Argentína?

Eru Argentína og Ísland svipuð? Lára Hanna segir mikla hættu á því og hefur nokkuð til síns máls.

Argentína merkir silfur-landið enda voru það silfurnámurnar sem Spánverjar ásældust sem gáfu landinu nafn. Samkvæmt Njall Ferguson var Argentína eitt af tíu ríkustu ríkjum veraldar árið 1913. Erlend fjárfesting var á þeim tíma svipuð og í Kanada og vöxtur meiri en í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Harrods verslanirnar voru á þessum tíma tvær; önnur í London en hin í Buenos Aires.

Síðan þá hefur margt farið til verri vegar. En hvað eigum við sameiginlegt?

Fyrir það fyrsta þá var tveggja stafa verðbólga í Argentínu algeng og endaði svo með óðaverðbólgu undir lok 20. aldar. Á Íslandi hefur verðbólgan verið algeng þó með þeirri undantekningu að hún var frekar lítil síðasta áratug síðustu aldar. Nú hefur hún komið aftur ásamt systur sinni gengisfallinu.

Hitt sem gerðist í Argentínu var ítrekað greiðslufall erlendra skulda. Það leiddi til einangrunar og hárra vaxta. Hætta er á slíku hér ekki síst ef íslenska ríkið tekur á sig of miklar skuldir (svo sem vegna Icesave).

Eina af ástæðunum fyrir hruninu má rekja til þess að stjórnmálamenn í Argentínu freistuðust til að "leysa málin" með meiri útgjöldum en tekjur voru til. Halli sem á mannamáli er ekkert annað en botnlaus taprekstur endaði með gengisfellingum, verðbólgu og greiðslufalli. Sennilegast er stærsta hættan á Íslandi einmitt fólgin í því að ríkið eyði langt um efni fram með tilheyrandi afleiðingum. Þótt margt megi misjafnt segja um AGS þá leggja þeir áherslu á að fjárlög verði rekin hallalaus til lengri tíma. Sagan hefur sýnt okkur að botnlaus hallarekstur ríkis verður á endanum aldrei leystur með skattheimtu en leiðir hratt til hárra vaxta og frekara hruns.

Eitt sláandi dæmi er varðandi erlenda krónu eigendur sem hafa verið að fara úr "jöklabréfum" og yfir í ríkisskuldabréf. Ríkið fjármagnar sig sem sagt hjá erlendum aðilum í krónum. Þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt er hætta á að erlendir eigendur ríkisskuldabréfa vilji fara út. Þá selja þeir ríkisskuldabréfin með einhverjum afföllum og þá getur það leitt til lækkunar krónu og ríkisskuldabréfa. Vandinn við jöklabréfin verður þá orðinn tvöfaldur.

Vonandi læra menn af reynslu Argentínu og varast vítin. Ekkert bendir þó til þess að við séum með skýra stefnu í að ná endum saman. Allt kapp ríkisstjórnarinnar er á að ganga í ESB og auka skuldir ríkisins. Á endanum þarf að borga þessar nýju skuldir með einum eða öðrum hætti.

ESB umsóknin hefur ekki breytt miklu og afar ólíklegt verður að teljast að Ísland geti gengið í ESB og eru fyrir því margar ástæður. Hættan við ESB áhersluna er að menn gleymi aðalatriðunum í þeirri von að ESB bjargi Íslandi með einhverjum hætti. Aðalatriðið er að auka gjaldeyris- og verðmætasköpun og minnka sóun. Hér eigum við silfur hafsins og auðlindir sem þarf að nýta, vernda og verja. 
-  Annars er mikil hætta á krónískri kreppu með argentínskum tangó.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Góð grein hjá þér Eyþór, já það er rétt sem þú segir ástand Argentínu er víti til varnaðar maður vonar bara að ráðamönnum beri gæfa til að leysa úr málum þannig að það fari ekki eins fyrir okkar þjóð, þó fátt virðist benda til þess eins og málum er háttað.

Heldur veður Ríkisstjórnin í villu og svima og fátt eitt kemst að nema ESB sem að allavega leysir ekki vanda okkar þessi misserin.

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigurjón

Já, góð grein.  Það ber að varast vítin...

Sigurjón, 8.8.2009 kl. 18:09

3 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisverður pistill. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 8.8.2009 kl. 18:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góðir puntar hjá þér Eyjólfur!

Hættan við ESB áhersluna er að menn gleymi aðalatriðunum í þeirri von að ESB bjargi Íslandi með einhverjum hætti

Tilhvera eiga Meðlimaríki EU í innri samkeppi að borga skuldir Íslands þegar þær skila hámarks ávöxtum í vasa þeirra?

Samkeppni grunnur EU byggir á hráefnum og 1.stigs úrvinnslu þeirra, hvers verð eru lámörkuð og háð verðlaginu undir eftirliti og í samráði við Umboðið [Commision sem lætur framkvæma m.a.] .

Allir meðlimir EU eiga að vera jafnir hvað grunninn varðar sem lýtur ekki lögumálum markaðarins innan EU. Með skírskotun til laga EU sem byggja á milliríkja samningum undirrituðum að Meðlima ríkjunum.

Júlíus Björnsson, 8.8.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Argentína varð fyrir Illuminati- economic- hitman- samsæri með aðstoð heimamanna.

Ætli eithvað sviðað komi upp úr kanínuhattinum hér!

http://www.economichitman.com/

http://members.iimetro.com.au/~hubbca/eu_exposed.htm

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 8.8.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góðir puntar hjá þér Eyþór!

Júlíus Björnsson, 9.8.2009 kl. 03:09

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fullt tilefni er til að læra af misbresti annarra landa í að synda út úr efnahgsvanda. Fram komu skemmtilega greinar á eyjunni fyrir helgi, þar sterk rök voru leidd að því að risa-lánin, sem ekki á að nota, séu alls ekki jafn brýn og af er látið. Fólk spyr þá og hvað á þá að gera ? Ég reyni að svar því í pistli hér :
http://haddi9001.blog.is/blog/haddi9001/entry/927466/

Eyja greinarnar eru hér (Þórlindur Kjartansson+Jón Steinsson) :
http://eyjan.is/blog/2009/08/07/jon-steinsson-hagfraedingur-allt-of-mikid-gert-ur-mikilvaegi-erlendu-lananna/
Jón Daníelsson tekur síðan undir þau sjónarmið í Vísi :
http://www.visir.is/article/20090808/FRETTIR01/296838643/-1

Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Eyþór,

Athyglisvert innlegg hjá þér.

Eiríkur Sjóberg, 10.8.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband