Jákvætt skref

Aðeins tvö ár eru síðan samningar voru undirritaðir um Aflþynnuverksmiðju Becromal og samhliða var gengið frá raforkukaupum við Landsvirkjun. Hér hefur starfssemi fyrsta græna stóriðjan sem jafnframt framleiðir hátæknivörur.

Það er magnað að þetta hafi tekist þrátt fyrir heimskreppu og hrunið á Íslandi. Nú mun þessi verksmiðja bæta vöruskipti Íslands næstu árin og áratugina.

Ekki veitir af jákvæðum fréttum.


mbl.is Aflþynnuverksmiðja gangsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Loksins eitthvað jákvætt Eyþór, en hefur farið hljótt

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábært mál!

Er álið í aflþynnurnar íslensk framleiðsla eða innflutt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 19:24

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er innflutt eins og staðan er í dag þar sem það þarf að vera mjög hreinsað og sérunnið Gunnar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.8.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Til hamingju. Má spyrja um virðisaukann af framleiðslunni?

Jón Arvid Tynes, 22.8.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það yrði mjög jákvætt fyrir áliðnaðinn í heild sinni ef framleiðslan er öll íslensk

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 20:12

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Virdisaukinn er mikill a Islandi

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.8.2009 kl. 20:33

7 Smámynd: Hörður Ingólfsson

Til hamingju með áfangann Eyþór.

Eitt rekur annað og eftir að verksmiðjan kemst í gang gætu skapast forsendur til að auka við framleiðsluna. Að auki safnast upp þekking og reynsla sem ekki verður frá okkur tekin. Sá þáttur er oftast vanmetinn enda ósýnilegur og spannar áratugi en ekki bara meðan borðaklippingin fer fram.

Hörður Ingólfsson, 23.8.2009 kl. 07:13

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 14:02

9 Smámynd: Björn Birgisson

Gott mál. Hve mörg störf skapast?

Björn Birgisson, 23.8.2009 kl. 14:48

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk Hörður - sammála þér.

Bjorn:90 bein störf í fyrsta áfanga og má reikna þá tölu x3 eða allt að 300 störf þegar allt er talið

Eyþór Laxdal Arnalds, 23.8.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Björn Birgisson

Frábært. Takk fyrir þetta og til lukku!

Björn Birgisson, 23.8.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband