1.10.2009 | 08:39
Fjármál sveitarfélaga
Í dag hefst fjármálaráðstefna sveitarfélaga en staða þeirra sumra er afar slæm. Reynar er staða sveitarfélaganna mjög mismunandi. Kreppan hefur ekki látið sveitarfélögin ósnert og hafa þau sem skuldsettust eru farið illa. Ríkið er ekki aflögufært til að hlaupa undir bagga og því blasir niðurskurður við.
Á ráðstefnunni verður fróðlegt að vita hver möguleg úrræði eru og hvort löggjafinn muni auka sveigjanleika sveitarfélaga. Mikið af útgjöldunum er bundið í lögum og samningum og því þarf að óbreyttu að ganga lengra í niðurskurði á þeim liðum sem óbundnir eru.
Á þessum tímapunkti er reyndar rétt að huga að því hver tilgangur sveitarfélaga sé og hvaða kjarnastarfssemi þurfi að verja. Á uppgangstímum fóru mörg sveitarfélög í hin ólíklegustu verkefni og í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jukust þær víða.
Loks verða sveitarfélög að standa vörð um atvinnusköpun ekki síst þegar ríkið leggur á hærri álögur og boðar jafnvel nýja skatta á ný atvinnutækifæri. Hér þurfa sveitarstjórnarmenn að gæta þess að nýsköpun verði ekki hindruð eða jafnvel stöðvuð. Nýsköpun atvinnu er stærsta velferðarmálið enda þarf störf til að greiða útsvar og skatt. Laun til að greiða velferðargjöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
staðan hjá mörgum þessara sveitafélaga er mjög svo slæm - held að ekki sé til það sveitafélag sem sé "vel" stætt í dag - í öllu "góðærinu" voru oft eignir seldar og jafnvel leigðar til baka - fjármagnið sem fékkst við þessa "skammtíma" laus var oftar en ekki notað til ýmissa íþróttamannvirkja og eða menningar-tengdri starfssemi, mörg þeirra misgáfuleg td eins og sundlauginn á Álftanesi - einu gleymdu þau þó öll og það var að fjárfesta fyrir þá sem eldri eru - ekki nokkurt félag getur státað af fullkomnri þjónustu við þá sem hafa haldið eldinum við svo áratugum skiptir - heldur hofum við haldið ótrauð áfarm í fjárfestingum fyrir ungdóminn en "gleymt" okkur sjálfum - ég segji okkur sjálfum þar sem ég er rúmlega fimmtugur og vart er ráð nema í tíma sé tekið
ljúfar stundir
Jón Snæbjörnsson, 1.10.2009 kl. 15:59
Lagði til við sveitarfélögin í maí 2005 að það þyrfti að fara yfir rekstur þeirra. Í því fólst:
Nú eru þau að sökkva og get ég ekki annað en velt fyrir mér hvers vegna ekki sú búið að skipta um stjórnendur þeirra allra. Þeir væru ekki í þessum hnút í dag hefði verið ráðist í þetta.
Þau eiga hreinlega að hætta þessu væli þar sem stjórnendur bera sjálfir ábyrgð á hvernig komið er. Til fyrirmyndar var að Kópavogur skipti um í brúnni; þar á bæ var ritari látinn meta verkefnið og svaraði þannig að greinilegt var að enginn skilningur var á erindinu. Svona eru sveitarfélögin semsagt rekin og vegna þess eru þau í rjúkandi rúst í dag.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 17:51
Snorri svona einfalt er málið ekki ef svo væri þá er auðvelt að lifa.
Það eru mörg sveitarfélög sem hafa átt við það vandamál að eiga að þar fjölgaði ungu fólki mjög hratt þá verður að koma upp skólum og leikskólum þessar fjárfestingar á að greiða niður á 30 til 50 árum því húsin munu standa þessum aukna fjölda fylgir líka að það þarf að halda við götum og öðrum manvirkjum tekjurnar koma seinna og svo getur komið að því að fólkið sem greiðir mest til samfélagsins flytji úr landi og aðrir lenda í atvinnuleysi og enn aðrir verða fyrir tekjuskerðingu vegna minnkandi vinnu það leggst allt á eitt í þessum málum og þó að gerð hafi verið áætlun 2007 þá væri hún ger ónýt í dag svo mikil bylting hefur orðið í öllu samfélaginu.þá stendur ríkisvaldið sjaldan við sitt svo sem húsaleigubætur, sem oft eru stórar upphæðir í einstökum sveitarfélögum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.10.2009 kl. 23:25
Heill og sæll Jón. Inni í þessu var ennfremur þetta:
Ég hef framkvæmt þetta ótal sinnum og þetta virkar alltaf. Þetta byggir á einingartölum sem allt annað eru margfeldi að. Sveitarfélög eru ekki flóknari en alþjóðlegt flugfélag á borð við American Airlines þar sem breytur hlupu á miljörðum og kallaði í gríðarlegt teymi sérfræðinga. 5 sáu um einingartölurnar og var ég í þeim hóp. Allt annað byggðist á þeim niðurstöðum. Var að stilla Landsbankanum svona upp fyrir einkavæðingu en nýir eigendur töldu þetta ekki mikilvægt. Niðurstaðan: Icesave.
Á meðan þessar niðurstöður liggja ekki fyrir byggja allar ákvarðanir sveitarfélaga (og fyrirtækja) á getgátum. Það er ástæðan fyrir því að þau þurfa að greiða til baka lóðir (sem var fyrirséð 2006 að myndi eiga sér stað), sitja föst í erlendum lánum, töpuðu á fjárfestingum ... semsagt tóku vitlausar ákvarðanir trekk í trekk áður en hagkerfið hrundi.
Varðandi samspil ríkis og sveitarfélaga þá vantar þessar niðurstöður svo hægt sé að leggja fram sterk rök. Breytist A, hvaða áhrif hefur það á B, C og D og hvernig breytist afkoma? Ég hef aldrei séð 'correlation matrix' í neinu innlendu sveitarfélagi né fyrirtæki sem er verulega undarlegt þar sem þetta er lykillinn að farsælli hagræðingu.
Fjárlagafrumvarp 2010 ber þess merki að þar sé ekki heldur beitt svona matrixu, enda munu afleiðingarnar verða eftir því. Án þekkingar á einingum verður heildarmyndin ein stór getgáta.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 2.10.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.