Þjóðstjórnarannáll

Var við opnun menningarsalar í Sunnlenska bókakaffinu hjá Elínu Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarsyni. Þar eru til sölu fornbækur og notaði ég tækifærið og keypti mér Þjóðstjórnarannál eftir Árna Jónsson frá Múla sem er skrifuð 1942. Bókin inniheldur greinar höfundar og fjalla um lygilega lík málefni og nú eru efst á baugi nema enn er ekki komin þjóðstjórn nú:

"Verkefni þjóðstjórnarinnar eru mörg og erfið. Þjóðin viðurkennir fúslega að við óvenjulega erfiðleika er að stríða. Hún mun hafa hliðsjón af þeim erfiðleikum í mati sínu á starfi stjórnarinnar. En hún mun krefjast þess hiklaust að sú stjórn sem kennir sig við alþjóð láti borgarana ná rétti sínum."

Dýrtíðin - nú kölluð verðbólgan
Frjáls blöð - nú eignarhald á fjölmiðlum
Gengislögin - nú gengishöftin
Hættan af ásælninni - nú græðgin
Hvenær á að afnema höftin? -  Hvenær á að afnema gjaldeyrishöftin?
Kjördæmamálið - Athugasemdir ÖSE við kosningarnar í vor
Sjálfstæðismálið - nú ESB

og svo má lengi telja.

Það er óramargt svipað í dag og 1942 en flest í bókinni hefði þótt úrelt árið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ekkert er nýtt undir sólinni. Maður þarf að ná sér í þennan annál.

Jón Baldur Lorange, 11.8.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eftir stríðið gerðist sá sögulegi atburður að sjálfstæðismenn og sósíalistar tóku höndum saman við myndun Nýsköpunarstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna. Kannski eigum við eftir að sjá það gerast aftur, nýja Nýsköpunarstjórn?

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Nýsköpun er nokkuð sem þarf núna í atvinnumálum amk.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.8.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ómetanlega gagnlegt að hafa svona orðskýringabók við hendina.

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband