AGS sem Intrum?

Hefur Icesave "skuldin" verið send í innheimtu hjá AGS?

Átti AGS áætlunin ekki að vera til stuðnings Íslandi?

Átti AGS og Icesave deilan ekki að vera sitt hvor hluturinn?

Eða er skortur á aðgerðum innanlands að trufla afgreiðslu lánsins?

Og af hverju fáum við alltaf fréttir af Íslandi frá fjölmiðlum í útlöndum?

Þetta kallar á skýringar...


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Intrum lánar ekki skuldurum....þeir innheimta.

AGS lánar fé þeim sem vilja og samþykkja leikreglurnar.

Vingulsframkoma Sjálfstæðisflokksins hefur komið þessu til leiðar með örðu.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Þetta er sama taktík og AGS notaði gagnvart Suður Ameríku löndunum á sínum tíma. Þið fáið ef..... sem breyttist eftir geðþótta AGS.

AGS styður ekki "þjóðina" og markmiðið er ekki að við njótum sömu lífsgæða og við gerðum áður. AGS er ekki hjálparstofnun og ég hef ekki ennþá rekist á plagg þar sem land sem naut "stuðnings" AGS hafi komið vel út úr því.

Þar sem ESB er einn af styrktaraðilum AGS get ég ekki séð hvernig þessi mál hefðu átt að geta verið ótengd. Spillingin er til líka í hinu rósrauða ESB Samfylkingarinnar.

Ásta Hafberg S., 30.7.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bilderberg >Imf>Eu, grenilega þá hefur Ísland pirrað elítuna sem stjórnar heiminum. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Íslendingar eru ekki fórnarlömb þ.e. sem þjóð. Eftir okkur liggja skítarákir út um allan heim og svo höldum við að við séum í einhverri aðstöðu til þess að sýna umheiminum puttann og segja ,,við borgum það sem okkur sýnist þ.e. ekkert"

Og að sjálfstæðismenn skuli voga sér að rífa nú kjaft eins og ástandið komi þeim ekkert við er einhver mesti hroki sem fyrirfinnst. 

Maður uppsker eins og til er sáð og það er deginum ljósara að við höfum ekki sáð öðru en fræjum illgresi út um allar koppagrundir, og hvað kemur upp? 

Nú er að koma í ljós að við sem þjóð sem hefur setið uppi með handónýtar ríkisstjórnir sl. 18-20 er ekki hæf til að ráða sínum málum sjálf, samt rífum við kjaft eins og óþekkir rakkar sem verðskulda ekkert annað en að fá duglega rassskell.

e.s. Eyþór þú veist betur, svo mikið veit ég

Páll Jóhannesson, 30.7.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Leiðrétti innsláttarvillu ,,18-20 ár er ekki....."

Páll Jóhannesson, 30.7.2009 kl. 17:33

6 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Ég skil ekki hvernig menn geta talað um VIÐ, það voru ekki VIÐ sem vorum að skilja skítarákir eftir okkur út um allan heim og ekki allir sjálfstæðismenn. Það eru þeir sem áttu bankanna og við skulum hafa það á hreinu.

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 30.7.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Páll - mörg mistök hafa verið gerð ekki síður á vakt Sjálfstæðisflokks. Útgjöld ríkisins jukust til dæmis allt of mikið í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Ég var ekki hrifinn af "þingvallastjórninni" til að mynda.

Það breytir því ekki að nú er verið að taka stórar ákvarðanir og þegar þær eru í uppnámi þá er rétt að gagnrýna það. En það sem er verst er að allt fjaðrafokið í kring um AGS og ESB skyggir á aðgerðarleysið í ríkisfjármálum og endurreisn atvinnulífisins. Þar sést lítið. Svo ekki sést minnst á "Skjaldborgina" góðu sem lofað var í kosningunum. Ef það er hroki að gagnrýna þá er illa fyrir okkur komið Páll. 

Eyþór Laxdal Arnalds, 30.7.2009 kl. 17:56

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Eyþór, gagnrýnin er af hinum góða rétt er það en gagnrýnum líka vinnubrögð stjórnarandstöðu flokkanna.

Páll Jóhannesson, 30.7.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er ekki sjalli heldur harður einangurnarsinni

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 17:59

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

AGS eru í sínu venjulega formi, ganga erinda sinna helsy eigenda.

Nú eru þeir að innheimta kröfur sem eru ekki raunverulegar og því verða þeir að beita aðferðum sem ekki samræmast lögum,

við köllum það handrukkun.

Manst þú eftir ,,rukkurunum" í gamla daga?

Þetta voru gamlir menn sem ekki höfðu starfsorku til venjulegrar vinnu, gengu um í rykfrökkum frekar snjáðum og héldu fast um leðurtöskur, sem oftast voru fornfálegar og snjáðar. Öngvir fengust aðrir í störfin.

Nú eru þessir sömu Armani klædd snefilmenni sem rukka feitt fyrri ,,kröfur" mis löglegar en treysta á, að kröfuþolinn kæri ekki end eru fyrrum skólabræður og systur í dómarasætunum þá kemur til dóms. 

Hitt sem er enn utar við lög og rétt eru fantar notaðir við sem nendir eru einu nafni Handrukkarar.

Svo eru ungir menn settir í g´sluvarðhald sem fronta löffa og lærða klækjarefi í viðskiptum eða telja menn líklegt, að þessir ungu menn sem n´´u eru í varðhaldi, hafi kunnað þessi margslungnu kerfi ?

Miðbæjaríhaldið

fastheldin á hin grónu sígildu markmið Sjálfstæðisstefnunnar.

Bjarni Kjartansson, 30.7.2009 kl. 21:20

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Ákvörðun núverandi ríkisstjórnarflokka að koma aðildarumsókn að Esb, gegnum þingið áður en icesavemálið var afgreitt er pólítísk tímaskekkja ein sú mesta sem um getur, sem gaf þjóðum Evrópu tilefni til þess að setja á okkur þumalskrúfu þvingana.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2009 kl. 02:28

12 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Samhengi, Eyþór, samhengi!

AGS/IMF lánar ekki Íslandi af því að aðrir lánasamnigar eru ekki í höfn. Aðrir lánasamningar, sem eru veittir af pólitískum ástæðum, eru ekki í höfn af því að íslensk stjórnvöld hafa ekki samþykkt að borga sinn hlut vegna Icesave.

Af hverju þurfa aðrir lánasamningar að vera í höfn? Af því þetta er allt hluti af einum pakka.

Búum til dæmisögu: Þú færð brilljant viðskiptahugmynd og ferð í banka og biður um lán til að hrinda henni í framkvæmd. Bankastjórinn segir: "Já, þú færð þessa upphæð að láni, ef þú leggur fram aðra upphæð til að klára fjármögnunina, rekur hjákonu þína úr starfi fjármálastjóra og ræður einhvern með fjármálavit í þá stöðu." Uppfyllir þú ekki skilyrðin, áttu auðvitað ekki að fá lánið!

Ísland er ekki meira eyland en svo að það er hluti af fjölþjóðasamfélagi vestrænna ríkja. Meðal þeirra eru ríki sem eru tilbúin að veita okkur lán, af pólitískum ástæðum, en ekki af viðskiptahagnaðarlegum ástæðum. Þau taka líka pólitíska afstöðu til þess hvort Ísland beri ábyrgð á Icesave. Og, það finnst ekki eitt ríki í þeim hópi sem telur svo ekki vera! Þar ertu komin með ríkin sem standa að baki Intrum fyrir hönd Hollands og Bretlands.

Eitt er að Sjálfstæðismenn og Framóknarmenn viji ekki kannast við ábyrgðina á að hafa komið þjóðarskútunni í ógöngur. Annað er að geta ekki druslast til að taka ábyrgð á því sem þarf að gera til borga þann skaða sem óstjórnin olli og koma verðmætasköpun í landinu aftur á snúning. Þetta verður ekki gert sársaukalaust. En, Eyþór, ég ætlast til þess að þið Sjálfstæðismenn hættið þessu helvítis hugleysi og axlið ábyrgð á erfiðum ákvörðunum sem hér þarf að taka. Þið óttist að taka óvinsælar ákvarðanir af því að þið eruð hræddir við hvað þjóðin er ykkur reið nú þegar. En, hún verður ykkur enn reiðari ef þið bætið gráun ofan á svart og reynið bara að klóra yfir skítinn ykkar í stað þess að moka honum út.

Ég er ekki tilbúin að drepast úr skítalykt bara af því að ég vil ekki moka flór sem annar skeit í. Þess vegna moka ég. Svo, kæri Eyþór, settu nú klemmu á nefið og komdu og mokaðu með mér. Ég er líka viss um að við gærðum miklu meira þá daga sem við erum að byggja upp til framtíðar, en þá daga sem við erum að væla yfir óförum okkar.

Soffía Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband