Lyktin af pólítík

Árni Þór segir að "málið lykti af pólítík". Það er athyglisvert. Lögum var breytt með hraði til að losna við bankastjórana þar sem allt átti að vera svo faglegt. Þá var fenginn "ópólítískur" samningamaður Svavar Gestsson sem dreif í að semja við Breta. Nú þegar gagnrýni kemur úr mörgum áttum um samninginn er sú gagnrýni talin "lykta af pólítík". 

Ég fagna gagnlegri gagnrýni enda enn ekki komnar fram endanlegar lyktir þessa óheillamáls. 

Er ekki rétti tíminn til að hætta í skotgröfunum og fara yfir málið með hagsmuni okkar sem þjóðar hreint og klárt? 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt Eyþór. Þess vegna skulum við bíða rólegir og sjá formlegt og faglegt álit Seðlabanka sem stofnunar.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guð minn góður.

.

Ég var að horfa á skjá einn umræður um Icesave málið. Þetta er sennilega í annað skipti sem ég hef horft og hlustað á þennan mann sem heitir Árni Páll. Þetta er sprenghlægilegt. Alveg sprenghlægilegt. Hvernig getur Samfylkingin þorað að leggja öll sín egg á póltíska lausn þegar hún er mönnuð pólitískum trúðum sem andstæðingar okkar leika sér að og eru að springa í buxurnar þangað til þeir neyðast til að fara á klósettið til að pissa ekki á sig af hlátri yfir aumingjaskapnum í þessum vesalingum þjóðarinnar. Guð minn góður. Þetta er Chamberlain í þriðja veldi. Þvílíkur sirkus! Þvílíkur sirkus maður!

.

Þetta er 100 sinnum meira incompetent fólk en ég hélt

.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2009 kl. 11:22

3 identicon

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:44

4 Smámynd: Páll Blöndal

jú, rétti tíminn er núna, þó fyrr hefði verið.
Icesave málið er of stórt til þess og afleiðingar rangrar ákvörðunar geta orðið dýrkeypar.

Páll Blöndal, 14.7.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er ljóta klúðrið.

Það er líka skelfilegt að forskrúfaðir flokkshestar skuli halda að ástandið muni batna við að seðlabankinn verði knúinn til að hagræða sannleikanum.

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skuldum, of mikið, til að ráða við Iceave, ofan á aðrar skuldir!

einar_bjorn_bjarnason-2_875787.jpg Samkvæmt nýjasta hefti peningamála, eru samanlagðar skuldir innlendra aðila og hins opinbera, 3.100 milljarðar króna, sem samsvarar 2,2 VLF (vergum landsframleiðslum).

Ef, ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sem gerir ráð fyrir að greiðslubyrði af einungis 415 milljörðum jafngildi - góð spá 4,1% af útflutningstekjum - eða - vond spá 6,9% af útflutningstekjum, sem jafngildir þörf fyrir samsvarandi afgang af gjaldeyrisjöfnuði Íslands; þá eru samsvarandi útreikningar fyrir 3.100 milljarða, - góð spá 31,5% útflutningstekna - en - vond spá 51,75% útflutningstekna.

Ef Icesave er tekið út, þá er skuldin 2.700 milljarðar, samt. Þá verður sami útreikningur - góð spá 26,65% útflutningstekna - en - vond spá 44,85% útflutningsekna.

Mér lýst alls ekki á hugmyndir, að fórna gjaldeyrisvarasjóðnum, því hugsanlega sé það hægt, né erlendum eignum Lífeyrissjóðanna, sem standa undir öldruðum hér á landi, sama hvað á gengur - svo fremi að þær eignir fá að vera í friði. Að mínum dómi, eiga þær eignir að vera algerlega heilagar.

En, ef þ.e. rétt, að til séu seljanlegar erlendar eignir í eigu þrotabúa gömlu bankanna, upp á 500 milljarða króna, þá má hugsanlega lækka upphæðina um þá  500 milljarða, í 2.200 milljarða - liðleg 1,5 landsframleiðsla. Þá verður sami útreikningur - góð spá 21,73% útflutningstekna - en - vond spá 36,67% útflutningsekna.

Það er alveg sama, hverni ég sný málinu - til og frá. Alltaf, kemur fram þörf fyrir afgang af útflutningstekjum, sem mjög erfitt verður að kalla fram. Þörfin fyrir afgang af útflutningstekjum, er langt yfir því, sem hann nokkru sinni hefur verið, á lýðveldistímanum.

Við erum hér að tala um stærðir, sem ekki verður með nokkru móti náð fram, nema með mjög drakonískum aðgerðum, eins og t.d. algeru innflutningsbanni, en síðan undantekningum í gegnum leyfakerfi, sbr. 'Haftakerfið' sáluga. Slíkt bann, gæti þurft að vera við lýði í rúman áratug, hið minnsta.

Það er því, verið að fara með þjóðina, marga áratugi aftur í tímann, hvað innflutningsverslun og aðgengi að, erlendum varningi, varðar. Athugið, að þá er ég að miða við betri spárnar. Ef, miðað er við þær verri, þá yrðu slíkar drakonískar aðgerðir að vera alveg á ystu þolmörkum þess mögulega, í reynd er ég ekki viss að þá myndu slíkar aðgerðir duga til.

Það sem við Íslendingar, stöndum grammi fyrir er val á framtíð. Ef við reynum, að standa við núverandi skuldbindingar, þá er það ávísun á langvarandi stöðnun, og fólksflótta á skala sem ekki hefur sést, sem hlutfall af fólksfjölda, síðan milli 1875 og 1890.

Ég held, að ég hafi sett hlutina fram, með nægilega skýrum hætti.

Einar Björn Bjarnason, 14.7.2009 kl. 13:12

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mig grunar, að ríkisstjórnin hafi snúið upp á stjórnendur Seðlabanka, og knúið yfirlögfræðing til að senda inn bréfið, þ.s. álitið er dregið til baka.

Sammála, að málið lykti. Þetta, er þó sennilega, ekki það sem þið áttuð þó við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.7.2009 kl. 13:14

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tek undir með Gunnari - Árni Páll einn af pólitísku trúðum Samfylkingar - kom nákvæmlega ekkert upp úr manninum sem byggjandi var á - hann kann sko að tala í hringi - hver borgar fyrir svona þvaður

Jón Snæbjörnsson, 14.7.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband