Hversu bindandi er Icesave samningurinn án ábyrgðar þingsins?

Samningur ríkisstjórnarinnar við Holland og Bretland er háður samþykkt Alþingis varðandi ríkisábyrgð á lántökunni. En hversu bindandi er hann þess utan?

Getur verið að ríkisstjórnin hafi bundið Ísland burtséð frá ríkisábyrgðinni? Er hugsanlegt að samningurinn sé bindandi eins og kaupsamningur og ríkisábyrgðin sambærileg við samþykkt banka á yfirtöku skuldar? Ef svo er þá er mögulegt að hér myndist skaðabótaábyrgð vegna vanefnda ef ekki tekst að efna samninginn.

Ef ekki þá er spurning hvað Bretar og Hollendingar geta gert til að fá fullnustu krafna sinna. Dómsdagsspár hafa verið fluttar en gott væri að skilja hvernig innheimta á skuld Tryggingarsjóðs Innistæðueigenda getur fallið á ríkið án samþykkis Alþingis. Er mögulegt að samningurinn hafi skuldbundið Ísland að þjóðarrétti?

Gott væri að fá lögfræðileg sjónarmið varðandi þetta atriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Freyr Þorsteinsson

Úr stjórnarskrá Íslands

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Held að þetta svari spurningunni.

Rúnar Freyr Þorsteinsson, 11.8.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Ríkissjóður er ábyrgur fyrir skuldum Tryggingarsjóðs Innistæðueigenda samkvæmt reglum EES sem íslendingar hafa undirgengist.
  • Annars hefði  Geir Haarde ekki  viðurkennt þetta sem skuld þjóðarinnar við innistæðueigendur.
  • Þannig, að það virðist sama hvernig málið í þinginu fer. Ábyrgðin er söm og raunar er samningurinn einnig í fullu gildi. Tryggingasjóðurinn skuldar þetta fé og ríkið ber ábyrgð á sjóðnum.
  • Þetta ákvæði er mjög mikilvægt fyrir neytendur og í því felst mjög mikilvæg neytendavernd fyrir almenna innistæðueigendur. Það  er því mjög alvarlegt þegar stjórnvöld ekki gera skyldur sínar í þessum efnum.
  • Þ.e.a.s. að sjá til þess að  bankarnir greiddu í þennan sjóð tryggingariðgjald og að  tryggingar stæðu að baki innistæðanna.   

Kristbjörn Árnason, 11.8.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já Eyþór, það eru ekki alltaf lögin sem ráða ferðinni.

Réttlætiskennd og lög verða að fara saman.

Við tókum Íslendingar okkur þann rétt í óljósu lagaumhverfi að færa út landhelgina og vörðum þá ákvörðun. Þá fengum við stuðning alþjóðasamfélagsins.

Auðvita eru breyttir tímar og staða smáþjóða ekki eins sterk og þá, en ég held ekki að almenningur, svona allmennt, myndi taka afstöðu gegn íslandi í þessu mái ef við neitum að standa við skuldir útrásarkapítalistanna. En auðvita krefst það markvissrar kynningar á okkar málstað!

Eða hvað heldur þú?

Ásgeir Rúnar Helgason, 11.8.2009 kl. 18:39

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hm, ef ábyrgðin er hin sama, án samþykktar Alþingis, þá er um óþarfa ævingu að ræða.

Staðreyndin, er sú að ríkisábyrgðin krefst samþykktar Alþingis, því ef svo hefði ekki verið, hefði undirskrift ríkisstjórnarinnar einnar dugað.

Hérna er um eftirá skýringu að ræða, tilraun til að slá ryki í augu fólks.

Skuldbinding sem þessi, krefst samþ. Alþingis, annars er hún ekki gild.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 18:49

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Icesave er vont mál.  En það verður ekki flúið.

Ísland er enn ábyrgt, jafnvel þótt alþingi hafni samningnum.

Getur ekki verið samt að samþykkt alþingis  sé einmitt til þess að uppfylla skilyrði 40. gr. stjórnarskrárinnar?

Eiríkur Sjóberg, 11.8.2009 kl. 19:30

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mér sýnist Steingrímur hafi gert kórvillu með því að láta samninganefndina klára undirritun. Betra hefði verið að koma heim með uppkast. (no pun intended).

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.8.2009 kl. 20:35

7 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Eyþór, og aðrir,

Það má örugglega gagnrýna samninginn fyrir nokkra hluti, hann hefði hugsanlega getað verið betri miðað við nokkrar greinar hans.  Gleymum því þó ekki að þetta er samningur og við vitum ekki hvað annað hefði hugsanlega mátt koma út úr þessu.  Það sorglega í stöðunni er að það tjóar ekki að festa sig í þeim vangaveltum.

Ef hægt er að setja fyrirvara við samninginn, þá er það vel.

Það hljóta þó allir að vera sammála um það að samningsstaða Íslands er afar þröng og erfið.

Spurningin sem nú þarf að svara er hvað er best að gera fyrir Ísland til framtíðar út frá þeim kostum sem eru í boði.

Eiríkur Sjóberg, 11.8.2009 kl. 21:08

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko, þjóðréttarleg skuldbinding verður ekki til, fyrr en við svokallað staðfestingarferli.

Þetta er ástæða þess, að samingar sem fela í sér þjóðréttarlega skuldbindingu, þurfa staðfestingu meirihluta þings.

Án staðfestingar, er samingurinn fallinn eða hruninn. 

Dæmi:

Evrópusambandsaðild, er þjóðréttarlega bindandi, ekki bara fyrir nýtt aðildarríki, heldur fyrir öll aðildarríki.

Þ.e. ástæðan fyrir staðfestingarferlinu, sem felur ekki bara í sér staðfestingu þings + þjóðaratkvæðagreiðslu þess ríkis sem æskir inngöngu, heldur einnig formlega staðfestingu þinga hvers aðildarríkis fyrir sig.

Ekki fyrr en staðfestingarferlinu er fullu lokið, þ.e. með staðfestingu síðasta meðlimaríkisins, sem nú eru 27, öðlast aðildarsamingur gildi.

Þó, ef ekki væri um nema eitt ríki, aðildarríki, sem lyki ekki staðfestingarferli, þá gæti samingurinn ekki tekið gildi.

Aðildarsamningar að ESB, lúta fyllstu reglum þjóðarréttar. Þig getið séð, af því að skoða staðfestingarferli ESB, hvernig þjóðarréttur virkar.

Varðandi Icesave, virkar þetta á engann hátt öðruvísi, þ.e. án staðfestingar myndast enginn þjóðréttarleg skuldbinding. Samingurinn, er því hruninn ef hann verður ekki staðfestur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 21:17

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Ég held, að það hafi verið sama hvernig þessi samningur hefði hljóðað og eða hver hefði gert hann.  Okkur íslendingum finnst það ekki byggt á réttlæti, að við þessi örþjóð verði látinn greiða þennan reikning.
  • Ég heldur ekki trú á því að Geir Haarde hafi samþykkt þessar kröfur, ef þjóðin hefur ekki haft skyldur til þess. Geir er ekkert einn í ráðum í svona málum frekar en aðrir ráðherrar. Er þá sama hvaða ríksistjórn er við stjórnvölinn. 
  • Það er einnig staðreynd sem vert er að skoða, að flestir þingmenn allra flokka hafa lýst því yfir að þessa skuldbindingu verði  íslendingar að uppfylla. 
  • Það er einnig staðreynd, að ekki er verið að ræða samninginn sem slíkan á Alþingi heldur er veriða ræða tiltekna ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs Innistæðueigenda
  • Þrátt fyrir það ber þjóðin ábyrgð á skuldum þessa tryggingasjóðs.
  • Það má vel vera að Steingrímur hafi gert mistök, en þrátt fyrir að sá samningur hefði ekki verið gerður væri skuldin samt lifandi. Það er vandamálið.
  • Það óraði auðvitað engum fyrir því, að ríkisbankarnir væri komnir í einkaeign aðeins örfáum árum eftir að Ísland gerðist aðili að EES.
  • Ef menn hafa skoðað þessa grein á þeim tíma, hafa menn eflaust gert það með jákvæðum hætti. Vegna þess, að hún fjallar um mjög mikilvæga neytendavernd.

Kristbjörn Árnason, 11.8.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband