ekki er það gott...

Þetta mál á ekki að snúast um flokkspólítík enda er fólk með ólíkar skoðanir á þessu í ýmsum flokkum. Þetta mál er hins vegar hápólítískt bæði varðandi stöðu Íslands sem ríkis og þjóðarinnar til framtíðar. Ég hef aldrei skilið af hverju ríkið er að taka á sig þessar skuldir Landsbanka Íslands hf. Hryðjuverkalögunum var misbeitt af Bretum en nú hefur þeim verið aflétt af þeim sjálfum enda varla stætt á öðru.

Bretar sjálfir mismuna innistæðueigendum meðal annars landfræðilega þar sem þeir greiða ekki innistæður á Guernsey. Lagarök fyrir því að skuldsetja Ísland með þessum hætti eru því í besta falli hæpin.

Nú berast af því fregnir að matsfyrirtækin vilji lækka lánshæfismat Íslands. "Glæsilegur" Icesave samingur virðist ekki vera fegra myndina nema síður sé.

Alþingismenn eru bundnir við samvisku sína og stjórnarskrá. Ég er viss um að þeir hugsa málið vel áður en þetta gengur í gegn. Trúi ekki öðru.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helsta réttlæting fyrir þessum Icesave samningum viðrist vera sú að ríkisstjórnin sitji föst í vandamálum og klúðri sem fyrri ráðamenn voru búnir að framkvæma.  Ég myndi snúa þessu við og segja að vissulega hafi mörg mistökin verið gerð og því meiri ástæða til að vanda sig núna og sýna staðfestu.

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar meintir Íslenskir bankar hófu starfsemi á meginlandinu, þurftu þeir þá ekki starfsleyfi frá viðkomandi yfirvöldum eða einum að Seðlabönkum Seðlabankakerfis ES:EU? Til dæmis þeim Hollenska í Hollandi? Voru ekki opinberir Breskir aðilar að mæla með ákveðnum innstæðu reikningum?

Einkabanki með ríkisábyrgð er toppur allrar spillingar. Þá er betra að hafa ríkis banka undir ströngu eftirliti, með skýrum starfsreglum. Þessum banka má setja samkeppni viðmið.Gera kröfu um að kostnaður og hagnaður sé í samræmi við sambærilega banka annarsstaðar í heiminum.  Það má árangurtengja yfirbyggingu bankans.    

Nú fjölgar þeim mætu einstaklingum á Norðurlöndum sem tekja að einkavæða beri alla Banka, þar sem nálægð óheiðarlegra:spilltra stjórnmálamanna bjóði hættunni heim.

Þarf þá ekki að sömu ástæðu að einkavæða framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið?   

Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband