Hallarekstur ríkisins grefur undan stöðugleikanum

Stöðugleikasáttmálinn er sagður í hættu meðal annars vegna verðbólgu og hárra vaxta. Krónan hefur ekkert styrkst þrátt fyrir gjaldeyrishöft og umsókn í ESB.

Tapreksturinn ríkisins var óumflýjanlegur strax eftir hrunið en viðvarandi halli grefur undan trausti á framtíðinni, krónunni og ríkisbréfum. Hallarekstur ríkisins er fjármagnaður með skuldabréfum sem keppa við lántökur fyrirtækja og heimila. Í slíku umhverfi verður lánsfé áfram dýrt. Í erfiðri stöðu hefur markaðurinn takmarkaða trú á að ríkið geti endalaust hlaðið á sig nýjum skuldum (þó sumum stjórnmálamönnum þyki þeir endalaust geta á sig blómum bætt). Það er þekkt úr hagsögunni að þau ríki sem fjármagna sig til lengri tíma með skuldabréfum grafa undan gjaldmiðlinum og hækka vexti og verðbólgu.

Icesave og ESB hefur heltekið alla umræðu en á sama tíma virðast ríkisfjármálin hafa gleymst. Háir vextir eru heimatilbúið vandamál þegar allur heimurinn er með stýrivexti í algjöru sögulegu lágmarki. Eina leiðin til að lækka vexti er að ríkið dragi sig úr samkeppninni um það litla lánsfé sem er í boði. Það verður ekki gert nema með því að draga úr hallarekstrinum á sannfærandi hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Guðmundsson

Hver er þáttur xD í miklum hallareksri? Hvert er framlag xD til ástandsins á Íslandi?

Hvað eru brotamenn og rugludallar að vilja upp á dekk?

Björn Guðmundsson, 20.8.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband