Eignaumsýsla á réttri leið?

Fyrstu hugmyndir um Eignaumsýslufélag ríkisins voru ekki kræsilegar. Ríkið hefur marg sannað það að því gengur ekki vel að hugsa fyrir aðra og reka hin og þessi fyrirtæki. Sú staða sem nú er uppi með skipbroti útrásarvíkinga afsannar ekkert í þessum efnum. Staðreyndin er engu að síður sú að bankar og fjöldi fyrirtækja hafa nú rekið á fjörur ríkisins og þar þarf að taka á.

Stefnu um hvert skuli fara með þessar eignir skortir á Alþingi og þarf fyrst að móta stefnuna áður en ný ríkisfyrirtæki eru stofnuð. Samræmingarhlutverkið er þó mikilvægt strax í upphafi enda er sterk krafa um gagnsæi og jafnræði.


mbl.is Eignaumsýslufélag tekur hamskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var rekin í 50 ár. Hún var farsælt og gagnsamt fyrirtæki. Hún sá bændum fyrir áburði og útvegaði Reykjavíkingum góð störf. Hún gerði meira; hún dældi súrefni út í andrúmsloftið. Hún notaði innlendan orkugjafa til framleiðslunnar. Vatn var klofið með rafgreiningu í vetni og súrefni.

Margur ungur pilturinn fékk vinnu að vori Áburðarverksmiðjunni. Það var góður mórall í áburðarverksmiðjunni. Starfsmennirnir fengu leyfi stjórnenda til að reka pöntunarfélag sem létti undir með stórum fjölskyldum.

Bændur voru oft í stjórn fyrirtækisins.

Svo var hún seld einkaaðila og hvarf. Og nú er hún Snorrabúð stekkur!

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.6.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

'ovenjulegar aðstæður krefjast óvenjulegar aðgerðir til bjargar sem sjálfstæðismenn komu til þurrðar ásamt framsóknarflokknum ,það er enginn að tala um að þetta ástand vari að eilífu ,en eitthvað verður að gera til að koma í gang öllu kerfinu sem er í hægum snúningi svo að rétt lullar áfram.

Það er betra að ríkið reki eitthvað af þessu og skapi atvinnu en að hjólin stöðvist alveg ,ég held að allir geti verið sammála því .Þetta er spurning um hve langan tíma tekur að koma öllu í gang til að hægt verði að koma fyrirtækjum aftur í hendur á ábyrgum aðilum.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 21.6.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvað á maður að segja?

Maður horfir bara á það sem er að ske og hristir höfuðið! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.6.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Maður fær það á tilfinninguna að þessi ríkisstjórn vilji að sem flest fyrirtæki þurfi að fara í umsjá ríkisins til að þau (Steingrímur og Jóhanna) fái sem mestu ráðið sjálf.

Bankahrunið hægði á hjólum atvinnulífsins og stöðvaði sum, sem voru kannski ekki mjög öflug öll fyrir. En hlutverk ríkisins er að koma þessum hjólum af stað aftur en ekki að setja handbremsuna á líka.

Vilhjálmur Árnason, 21.6.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er eðlilegt að menn spyrji sig að því hvort það sem rétt leið sem þessi Svíi er að ráðleggja okkar að stofna svona ríkisrekið eignaumsýslufélag eins og Svíar gerðu í sinni bankakreppu.

Ég held að Svíarnir séu að ráða okkur heilt þegar þeir mæla með þessari leið. Þeir virðast sannfærðir um að þetta sé illskársta leiðin af væntanlega mörgum vondum sem eru í svona stöðu.

Íslenska stjórnsýslan og bankarnir hafa dregið mjög fæturna að koma slíku félagi í gang, svo mikið að þess Svíi hefur hótað að hætta sem ráðgjafi. Væntanlega hyrfu þá Svíarnir alveg á braut og hættu að veita okkur tæknilega aðstoð og stuðning við að komast úr úr kreppunni verði það niðurstaðan. Stjórnsýslan okkar og bankarnir hafa aldrei farið í gegnum djúpa bankakreppu. Nú þykist þetta fólk vita betur en reyndustu ráðgjafar Svía í djúpum bankakreppum.

Það voru nákvæmlega þessir sömu snillingar sem vilja núna ekki hlusta á Svíana sem keyrðu landið okkar í gjaldþrot. Ótrúlegt að það skuli ekki enn vera búið að hreinsa úr út stjórnsýslunni og bönkunum og að við séum meira og minna með allt sama fólkið þar núna og fyrir hrun.

Ég held að núverandi ástand sé versta ástandið sem hægt er að hafa.

Ég held það sé ekki farsæl leið að bankarnir sem nú eru í eigu ríkisins og starfsmenn þeirra sem nú eru ríkisstarfsmenn, fólkið sem gerði Ísland gjaldþrota og bera alla ábyrgð á því í hvaða stöðu þjóðin og fyrirtækin í landinu eru, að þessi bankastarfsmenn séu með málefni þessara fyrirtækja inni á borði hjá sér og þeir séu enn að sýsla með þau og ákveða hvaða fyrirtæki fái fyrirgreiðslu og hver ekki.

Ég held menn séu þá betur komin með eignaumsýslufélag sem taki þessi félög úr höndum bankana. Það verður þá vonandi fagfólk í fyrirtækjarekstri og með menntun á því sviði sem sýslar með þessi félög.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér líst ekki vel á hlutskipti Svía innan ES. Orðið þjónustu afland.

Best hefði verið að setja felst fyrirtæki með skuldahala á hausinn. Byrja sem flest upp á nýtt á frjálsum fótum. Skuld lítið.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 23:34

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju fer Loftorka í Borganesi á hausinn meðan Steypustöðin Mest er rekin áfram af ríkinu í samkeppni við Vallá ? Hver stjórnar valinu á verðugum og óverðugum ?

Halldór Jónsson, 26.6.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband