Bubbi byggir

Einn vinsælasti barnaþáttur seinni tíma gengur út á "Bob the builder" eða "Bubbi byggir". Þátturinn er 10 ára gamall og hefur farið sigurför um sjónvarpsheiminn á sama tíma og byggingarkranar hafa verið áberandi. - Kannski er þetta ekki tilviljun.

---- 

Nú þegar talað er um hvernig við eigum að vinna okkur út kreppunni og byggja upp að nýju er vert að skoða áherslurnar. 

Í dag verið að byggja mjög veglegt og dýrt tónlistarhús og einhverja stærstu skólabyggingu í Evrópu í Öskjuhlíðina. Þá hefur umræða um byggingu hátæknisjúkrahúss verið endurvakin og er verðmiðinn áætlaður 50 milljarðar.

Sameiginlegt eiga þessar framkvæmdir allar að vera hvorki gjaldeyrisskapandi né arðsamar. Auðvitað er hægt að reikna sig upp í það að þær séu það í einhverjum skilningi en ekki þegar horft er til atvinnulífisins sem nú þarf að lifa við verðbólgu og háa vexti.

Á sama tíma er talað um nauðsynlegan niðurskurð til menntamála, menningarmála og til heilbrigðismála. Eitthvað finnst mér skorta á samhengið á milli þessara byggingarframkvæmda og rekstrargrundvöll þeirra. - Kannski hefur mér yfirsést eitthvað augljóst.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átti tónlistarhúsið ekki að vera rosalega gjaldeyrisskapandi.  Áttu að vera haldnir hérna stórtónleikar og öll hótel að fyllast af gestum og hvað eina.

Annars er ég mjög sammála því að við ættum ekki að fara í framkvæmdir sem er ekki rekstarargrundvöllur fyrir.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Eitt skil ég ekki með byggingu hátæknisjúkrahúss.  Það er jú atvinnuskapandi að byggja það og þannig en svo í framhaldinu, hver á að vinna þar?

Það er jú verið að skera niður kostnað í heilbrigðiskerfinu  ekki satt?

Jón Á Grétarsson, 27.9.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er akkúrat lykilspurningin Jón. Ég er að vona að ég sé svo tregur að eitthvað stórt hafi farið fram hjá mér.

Eyþór Laxdal Arnalds, 27.9.2009 kl. 18:34

4 identicon

Ég held þeir hafi stílað inná að flytja inn sjúklinga til að framkvæma flóknari aðgerðir.

Það er jú útaf fyir sig gjaldeyrisskapandi en spurning hvort það myndi ná upp í rekstrarkostanað.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Í þessu tilfelli held ég nú að það séu einhverjir aðrir en þú, Eyþór, sem eru tregir......

Ómar Bjarki Smárason, 27.9.2009 kl. 20:32

6 identicon

Ég kannast nú ekki við tilfelli þar sem hann getur verið sakaður um að vera tregur

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband