Skattaverðbólgan lögfest - 8 milljarðar til skuldabréfaeigenda

Með hækkunum á álögum á neysluvörur er ríkið að auka skuldabyrði heimilanna. Verðtryggð lán eru talin hækka um 8 milljarða á næstu dögum vegna þessarar ákvörðunar. Með þessu er ríkið að hækka verðbólguna í landinu þar sem vörurnar eru í neysluvísitölunni - og þannig hækka verðtryggð íbúðalán sem önnur verðtryggð lán.

Vilji ríkisstjórnarinnar er að fá um 4 milljarða í aukatekjur en þess ber að geta að þetta er spá sem kann að breytast ef neyslan minnkar. Skattarnir eru hugsaðir sem "neyslustýring" og eiga því að vera letjandi. Það er því nokkur þversögn að ætla óbreytta neyslu eftir verðhækkanirnar og því óvíst að milljarðarnir fjórir skili sér í ríkiskassan.

Það eina sem er öruggt er að neysluvísitalan hækka og lánin með. Skuldabréfaeigendur verðtryggðra pappíra fá því um 8 milljarða inneign hjá skuldurum um mánaðarmótin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kristinsson

þetta er Vinstri Græn stjórn í hnotskurn eins og Steingrímur orðaði það svo skemmtilega :)  Fólksflóttinn mun einfaldlega aukast frá landinu og samhliða minnkar neyslan og innkoman.

Bjarni Kristinsson, 29.5.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vinstri stjórnin vinnur í að auka vandræði heimilanna og stjórnarandstaða Sjálfsæðisflokks og Framsóknar svíkur í ESB málum með tillögu varðandi umsókn um aðild.

Ísleifur Gíslason, 29.5.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband