Fyrirheit félagsmálaráðherra

Árni Páll Árnason boðar lækkun afborgana á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld að beita sér fyrir leiðréttingu á þeirri miklu hækkun lána heimilana sem varð við efnahagshrunið. Árni Páll hefur áður sagt að ekki sé svigrúm fyrir leiðréttingu en boðar núna lækkun afborgana og afskrift síðar. Þetta vekur vonir hjá mjög mörgum.

Nú verður fróðlegt að sjá hvernig útfærslan verður á þessum fyrirætlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við það sem hann sagði í fréttum í gær er hann að senda þau skilaboð til þjóðarinnar að ef við mögulega getum þá eigum við bara að gjöra svo vel að borga allt saman burt séð frá því hvort okkur beri einhver skylda til þess.

Með því að fara út í nýjar lagasetningar og aðgerðir þá er hann jafnframt að gefa skít í fyrri lög sbr. lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingar.  Ég hefði talið að botn þyrfti að fást í það hvort að erlendu lánin væru lögleg eða lögleysa áður en hann ætlar að fara að bjarga heiminum með aðgerðum sem miða útfrá því að við eigum að borga þetta bull.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Afborganir lækka, en ekki höfuðstóll, sem þýðir að venjulegur greiðandi greiðir vexti og verðbætur fyrst og svo hugsanlega lækkar höfuðstóll að einhverri ákveðinni upphæð sem afborganirnar verða. Eftir stendur alltaf höfuðstóllinn sem heldur áfram að bera vexti og verðbætur. Þetta á síðan að hengja aftan við lánstímann og þá kanski að afskrifa. Sem þýðir að öllu jöfnu að það gerist á næstu 10 - 40 árum eða svo.

Núverandi stórn þarf ekki að hafa áhyggjur af afskriftunum, en er búin að slá ryki í augu almennings sem sér ekki skuldafangelsið sem hann er kominn í.

Geta menn ekki fundið neinar lausnir nema þær sem líta á verðtrygginuna sem eitthvað guðlegt lögmál sem ekki má breyta?

Steinarr Kr. , 28.9.2009 kl. 12:37

3 identicon

Árni Páll og þessi ríkisstjórn er hreinlega ekki starfi sínu vaxinn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:47

4 identicon

Væri ekki ráð að bíða eftir útfærslunni? Annars eru þetta jákvæð blogg hjá þér Eyþór, þessu beint að gestum. Átti alltaf eftir að hrósa þér varðandi aflþynnuverksmiðjuna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður bíður spenntur eftir framhaldinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 12:57

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Eyþór er sanngjarn bloggari, tek annars undir með Gísla

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Það, hve ástand Íslands er orðið flókið, stafar af því að stjórnmálaflokkarnir krefjast stöðugt tryggingar fyrir því að almenningur ráðist ekki á samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna. Því brenna eignir almennings upp, gjaldborg fjármagnseigenda var tryggð í boði fjórflokksins. Gerendur geta og vilja ekki borga skaðann, almenningur skal greiða fyrir sukkið, sama hvað það kostar, nema ef vera skyldi að fjórflokkurinn myndi missa völdin. Því er verkið ærið, leggja þarf fjórflokkinn að velli. Það verður gert með óeirðum og byltingu. Það er eina von almennings að hér verði stokkað upp og gefið á garðana af sanngirni. Stefnum á að það verði afgreitt fyrir árið 2010.

Útaf hverju vilja fjórflokkarnir semja um Icesave, sama hvað það kostar Íslendinga? Þá komast þeir hjá því að hingað streymi inn eftirlitsaðilar og rannsóknateymi frá Bretum og Niðurlendingum. Fjórflokkurinn að X-V undandskildum, þolir þá skoðun og rannsókn ekki.

Banka eigendur og vissir útrásarvíkingar væru þá fljótlega benslaðir fyrir aftan bak og leiddirfyrir dómara og dæmdir. Fjórflokkurinn vill það ekki. Þá er hættan við því að fjórflokksmúrinn hrynji.

Íslenska bankakerfið var notað af peningaelítiunni Evrópu, síðan voru íslensku bankarnir hent út af sporinu á miðri leið. Bankarnir voru komnir í skortstöðu, þess vegna fara menn og bankar í ólögleg viðskipti, því enginn trúði því að þeir gætu fallið. Margir íslenskir bankamenn hafa þó stórefnast á falli þeirra, en leika sig illa farna fyrir framan íslenska þjóð. En þjóðin situr uppi með skuldir þessara óreiðumanna. Þeir sömu óreiðumenn hafa tangarhald á fjórflokknum og þess vegna er rannsóknin vonlaus og bitlaus og án allra markmiða, sem ættu að vera,  þeir sem frömdu glæpi, fara á bakvið lás og slá og peningum sem undan hafa verið komið, skulum við ná í.

Því þarf að fá hér erlent rannsóknarteymi, sem koma að eigin verðleikum að rannsaka svindlið og leita þeirra peninga sem búið er að stinga undan og fangelsa gerendur.

Ekki greiða Icesave, fáum rannsakendur frá Evrópu til að velta við hverjum steini, þá fyrst verður hægt að segja og standa við, You aint seen nothing yet.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.9.2009 kl. 17:53

8 identicon

Sveinbjörn það er mikill misskilningur að hér þurfi að verða óeirðir til þess að bylting geti orðið.  En bylting er nauðsynleg og 2010 er allt of seint.  ég vill skófla liðinu út af alþingi áður en það semur um að við borgum Iceslave og fleira.  En til þess duga engin vopn og engin læti.

Það sem vantar í jöfnuna til þess að dæmið gangi upp er samstaða.  Það er enginn sem þorir.

Fólk þorir ekki í greiðsluverkfall því það óttast að verða skrifað sem vanskilafólk.  Fólk þorir engu og er ekki tilbúið að gefa sér neinn tíma.  Þeir sem eru atvinnulausir eru of uppteknir við að leika sér og þeir sem eru að vinna tíma ekki að taka sér dagsfrí til að mótmæla.

Á meðan almenningur hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér eins og hann gerir í dag þá mun ekkert ofbeldi og engin læti skila neinu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

1. Nota fasteignavístölu hér eins og USA og EU hennar vinnuæviskeið Mortgage er 80-100% lána alls almennings og týndi fasteignaverðsveðþróunarferilinn grunvölur alls stöðuleika almennings. Stöðuleiki vegna þess hve hann vegur þungt.

2. Launvísitala notuð í stað hans í Mexíkó og Tyrklandi ekki mikill kapítalistar er þetta eftirapanaferill neysluvístölu og bólgnar og vex eins og hún.

3. Færa skuldhöfuðstól niður allra húsnæðislána niður miðað við fasteigna vísitölu  að viðbættum og greiddu neysluverðbótum og nafnvaxtarauka neysluvísitölu sem brást stöðuleikanum sem réttlætti einokun hennar á sínum tíma t.d. Þjóðarsáttin. Þetta er almenn um 30% lækkun á höfuðstól

4. Skilar betri vaxtagreiðslubyrði t.d.  EF kaupmáttur eykst þá eykst eftirspurn eftir húsnæði þá hækka það og þá fasteignavísitalan.  Bankarnir eru fljótir að vinna þetta upp aftur þegar boltin fer að rúlla.

5. Fastir 7% vextir í 30 ár er jafngildi þess að vera með fasteignavístölu þegar veðjað er á fasteignavísitölu og 5% nafnvexti. Í EU og USA.

Þeir sem gera eins og Tyrkir gefa skít í  Deutcebank og Royalbank of England.

Þetta er til skammar að bjóða fólki áframhaldandi bull  gerum eins og Ríki EU.

Allt sem Ísland gerir sem er öðru vísi í fjármálum USA, UK, og Germany eða France,  er einstakt en dæmi um vankunnáttu því ef eitthvað væri varið í það myndu að sjálfsögðu hinar þjóðirnar tekið upp á þessum nýjungum. Haldið þið að allir séu jafn vitlausir í reikningi eða Fjárlæsir og Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 04:05

10 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Las í Mogga í morgun að ekki stæði til að afskrifa eftirstöðvar erlendra bílalána, heldur lengja um allt að 3 ár eftir að lánstíma lýkur.  Einnig segja þeir að mögulegt eigi að vera að framlengja íbúðalánum eftir að 40 ára greiðslum lýkur.  Þetta er ekki boðlegt, og ég vona að fólki sé það ljóst.

Sigríður Jósefsdóttir, 29.9.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband