VG stóðu að einkavæðingu HS

Nokkur sveitarfélög seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy, en nú hefur hluti þess hlutafjár verið selt Magma Energy. Á síðustu dögum hafa forsvarsmenn VG (og einhverjir Samfylkingarmenn) sett sig á móti sölu á hlutabréfum í HS orku sem er annar helmingur Hitaveitu Suðurnesja og telja nú að þetta sé glapræði.

Það er því rétt og skylt að halda því til haga að bæjarstjórn Árborgar stóð einhuga að sölu á öllum hlutabréfum sveitarfélagsins til Geysis Green og þar meðtalinn Jón Hjartarson oddviti VG í Árborg og forseti bæjarstjórnar.

Ekki hafa komið fram gagnrýnisraddir frá forystu VG vegna þessarar einkavæðingar. Gott væri að einhver fjölmiðill spyrði Steingrím J. Sigfússon og Svandísi Svavarsdóttur um hvort þeim hafi hugnast þessi einkavæðing VG í Árborg.

Eða er ekki sama Jón og séra Jón?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Guðmundsson

Hvernig er ástand ljósastaura á Selfossi.

Það er kannski eins gott að Hellisheiði er ekki enn með ljósastaura.

Sjálfstæðisflokkurinn er Mafía. Fjáröflunin er vernd gegn greiðslu eins og tíðkast hjá systurflokkum á Ítalíu og USA.

Björn Guðmundsson, 20.8.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Gott innlegg Eyþór !!

En Björn - í guðanna bænum reyndu að þroskast og sýna einhvern skilning.  Miðað við færsluna þína hérna ertu varla eldri en 10 ára.

Sigurður Sigurðsson, 21.8.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

lærir madur tessa smjørklipuadferd i einhverri X-D handbok?

eg er einn af teim sem olst upp vid tad ad islendingar væru kaldir kallar, hertir af einstædum adstædum. svo teir hefdu eitthvad sem adrir hefdu ekki.

tegar a holminn er komid, virdast islendingar vera osidadir sykursnudar sem restinni af heiminum ætti ad vera nakvæmlega saman um. alvøru abyrga stjornmalamenn virdist landid ekki hafa en nog af smabørnum.

en madur vonar ad tjodin herdist ad lokum og teljist medal manna a ny.

Baldvin Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þú mátt ekki gleyma því Eyþór, að þessi maður er fæddur í Undralandi og er þar enn. Ég kaus þennan mann í síðustu bæjarstjórnarkosningum í góðri trú. Ég hef beðið alla íbúa Árborgar opinberlega afsökunar á að hafa gert það og vil endurtaka það nú. Ég kaus líka flokk Steingríms J. í síðustu þingkosningum. Það tók Steingrím bara rúman sólarhring að svíkja eitt aðalkosningaloforð sitt. Þetta sýnir að gamla máltækið, að lengi læri sá er lifir, er enn í gullu gildi.

Sigurður Sveinsson, 23.8.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband