Nýir skattar drepa ný störf

Svíar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn glíma við samdrátt. Eitt helsta ráðið er fólgið í skattalækkunum til að örva atvinnulífið og fjölga þannig störfum. Þessu meðali beita þessar þjóðir og fleiri til.

Hér á Íslandi er verið að hækka skatta.

En hér ganga menn svo langt að talað hefur verið um nýja skatta á atvinnulífið. Skattar sem eiga að leggjast á sölu raforku líkt og áfengisgjald á áfengi og sykurskatturinn leggst á óáfenga drykki. Tilgangur slíkra skatta er að minnka neyslu.

Rafmagnsskattur á Íslandi er til þess fallinn að ný verkefni sem nú eru á teikniborðinu verði ekki að veruleika.
Slíkur skattur væri því í raun nýsköpunarskattur sem myndi draga úr nýjum störfum.

Helsti vonarneisti í uppbyggingu atvinnulífs fellst í orkufrekum iðnaði. Ekki bara álverum, heldur líka kísil, sólarkísil, gagnaverum og aflþynnuframleiðslu. Ný verkefni á öllum þessum sviðum eru á borðinu en geta líka öll fallið út af borðinu ef nýir skattar eru lagðir á.

Það er ekki bara upphæðirnar sem myndu valda tjóni heldur ekki síður þau neikvæðu skilaboð sem kæmu frá Íslandi.

Getur verið að Alþingi samþykki skatta á nýsköpun í atvinnulífi á sama tíma og mesta kreppa lýðveldistímans er í algleymi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mætum öll á Austurvöll á morgun kl 13:00 til að mótmæla fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 13:29

2 identicon

Hvaða hvaða, auðvitað eru allir nýjir skattar á einstaklinga, ekki auðhringi, varstu ekki búinn að sjá "Það er gott að vera ál á Íslandi"? http://this.is/nei/?p=6676

„Félagið skal undanþegið iðnaðarmálagjaldi,“ „Öll skjöl sem lúta að endurfjármögnun, svo og hlutabréf í félaginu, skulu undanþegin stimpilgjöldum,“ „ekki skuli leggja á félagið umhverfisgjöld eða umhverfisskatta“ og svo framvegis, til viðbótar við 15% tekjuskatts-dílinn, sem skal standa hvernig sem skattlagning í landinu annars breytist.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband