Takmarkað umboð

Hér sést vel hvers vegna lítill áhugi var fyrir því að spyrja þjóðina um umsókn að ESB. Það er reyndar afar sérstakt að ríki skuli sækja um aðild að ESB þegar mikill meirihluti er því afhuga. Þegar horft er til þess að ríkisstjórnin er klofin í þessu máli (sem öðrum) getur samningsumboðið ekki verið nema takmarkað. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært af Icesave samningunum þá er það að hafa umboðið skýrt og samningsmarkmiðin ljós.
mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þegar horft er til þess að ríkisstjórnin er klofin í þessu máli (sem öðrum) getur samningsumboðið ekki verið nema takmarkað. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært af Icesave samningunum þá er það að hafa umboðið skýrt og samningsmarkmiðin ljós.

Nær þetta yfir Sjáflstæðisflokkinn líka eða er hann undanþeginn svona skilgreiningu ?

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ríkisstjórnin sem slík hefur nákvæmlega ekkert umboð til þess að hreyfa við Evrópumálunum. Það er bara þannig.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýrt umboð til þess að standa gegn inngöngu í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hjörtur ég er sammála þér með þessa ríkisstjórn en á öndverðu meiði við þig gagnvart Sjáflstæðisflokknum - þar eru skír skoðanaskipti td milli formanns og varaformanns - þessvegna hefur "flokkurinn" undanfarið ekki getað gefið neitt skilmerkilegt frá sér því miður - en það er nákvæmlega það sem "þjóðin" þarf i dag - skír skilaboð og afdráttarlausa stefnu en ekki stenuleysi

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

það er búið að samþykkja að sækja um aðild að ESB og var ekki búið að ákveða Icesave?  Hvað er málið? það er lýðræði í landinu. Meirihlutinn samþykkti þetta.  Viljið þið einræði?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.8.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Karl Birgir Þórðarson

Hvað ert þú að ibba gogg,þetta er allt sjálstæðisfloknum og framsókn að kenna ástandið í dag,kunnið þið ekki að skammast ykkar?

Karl Birgir Þórðarson, 4.8.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þordís:
Einræði segir þú og gagnrýnir síðan að fólk hafi skoðanir á því sem það sýnist. Má fólk ekki ræða það sem það vill? Má fólk ekki gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að sækja um inngöngu í Evrópusambandið án þess að hafa neitt lýðræðislegt umboð til þess?

Og hvenær var Alþingi búið að samþykkja Icesave-skuldafangelsið? Aldrei. Fjármálaráðherra samþykkti það áður en það var kynnt ríkisstjórn, þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna eða Alþingi. Við viljum ekki svona vinnubrögð, við viljum einmitt lýðræði en ekki svona einræðistilburði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:13

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Snæbjörnsson:
Hvað sem líður persónulegum skoðunum varaformanns Sjálfstæðisflokksins eða annarra einstakra sjálfstæðismanna þá er umboð flokksins alveg skýrt bæði frá landsfundi hans í marz og úr kosningunum í apríl. Varaformaðurinn var ekki kosinn út á skoðanir sínar í Evrópumálum, það er alveg klárt mál öllum þeim sem sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:16

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er vitað mál að nokkrir þeirra sem sögðu JÁ í atkvæðagreiðslunni 16. júlí gerðu það gegn vilja sínum undir pólitískum þrýstingi. Jafnvel hótunum um stjórnarslit. Það er ekki lýðræðisleg atkvæðagreiðsla.

Þjóðin var ekki spurð og ráðherra kom með eftiráskýringar sem ekki eiga við.

Að sækja um aðild að ESB með jafn veikt umboð og raun ber vitni, er afbökun á lýðræðinu.

Haraldur Hansson, 4.8.2009 kl. 13:56

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hjörtur J. Guðmundsson.

hvað varðar þennan landsfund þá var fyrirfram búið að raða í "dilka" - í dag er ekki tími blúndna eða dekurs - ef varaformaður treystir sér ekki til að fylgja formanninunum þá víkur sá aðili nema þá að þessi no 2 sé sterkari - flokkur sem nær ekki öruggri átt er reikull, stefnulaus og hugsalega hættulegur umhverfi sínu.

Það er ekki holt fyrir neinn að standa í sífeldum deilum eða málamiðlunum

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2009 kl. 14:11

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón, ég er alveg sammála því að varaformanninum er ekki stætt ef hann treystir sér ekki til þess að fylgja stefnu flokksins og þá sérstaklega í stórum málum. En ég er engu að síður þeirrar skoðunar að flokkurinn hafi skýrt umboð til þess að standa gegn inngöngu í Evrópusambandið og að mikill meirihluti sjálfstæðismanna vilji ekki ganga í sambandið. Þess utan er Sjálfstæðisflokkurinn ekki meira klofinn í þessum málum en aðrir flokkar og ef eitthvað er einna minnst, kannski fyrir utan Samfylkinguna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 14:19

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hjörtur - ég ætla ekki að skýla mér að bakvið hvernig það er hjá hinum flokkunum - horfum sjálfum okkur nær - það tel ég ágæta reglu

Persónulega er ég á móti þessarið aðild eins og svo margir sjálfstæðismenn eru einnig en það hefur nú ekki verið kannað neitt sérstaklega að ég held.

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2009 kl. 14:24

12 Smámynd: Rafn Gíslason

Ef það er lýðræðisleg vinnubrögð sem réðu för á alþingi þegar þingmenn annars stjórnarfloksins voru barðir til hlýðni til þess að greiða ESB umsókn atkvæði sitt undir þeim hótunum að ella slitnaði stjórnarsamstarfið þá er eitthvað verulega bogið við þá lýðræðis hugsun. Það var og er öllum ljóst að ef þingmen VG hefðu kosið eins og sannfæring þeirra bauð þeim þá værum við ekki í viðræðum um ESB aðild í dag.

Rafn Gíslason, 4.8.2009 kl. 16:27

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er afar skrítið þegar dvergur sækir um að komast í úrvalslið USA körfuboltans.

Ísland liggur utan samkeppni samgöngukerfis EU. Hefur ekki nógu stóran heimamarkað óháð fjarlægðarhindrun.  EU flytur inn orku, hráefni og 1. stigs hrávinnslu hráefna inn á innri samkeppni markað hlutfallslegra staðlaðra Seðlabanka efnahagsvæða í þágu stóriðjuvera fullframleiðslu stórborga þeirra. 

Lúxemborg blá fátækt smábænda hertogadæmi 1976  fékk stjórnmálalega úthlutað fjármálaverkefnum í valdtafli hinna virðingarmestu Meðlima Ríkjanna. Malta hliðstæð undantekning er nú einkasjúkrahúspardís forréttinda stéttar EU sem þarf ekki að sætta sig við almennt velferðarkerfi að meðaltali heildar EU. Stjórnmálegt peð útaf fyrir sig.

0,6 pc. stuðningur við 8 pc Norðurlandanna innan EU til að hafa áhrif í eigum málum eru rök fáfræðinga.  EFTA aðildin er til skammar.

Júlíus Björnsson, 7.8.2009 kl. 13:59

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

EES 80% áhrifavaldur efnahaglega síðan 1995.

Júlíus Björnsson, 7.8.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband