Vatnsskortur á Indlandi?

Himalaya fjöllin vista vatnsforðabúr fyrir norðvestur Indland en þar er til dæmis að finna Nýju Delí. Vísbendingar eru um að alvarlegur vatnsskortur sé í pípunum á þessum slóðum.

Litlar breytingar hafa verið á rigningu en neðanjarðar eru að eiga sér stað breytingar á vatnsbirgðum sem notaðar eru af hundruðum milljóna manna. Landbúnaður tekur hér stærstan skerf.

Engar lausnir eru á þessu máli sem hefur verið hugsanlegt en er nú sannað með gervitunglamyndum NASA þar sem teknar hafa verið myndir yfir 6 ára tímabil.  

vatnsskortur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. til forn aðferð, þ.e. að safna vatni.

Hægt er að byggja gígantískar stíflur, til að safna í vatnsforðabúr, yfir regntímann.

Mér skilst að Kínverjar séu þegar byrjaðir að huga að þessu, í Tíbet, þ.s. vatnsforðabúrin yrðu að vera, til að hægt sé síðan að stjórna vatnsmagni í Gulafljótinu.

Vandræði Indverja eru verri, þ.s. Indland er að ofnota vatnslindir neðanjarðar, einnig. Að auki, myndur stíflurnar þurfa að vera í Nepal, sem flækir málið all verulega samanborið við Kína, sem ekki þarf að spyrja kóng eða prest, þegar þúsundir eða jafnvel milljónir manna, eru látnir flytjast búferlum, til að byggja meigi stíflu.

Hver veit, kannski Indverjar einfaldlega, geri innrás - seinna meir, þegar þeir eru orðnir nægilega desperat.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það gæti verið í uppsiglingu milliríkjadeila vegna fljóta sem eiga upptök sín í Tíbet en renna í gegnum önnur lönd ef rennsli þeirra og farvegi er ekki breytt á upprunastaðnum.
 Íslendingar tóku Jökulsá á Brú úr farvegi sínum.  Það má hugleiða það hvort sá gjörningur hafi verið alveg í lagi.

Pétur Þorleifsson , 16.8.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er ástæða til að hafa áhyggjur af vatnsskorti á Íslandi líka ? Þá á ég ekki við drykkjarvatn, heldur vatn til virkjananna. Það er búin að vera afskaplega lítið úrkoma síðustu mánuði.

Haraldur Baldursson, 16.8.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stærstu virkjanirnar eru við jökulár, sem eru meira háðar hitastigi en úrkomu um rennsli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Athyglisverð ábending Eyþór. Því miður gæti þetta verið vísbending um það sem koma skal í komandi krísum og stríðsátökum hins ört vaxandi mannkyns. Því er víða spáð að vatn og baráttan um aðgang að því, gæti orðið eldfimari en eldsneyti. Þar á meðal í þeim suðupotti sem ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og nágrenni er.

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.8.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband