afnumin. Er þetta umdeild bindisskylda þótt ekki sé hún álitin hafa mikil áhrif á efnahagsmálin. Sumir þingmenn hafa barist fyrir afnámi bindisskyldunnar en þessa dagana er verið að fara yfir siði og reglur þingmanna ekki síst þeirra sem nýir eru á þingi.

Nú er að sjá hvort eins auðvelt verði að afnema verðtrygginguna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Alveg er það makalaust hvað menn eru sumir feimnir við að vera snyrtilega til fara! Samskipti í þingsal og umbúnaður allur eru til þess ætlaður að skapa festu og virðuleika yfir starfsemi sem talin er skipta miklu máli.

Bent hefur verið á hliðstæðu sem eru samskipti málsaðila og dómenda í réttarsal. Það er í mínum huga til marks um litla virðingu manna fyrir sjálfum sér og löggjafarsamkundunni að mæta í þinghúsið órakaðir og með skyrtuna flakandi niður á bringu.

Menn hafa haft á orði að virðingu Alþingis fari hnignandi. Núna eru menn orðnir aktífir í að koma henni enn frekar niður!

Flosi Kristjánsson, 13.5.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Það er greinilegt á þingmönnum og fjölmiðlum hvað eru mikilvægustu málin þessa dagana.  Er þetta eitthvað samsæri um að koma svo og hirða brunarústirnar.

Steinarr Kr. , 13.5.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Finst ég hafa heyrt bindisskylduna nefnda í öðru samhengi. Er ég kanski eitthvað að ruglast?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mér datt þetta sama í hug og Önnu Sigríði að nú mættu piltarnir á Alþingi djúsa á fullu og sérstaklega í vinnutímanum á launum hjá almenningi.  Bara smá glens í mér.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband