Erlent eignarhald á íslensku bönkunum

Sú niðurstaða að kröfuhafar Glitnis og Kaupthings eignist Íslandsbanka (hinn 3.) og nýja Kaupthing er í aðalatriðum heppileg. Þessir samningar eru þó því marki brenndir að vera svo stórir og svo lítið er vitað um "smáatriðin" sem geta verið ansi stór.

Það var draumur Einars Ben. að hér myndu erlendir bankar setja upp starfsstöðvar. Við sölu ríkisbankana var talað um erlent eignarhald en eins og komið hefur í ljós var það fjármagnað nær eingöngu frá Fróni. Og stór hluti með láni frá bönkunum sjálfum. Eftir einkavæðingu tóku bankarnir til við að opna dótturfyrirtæki og (því miður) útibú. Draumur Einars rættist því ekki þetta skiptið en í staðinn endaði "ævintýrið" í martröð. Nú eru hins vegar líkur á að erlendir aðilar eignist tvo stóra banka á Íslandi. Einkavæðingin gekk þó öðru vísi fyrir sig í þetta skiptið en hún hófst með uppboðum á skuldum bankanna og henni líkur í árslok ef allt gengur upp þegar kröfulýsingum líkur.

Það sem snýr að heimilum og fyrirtækjum er svo spurningin um hvers konar stefnu nýir eigendur muni kappkosta. Munu þeir fara þá leið að afskrifa skuldir eða einblína á að innheimta þær að fullu?

Eitt er víst að hér skapast von um að aðgangur að erlendu fjármagni opnist á ný. Sú staða að Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun geti ekki fjármagnað sig eðlilega er slík pattstaða að öll plön Seðlabanka, AGS og ríkisins eru sett upp í loft. Hér getur eignarhaldið hjálpað enda verða hagsmunir kröfuhafa og þjóðfélagsins að mörgu leyti þeir sömu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vissuleiti er margt jákvætt við þessar fréttir.  Mér þykir það samt blóðugt að ríkissjóður hefur eytt hér mörgum milljörðum í að setja inn hlutafé og annað í bankana og ætla svo að afhenda erlendum kröfuaðilum það.

Réttast hefði verið að loka bönkunum, setja þá í þrot og opna nýjann bráðabirgða banka þar sem allir peningar landsmanna hefðu verið tryggðir og geymdir frekar en að eyða allri þessari gífurlegu vinnu og peningum í að koma bönkunum í þrot.

Erlendu kröfuhafarnir hefðu svo getað tekið við útlánasöfnum og fasteignum og tekið í kjölfarið ákvörðun um það hvort ekki væri farsælasta og vænlegasta leiðin til að innheimta þessar kröfur að opna hér viðskiptaútibú.

Það má ætla að með þessu séu allavega 100-150 milljarðar af fé ríkissjóðs farnir í ekki neitt og margir mánuðir af fjölmiðlaþrasi og hártogunum fram og til baka.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það voru líka vonir manna við einkavæðingu bankanna, að erlendir bankar myndu kaupa þá, en enginn sýndi því áhuga.

Erlendir eigendur, ef þeir þá kaupa hlutaféð í Kaupþing og Glitni, munu örugglega leggja áherslu á, að innheimta allt sem mögulegt er að innheimta og afskrifa eins lítið og þeir komast af með.

Bankastarfsemi á Íslandi mun lítið breytast, þótt útlendingar eignist meirihluta í þessum bönkum, þeir munu alls ekki fara út í neina óvarlega lánastarfsemi, þannig að ekki þarf að reikna með ofurinnspýtingu í efnahagslífið, eingöngu með erlendu eignarhaldi á bönkunum.

Á móti þessum hugsanlegu erlendu bönkum ætti að einkavæða Landsbankann eins og bent er á hér

Hvernig sem fer um þetta eignarhald, þá mun Ísland ekki stökkva upp úr nánast ruslflokki erlendra matsfyrirtækja.  Það mun taka talsvert langan tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 21.7.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ljótt er af satt er,við erum í vondum málum yfirleitt,en vonandi brestur þessi stjórn fljótt,þá fer kannski eitthvað að ske af viti/Vinstri villa er ekki það sem þarf,við risum uppúr öskustónni og látum ekki útrásaravikinga taka völdin aftur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2009 kl. 15:20

4 identicon

Halli gamli, þessi ríkisstjórn slitnar ekki af sjálfdáðum.  Nú þarf fólkið í landinu að fara að standa saman og reka þetta lið úr alþingishúsinu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ha, skipta um ríkisstjórn? Til að fá hvað í staðinn? Varla Sjálfstæðisflokkinn, varla Framsóknarflokkinn. Miklir spaugarar eruð þið Arnar og Haraldur.

Björn Birgisson, 21.7.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Arnar Guðmundsson

SAMFYLKIN GIN STENDUR SIG FÍNT

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 21:04

7 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mikið rétt það þarf að koma þessari ríkisstjórn frá og það sem allra fyrst. Þessi stjórn er sú al lélagsta sem hefur verið við völd á Íslandi. Hvað kemur í staðinn? Ég  vil sérfræðingastjórn Þjóðstjórn eða álíka. Annars er allt betra en  Vg OG Smfó.

Gylfi Björgvinsson, 22.7.2009 kl. 12:08

8 Smámynd: Björn Birgisson

Gylfi, þú treystir greinilega ekki Sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum fyrir stjórnartaumunum. Bendir til prýðilegs pólitísks þroska.

Björn Birgisson, 22.7.2009 kl. 20:12

9 identicon

Gylfi, ég er reyndar ekki sammála því að sérfræðingastjórn sé endilega lausnin.  Sérfræðingar eiga það til að vilja endilega nota fínu flottu aðferðirnar sem þeir lærðu og hafa tendensa til að gera einfalda hluti flókna hálfpartinn til þess að sýna fram á hversu miklir snillingar þeir eru en það er líka útaf því að þeim hefur verið kennt hvernig á að gera hlutinn að þá dettur úr þeim frjóleikinn við að upphugsa hlutinn og koma honum í framkvæmd á sem einfaldastann og fljótlegastann hátt.

Þetta er reyndar alls ekki algilt en nógu algengt til þess að mín sannfæring liggur ekki við sérfræði skipaðri stjórn.

Ég vill hugsjónarfólk, fólk sem hugsar rétt.  Og hefur leiðtogahæfileika og sterka réttlætiskennd.  Mér er slétt sama hvað fólk er menntað á meðan fólk hefur það til brunns að bera sem til þess þarf.

Enda er það heldur ekki hlutverk ráðherrana að leysa öll heimsins vandamál.   Ráðherrarnir eiga frekar að vera eins og leiðtogar og geta sameinað krafta og hugvit sinna undirmanna.  Og enginn 1 ráðherra getur verið betri en það fólk sem undir honum vinnur.

Þjóðstjórn gæti verið möguleiki en hún býður líka uppá mikið rúm í hártoganir og dægurþras og gæti tafið fyrir þörfum aðgerðum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Björn,

ósköp er það á lágu plani að alhæfa um fólk sem skráð er í ákveðna stjórnmálaflokka. Það er til gott fólk í öllum flokkum og ég vonaði að við færum upp úr hjólförunum við kreppuna. Það hjálpar okkur lítið að setjast í skotgrafirnar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 23.7.2009 kl. 09:23

11 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Eyþór, ég var ekkert að alhæfa um fólk. Ég var að segja að ég treysti ekki nefndum flokkum. Þrátt fyrir að þar innanborðs leynist úrvalsfólk. Hef aldrei efast um það.

Björn Birgisson, 23.7.2009 kl. 11:59

12 identicon

Gylfi hvað gerir þessa flokka svona mikið verri en hina flokkana ?

Flokkarnir eru ekki verri eða betri en það fólk sem í flokknum er og í dag er ekki sama fólkið við þessa flokka.  Ég veit ekki betur en allir flokkar hafi brugðist sínum loforðum á einhverjum tíma og gert eitthvað annað.

VG hafa að mínu mati bruggðist kjósendum sínum og allri þjóðinni með því að gjörbreyta stefnu sinni í þágu samfylkingarinnar.  Því er stefna samfylkingarinnar farin í einu og öllu þrátt fyrir að hún sé einungis með um 30% atkvæða.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband