Þekkingargarður byggður á sandi?

Í Sunnlenska Fréttablaðinu er sagt frá því í dag að fyrirætlanir um byggingu þekkingargarðs í miðbæ Selfoss séu endanlega komnar í salt. Nú er það svo að hugmyndir um miðbæ á Selfossi hafa verið í skötulíki lengi enda voru deilur um miðbæjarskipulagðið miklar. Nú er búið að tyrfa yfir miðbæjarreitinn og litlar líkur til að þar verði byggt eins og til stóð. Hér er hins vegar annað mál þar sem bæjarstjórnarmeirihlutinn blés til sóknar á sérstökum blaðamannafundi eftir bankahrunið og lofaði 200-300 störfum. Þessum hugmyndum var tekið fagnandi eins og sjá má af fréttum frá blaðamannafundinum. Nú eru þessar hugmyndir lagðar til hliðar eftir því sem Sunnlenska segir frá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Iss, það verður aldrei neitt úr neinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Björn Guðmundsson

Snillingarnir sem héldu því fram að þeir gætu komið á stöðugleika og hindrað glundroða hafa endanlega sýnt að þeir höfðu rangt fyrir sér.

Aldrei hafa verri axarsköft verið gerð eða meiri glundroði ríkt en eftir stjórnarsetu xD í ríki og borg.

Björn Guðmundsson, 20.8.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Björn,

þetta komment getur reyndar ekki átt við þetta mál með horfinn Þekkingargarð á Selfossi...

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.8.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband