Hvað með ríkjasamband Íslands, Grænlands og Færeyja?

Á sama tíma og Ísland berst fyrir 65 ára sjálfstæði sínu eru Grænlendingar að færast nær sjálfstæði. Sama er að segja um vini okkar Færeyinga. Því er haldið fram að Ísland sé of lítið til að vera sjálfstætt og Grænland sömuleiðis. Þetta heyrist ekki síst frá þeim sem vilja sjá bandaríki Evrópu verða að veruleika. Afar ólíklegt er að Ísland gangi í ESB þar sem hagsmunirnir fara illa saman eins og dæmin sanna.

Hafsvæði Íslands, Grænlands og Færeyja nær yfir stóran hluta norðvestur Atlantshafsins. Auknir möguleikar á olíuvinnslu og siglingum færa hagsmuni þessara eyja saman meira en annara. Er nokkuð galið að sjá fyrir sér ríkjasamband þar sem unnt væri að samnýta utanríkisþjónustu, auðlindastefnu, landhelgisgæslu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Grænlendingar eru mikið skynsamari en hinir stórhuga Íslendingar. Þeir telja sig ekki hafa þroska fyrir fullt sjálfstæði fyrr en í fyrsta lagi eftir tuttugu ár. Ég efast um að þeir vilja blanda símum málum saman við hina alræmdu miklilmennsku brjáluðu eyjarskegga með minnimáttarkennd.

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er sjálfsagt mál Eyþór og ætti eiginlega að vera sjálfgefið.

En Ísland á lífsnauðsynlega að líta meira vestur á bóginn því þar á Ísland mest heima og þar eiga einnig margir Íslendingar heima, Vestur Íslendingar og afkomendur þeirra. Stærstu og öflugustu netverk heimsins eru "ethnical networks".

Hafið þið aldrei spáð í af hverju Ítalskur matur, pizza og ólífuolía eru svona útbreidd í heiminum? Ethnical networking býður uppá mikla möguleika fyrir flest. Amríka var það heillin. Það er þar sem framtíðin mun gerast og verða björtust. Þar á Ísland mest heima í nánu sambandi

Góðar keðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þegar ég dvaldi í Færeyjum fyrir þrjátíu árum varð ég nokkrum sinni vitni af því að ráðist var á eða gerður aðsúgur að Íslendingum fyrir að vera Íslendingar. Íslendingar voru ákaflega illa liðnir í Thorshavn. Nokkrum sinnum heyrði ég eftirfarandi viðkvæði hjá Færeyingum: ,,Guði sé lof að Íslendingar séu ekki fjölmennt stórveldi, þá væri heimurinn heimurinn virkilega enn verri en nú þegar." Ætli það séu ekki orð að sönnu samkvæmt síðustu atburðum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hrepparígur hefur alltaf verið til í bæjum og milli granna.

Jón Frímann: Ekkert útilokar það að þó Ísland, Grænland og Færeyjar taki upp náið samstarf að við getum ekki tekið upp EVRU, gengið í ESB eða önnur samtök. Hitt er svo annað mál að staða okkar saman hér á norðvesturhjaranum væri sterkari saman en sundruð.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.8.2009 kl. 07:41

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Gunnar: Það er rétt sem þú segir með vestur Íslendingana enda eigum við margt sammerkt með Kanada.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.8.2009 kl. 07:42

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Orð í tíma töluð og að þessu ætti að stefna þetta yrði mjög öflugt ríkjabandalag

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.8.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Pétur Ottósen lagði fram þingsályktunartilögu á sjötta áratugnum um að Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands, er yrði byggt á Eiríki Rauða og afkomendum hans.

Gott er að láta sig dreyma. En þetta ríkjabandalag er ekki raunhæft.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 00:30

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já hiklaust Norður Ameríka

Þangað flytja best menntuðu Evrópubúarnir því þar er framtíðin björtust, hagsældin og frelsið mest, vöxtur framtíðarinnar verður sterkastur þar og þetta verður besti markaður framtíðarinnar.

Svæði og ríki sem Ísland ætti að varast mikið í framtíðinni: (útflutningsmarkaðir, fasteignamarkaðir, fjárfestingamarkaðir)

Mið, Suður, og Austur Evrópa og næstum allt evrusvæðið: verður orðin mannleg auðn árið 2050 = ömurleg efnahagssvæði og kolsvartar framtíðarhorfur.

Rússland: verður orðið mannlegt svarthol árið 2050 = steindautt sem efnahagssvæði. Tifandi tímasprengja

Kína: verður þá orðið uppþykknandi mannleg auðn árið 2050 = ömurlegar langtímahorfur og hnignun framundan ásamt byltingum og svakalegu pólitísku umróti og hættum

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 00:40

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Eyþór,

Það voru uppi tilraunir með þetta fyrir um 20 árum eða svo, svokallað VestNorden (http://www.northatlantic-islands.com/vntm2009/)  Ég veit ekki hvort nokkuð sérstakt hefur verið gert í þessu sambandi nema þá helst á sviði ferðamála, en ég held tvímælalaust að þessar þrjár þjóðir geti stóreflt samvinnu.  Þær deila stóru og auðugu hafsvæði og glíma við svipuð vandamál. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.8.2009 kl. 20:36

10 Smámynd: Björn Emilsson

Einhver miskilningur hér á ferð. Grænland og Færeyjar eru í ríkjasambandi við Danmörku.

Björn Emilsson, 16.8.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband