Hallarekstur ríkisins grefur undan stöđugleikanum

Stöđugleikasáttmálinn er sagđur í hćttu međal annars vegna verđbólgu og hárra vaxta. Krónan hefur ekkert styrkst ţrátt fyrir gjaldeyrishöft og umsókn í ESB.

Tapreksturinn ríkisins var óumflýjanlegur strax eftir hruniđ en viđvarandi halli grefur undan trausti á framtíđinni, krónunni og ríkisbréfum. Hallarekstur ríkisins er fjármagnađur međ skuldabréfum sem keppa viđ lántökur fyrirtćkja og heimila. Í slíku umhverfi verđur lánsfé áfram dýrt. Í erfiđri stöđu hefur markađurinn takmarkađa trú á ađ ríkiđ geti endalaust hlađiđ á sig nýjum skuldum (ţó sumum stjórnmálamönnum ţyki ţeir endalaust geta á sig blómum bćtt). Ţađ er ţekkt úr hagsögunni ađ ţau ríki sem fjármagna sig til lengri tíma međ skuldabréfum grafa undan gjaldmiđlinum og hćkka vexti og verđbólgu.

Icesave og ESB hefur heltekiđ alla umrćđu en á sama tíma virđast ríkisfjármálin hafa gleymst. Háir vextir eru heimatilbúiđ vandamál ţegar allur heimurinn er međ stýrivexti í algjöru sögulegu lágmarki. Eina leiđin til ađ lćkka vexti er ađ ríkiđ dragi sig úr samkeppninni um ţađ litla lánsfé sem er í bođi. Ţađ verđur ekki gert nema međ ţví ađ draga úr hallarekstrinum á sannfćrandi hátt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Guđmundsson

Hver er ţáttur xD í miklum hallareksri? Hvert er framlag xD til ástandsins á Íslandi?

Hvađ eru brotamenn og rugludallar ađ vilja upp á dekk?

Björn Guđmundsson, 20.8.2009 kl. 15:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband