Snýst ekki um Davíð

Þetta mál er þannig vaxið að það á ekki að snúast um flokkspólítík, ekki að vera aðgöngumiði að ESB og allra síst að verða persónulegt. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur farið hér á lægsta plan og margir geta til að mynda ekki hlustað á rök Davíðs Oddssonar vegna þess einfaldlega að hann er Davíð Oddsson.

Það var vel orðað hjá Davíð að ekki ætti að gera einfalt mál flókið. Það er líka laukrétt að talsmenn og ríkisstjórn Íslands á að verja hagsmuni Íslands. Það gerðu menn í sjálfstæðisbaráttunni, landhelgismálinu og í fjölmörgum málum. Ég nefni bara flökkustofna við Íslandsstrendur sem nýlegt dæmi. En í þessu risastóra máli keppast menn um að halda fram rökum erlendu kröfuhafanna. Málið snýst ekki um Davíð Oddsson. Það snýst um að halda fast og rétt um hagsmuni og réttindi íslensku þjóðarinnar.

Þátturinn var almennt vel unninn og til fyrirmyndar.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hárrétt hjá þér Eyþór.

Ég hef ekki alltaf verið sammála Davíð í sjávarútvegsmálum og er enn á því að hann hafi tekið þátt í þeim misstökum sem þar hafa verið framkvæmd.  Hitt er deginum ljósara að Davíð er þjóðhollur og talar máli þjóðar sinnar en það er meira en hægt er að segja um ýmsa stjórnmálamenn. Íslendingar hafa sjaldan haft meiri þörf en einmitt nú sem geta og vilja bejast fyrir lífshagsmunum og tilverurétti þjóðarinnar. Ég er sem Íslendingur þakklátur Davíð fyrir að honum skuli renna blóðið til skyldunnar.

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 05:08

2 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Eyþór.  Sá núverandi formann sjálfstæðisflokks koma að borðinu rétt á eftir þeim gamla og held satt bezt að segja að tímabært sé að setja gamla brýnið aftur inn á.

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 14.7.2009 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband